Ebba bakar hollar smákökur og konfekt Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2014 15:30 Sjónvarpskokkurinn Ebba Guðný verður með sérstakan jólaþátt af Eldað með Ebbu á RÚV þann 18. desember. Þar matreiðir hún ýmislegt sem er ómissanid um jólin. Lífið fékk Ebbu til að deila með lesendum tveimur uppskriftum, annars vegar að jólasmákökum og hins vegar að konfekti sem er í hollari kantinum. Súkkulaðihnetusmákökur frá ömmu Þóru (öll ættin bakar þær um jólin) 150g smjör 50g hlynsýróp, lífrænt 100 g pálmasykur eða hrásykur 2 egg 250g fínmalað spelt 1/2 tsk sjávaralt 2 tsk vínsteinslyftiduft 1 tsk vanilluduft 2 msk volgt/heitt vatn 100g heslihnetur (hakkaðar, má setja meira) 100g 70% súkkulaði (skorið smátt, má setja meira) 1. Stillið ofninn á 170°C blástur (eða 185°C undir og yfirhita) 2. Bræðið smjörið, setjið í skál og hrærið saman við sætu fyrst og svo eggin. 3. Bæta hinu saman við og hræra saman rólega (ég hræri hnetur og súkkulaði saman í lokin með sleif). 4. Setja um eina vel væna tsk fyrir hverja köku á bökunarpapír ofan á bökunarplötu og hafa ágætt bil á milli svo þær renni ekki allar saman. 5. Bakið kökurnar í um 12 mínútur. 6. Geymast best í frystiMintumolar – þvílíkt nammi!Botninn: 100 gr möndlur 100 gr. kókosmjöl 250 gr döðlur 4 msk kakó, lífrænt 1 tsk vanilluduft 3 msk heitt vatn 1. Malið möndlur fremur smátt fyrst í matvinnsluvél. 2. Bætið hinu öllu við og ef matvinnsluvélin er léleg er líklegast best að klippa döðlurnar í tvennt. 3. Maukið þetta saman í klístrað deig. 4. Notið teskeið og fingurna til að setja litlar kúlur í lítil bréfform. Þetta myndi duga í um 80-90 form. Þið getið líka pressað þetta ofan í eldfast mót.Piparmyntuúkkulaði ofan á:1 dl kaldpressuð kókosolía og eða kakósmjör (ég nota bæði til helminga) 1 dl kakó, lífrænt ½ dl hlysýróp, lífrænt 2 – 4 dr. Young Living piparmyntuolía 1. Bræðið mjög varlega á mjög lágum hita í potti kókosolíu og kakósmjörið. 2. Blandið hinu saman við og hrærið vel saman. 3. Setjið væna doppu af súkkulaði á hvern mola í bréfforminu. 4. Setjið í ílát (líklega þurfið þið nokkur) og geymið í frysti. Jól Jólamatur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Sjónvarpskokkurinn Ebba Guðný verður með sérstakan jólaþátt af Eldað með Ebbu á RÚV þann 18. desember. Þar matreiðir hún ýmislegt sem er ómissanid um jólin. Lífið fékk Ebbu til að deila með lesendum tveimur uppskriftum, annars vegar að jólasmákökum og hins vegar að konfekti sem er í hollari kantinum. Súkkulaðihnetusmákökur frá ömmu Þóru (öll ættin bakar þær um jólin) 150g smjör 50g hlynsýróp, lífrænt 100 g pálmasykur eða hrásykur 2 egg 250g fínmalað spelt 1/2 tsk sjávaralt 2 tsk vínsteinslyftiduft 1 tsk vanilluduft 2 msk volgt/heitt vatn 100g heslihnetur (hakkaðar, má setja meira) 100g 70% súkkulaði (skorið smátt, má setja meira) 1. Stillið ofninn á 170°C blástur (eða 185°C undir og yfirhita) 2. Bræðið smjörið, setjið í skál og hrærið saman við sætu fyrst og svo eggin. 3. Bæta hinu saman við og hræra saman rólega (ég hræri hnetur og súkkulaði saman í lokin með sleif). 4. Setja um eina vel væna tsk fyrir hverja köku á bökunarpapír ofan á bökunarplötu og hafa ágætt bil á milli svo þær renni ekki allar saman. 5. Bakið kökurnar í um 12 mínútur. 6. Geymast best í frystiMintumolar – þvílíkt nammi!Botninn: 100 gr möndlur 100 gr. kókosmjöl 250 gr döðlur 4 msk kakó, lífrænt 1 tsk vanilluduft 3 msk heitt vatn 1. Malið möndlur fremur smátt fyrst í matvinnsluvél. 2. Bætið hinu öllu við og ef matvinnsluvélin er léleg er líklegast best að klippa döðlurnar í tvennt. 3. Maukið þetta saman í klístrað deig. 4. Notið teskeið og fingurna til að setja litlar kúlur í lítil bréfform. Þetta myndi duga í um 80-90 form. Þið getið líka pressað þetta ofan í eldfast mót.Piparmyntuúkkulaði ofan á:1 dl kaldpressuð kókosolía og eða kakósmjör (ég nota bæði til helminga) 1 dl kakó, lífrænt ½ dl hlysýróp, lífrænt 2 – 4 dr. Young Living piparmyntuolía 1. Bræðið mjög varlega á mjög lágum hita í potti kókosolíu og kakósmjörið. 2. Blandið hinu saman við og hrærið vel saman. 3. Setjið væna doppu af súkkulaði á hvern mola í bréfforminu. 4. Setjið í ílát (líklega þurfið þið nokkur) og geymið í frysti.
Jól Jólamatur Smákökur Uppskriftir Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira