Árið sem ég varð miðaldra Álfrún Pálsdóttir skrifar 13. janúar 2014 06:00 Í gegnum tíðina hef ég ekki lagt það í vana minn að strengja áramótaheit en í ár ákvað ég hins vegar með sjálfri mér að taka hverju gráu hári og nýrri hrukku fagnandi. Eftir strembið ár þar sem þriðji tugurinn læddist aftan að mér og vísitölufjölskyldan varð fullmótuð ákvað ég að í ár myndi ég sættast við hækkandi tölu. Falla ekki í þá gryfju að lenda í krísu yfir því að vera komin á fertugsaldur. Nú hugsa sumir að þessu áramótaheiti sé nú ekki erfitt að framfylgja en, krakkar mínir, síðustu dagar hafa verið prófraun. Eins og hendi væri veifað varð ég miðaldra í byrjun janúar 2014. Fyrsta virka daginn eftir áramót tilkynnti frumburðurinn hátíðlega úr aftursætinu á leiðinni í leikskólann að í ár byrjaði hún í skóla. Kaldur sviti rann niður mjóbakið. Ég man þegar ég var á sama aldri og dóttir mín. Það voru tímamót. Aldur er afstæður muldraði ég undir stýrinu á meðan undirmeðvitundin fór snögglega yfir gestalistann í ferminguna. Seinna atvikið var alvarlegra og afleiðingarnar langt umfram eitt svitakast. Tveir ungir herramenn trylltu lýðinn í verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu. Unglingsstúlkur féllu í yfirlið, sumir tróðust undir í múgæsingnum og bílar skemmdust þennan örlagaríka dag sem endaði með handtöku mannanna tveggja. Stórstjörnur sem náðu að skapa meiri glundroða á landinu en Hollywood-drengirnir Ryan Gosling, Ben Stiller og Tom Cruise samanlagt, að ekki sé minnst á popparann Bono. Stórstjörnur sem gerðu mig kjaftstopp þar sem ég hafði aldrei á ævinni heyrt á þá minnst, hvað þá vitað af tilvist samskiptamiðilsins sem skapaði þeim frægð. Áminningin var harkaleg. Ég var ekki undir það búin að þurfa að spyrja 15 ára frænku mína hverjir í ósköpunum þessir drengir væru. Ég áttaði mig á stöðu minni þegar hún svaraði mér, með örlitlu dæsi, og gott ef hún rúllaði ekki augunum smá í leiðinni. Ég er orðin miðaldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfrún Pálsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun
Í gegnum tíðina hef ég ekki lagt það í vana minn að strengja áramótaheit en í ár ákvað ég hins vegar með sjálfri mér að taka hverju gráu hári og nýrri hrukku fagnandi. Eftir strembið ár þar sem þriðji tugurinn læddist aftan að mér og vísitölufjölskyldan varð fullmótuð ákvað ég að í ár myndi ég sættast við hækkandi tölu. Falla ekki í þá gryfju að lenda í krísu yfir því að vera komin á fertugsaldur. Nú hugsa sumir að þessu áramótaheiti sé nú ekki erfitt að framfylgja en, krakkar mínir, síðustu dagar hafa verið prófraun. Eins og hendi væri veifað varð ég miðaldra í byrjun janúar 2014. Fyrsta virka daginn eftir áramót tilkynnti frumburðurinn hátíðlega úr aftursætinu á leiðinni í leikskólann að í ár byrjaði hún í skóla. Kaldur sviti rann niður mjóbakið. Ég man þegar ég var á sama aldri og dóttir mín. Það voru tímamót. Aldur er afstæður muldraði ég undir stýrinu á meðan undirmeðvitundin fór snögglega yfir gestalistann í ferminguna. Seinna atvikið var alvarlegra og afleiðingarnar langt umfram eitt svitakast. Tveir ungir herramenn trylltu lýðinn í verslunarmiðstöð á höfuðborgarsvæðinu. Unglingsstúlkur féllu í yfirlið, sumir tróðust undir í múgæsingnum og bílar skemmdust þennan örlagaríka dag sem endaði með handtöku mannanna tveggja. Stórstjörnur sem náðu að skapa meiri glundroða á landinu en Hollywood-drengirnir Ryan Gosling, Ben Stiller og Tom Cruise samanlagt, að ekki sé minnst á popparann Bono. Stórstjörnur sem gerðu mig kjaftstopp þar sem ég hafði aldrei á ævinni heyrt á þá minnst, hvað þá vitað af tilvist samskiptamiðilsins sem skapaði þeim frægð. Áminningin var harkaleg. Ég var ekki undir það búin að þurfa að spyrja 15 ára frænku mína hverjir í ósköpunum þessir drengir væru. Ég áttaði mig á stöðu minni þegar hún svaraði mér, með örlitlu dæsi, og gott ef hún rúllaði ekki augunum smá í leiðinni. Ég er orðin miðaldra.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun