Ofurfyrirsæta ástfangin af pylsunum á Bæjarins Bestu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2014 15:51 „Ég lærði svolítið áhugavert um sjálfa mig í þessum tökum. Eitthvað sem ég vissi ekki einu sinni: Ég er lofthrædd!“ segir ofurfyrirsætan Chrissy Teigen í samtali við tímaritið People. Vísar Chrissy í tökur á auglýsingu fyrir UGG-skó sem fóru fram hér á landi í apríl. People birtir myndir þar sem fylgst er með lífinu bak við tjöldin við tökurnar á Íslandi. Þá birtir tímaritið einnig auglýsinguna fyrir UGG-skóna þar sem íslenskur jökull er í aðalhlutverki. „Við tókum þessa senu á toppi risastórs jökuls,“ segir Chrissy. „Það var svo fallegt þarna á toppi veraldar,“ bætir hún við. Chrissy er ein þekktasta fyrirsæta heims og er eiginkona tónlistarmannsins Johns Legend. Í myndum úr tökunum sést að Chrissy fékk sér pylsu á Bæjarins Bestu sem henni fannst mjög góð. „Það er ekkert leyndarmál að ég elska mat! Ég varð ástfangin af íslenskum mat, sérstaklega íslensku pylsunum. Áður en ég lagði af stað í þetta ferðalag sögðu allir við mig að ég þyrfti að smakka pylsurnar, ekki gleyma pylsunum, á Íslandi eru stórkostlegar pylsur. Og það var rétt!“ segir Chrissy. Þá sá stjörnukokkurinn Völli Snær um að elda sjávarréttasúpu fyrir módelið í íslenskri náttúru. „Ég man enn eftir bragðinu og allar súpur sem ég fengið mér síðan eru bornar saman við þessa.“ Tengdar fréttir Völli Snær eldar ofan í ofurfyrirsætu Býr til súpu við sjávarsíðuna fyrir Chrissy Teigen. 22. ágúst 2014 15:32 Ofurfyrirsætu finnst kalt á Íslandi Chrissy Teigen, fyrirsæta og eiginkona söngvarans John Legend, spókar sig í Reykjavík. 20. ágúst 2014 22:30 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Ég lærði svolítið áhugavert um sjálfa mig í þessum tökum. Eitthvað sem ég vissi ekki einu sinni: Ég er lofthrædd!“ segir ofurfyrirsætan Chrissy Teigen í samtali við tímaritið People. Vísar Chrissy í tökur á auglýsingu fyrir UGG-skó sem fóru fram hér á landi í apríl. People birtir myndir þar sem fylgst er með lífinu bak við tjöldin við tökurnar á Íslandi. Þá birtir tímaritið einnig auglýsinguna fyrir UGG-skóna þar sem íslenskur jökull er í aðalhlutverki. „Við tókum þessa senu á toppi risastórs jökuls,“ segir Chrissy. „Það var svo fallegt þarna á toppi veraldar,“ bætir hún við. Chrissy er ein þekktasta fyrirsæta heims og er eiginkona tónlistarmannsins Johns Legend. Í myndum úr tökunum sést að Chrissy fékk sér pylsu á Bæjarins Bestu sem henni fannst mjög góð. „Það er ekkert leyndarmál að ég elska mat! Ég varð ástfangin af íslenskum mat, sérstaklega íslensku pylsunum. Áður en ég lagði af stað í þetta ferðalag sögðu allir við mig að ég þyrfti að smakka pylsurnar, ekki gleyma pylsunum, á Íslandi eru stórkostlegar pylsur. Og það var rétt!“ segir Chrissy. Þá sá stjörnukokkurinn Völli Snær um að elda sjávarréttasúpu fyrir módelið í íslenskri náttúru. „Ég man enn eftir bragðinu og allar súpur sem ég fengið mér síðan eru bornar saman við þessa.“
Tengdar fréttir Völli Snær eldar ofan í ofurfyrirsætu Býr til súpu við sjávarsíðuna fyrir Chrissy Teigen. 22. ágúst 2014 15:32 Ofurfyrirsætu finnst kalt á Íslandi Chrissy Teigen, fyrirsæta og eiginkona söngvarans John Legend, spókar sig í Reykjavík. 20. ágúst 2014 22:30 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Völli Snær eldar ofan í ofurfyrirsætu Býr til súpu við sjávarsíðuna fyrir Chrissy Teigen. 22. ágúst 2014 15:32
Ofurfyrirsætu finnst kalt á Íslandi Chrissy Teigen, fyrirsæta og eiginkona söngvarans John Legend, spókar sig í Reykjavík. 20. ágúst 2014 22:30