Máli drepið á dreif Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. janúar 2014 07:00 Umræður um hver eigi að vera næstu skrefin í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins taka æ furðulegri stefnu. Fyrir kosningar voru lykilmenn í báðum núverandi stjórnarflokkum á því að gera ætti hlé á aðildarviðræðunum og efna svo til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald þeirra.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nú fjármálaráðherra, lofaði atkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Gunnar Bragi Sveinsson, sem í dag er utanríkisráðherra, taldi að leyfa ætti þjóðinni að „taka ákvörðun um það hvort þessu verði haldið áfram eða hvernig verður haldið á þessu“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og nú forsætisráðherra, sagði að þegar mál hefðu skýrzt og Íslendingar vissu „hvort eða hvernig ESB lifir af“ ætti þjóðin að „taka afstöðu til þess í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort taka skuli upp viðræður að nýju“. Stefna ríkisstjórnarinnar í þessu máli er ekki mjög skýr, en virðist innihalda að minnsta kosti þrjú atriði. Í fyrsta lagi að það sé voða erfitt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að það gæti farið svo að þjóðin samþykkti að halda viðræðunum áfram, þvert á stefnu stjórnarflokkanna sem vilja ekki vera í viðræðunum. Eins og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, benti á í pistli sínum í Fréttablaðinu á laugardaginn, gætu ríkisstjórnir alltaf komið í veg fyrir þjóðaratkvæði ef mark væri takandi á þessum rökum. Í öðru lagi virðist stjórnin þeirrar skoðunar að verði yfirleitt haldin þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að gera það seint á kjörtímabilinu. Ráðherrarnir eru afskaplega „afslappaðir“ yfir tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðslu og vilja bíða eftir niðurstöðu skýrslu sem á að vinna um hvort og hvernig ESB lifi enn. Það er þeim þá í hag að það taki sem lengstan tíma að vinna þá skýrslu. Í þriðja lagi – og það er kostulegast – hafa þrír ráðherrar haldið því fram að verði á annað borð haldin þjóðaratkvæðagreiðsla eigi ekki að spyrja hvort halda eigi aðildarviðræðunum áfram, eins og menn sögðu fyrir kosningar, heldur hvort fólk vilji ganga í ESB eða ekki. Gunnar Bragi var fyrstur til að viðra þessa hugmynd, næstur kom Illugi Gunnarsson og um helgina bættist forsætisráðherrann í hópinn. „Sú atkvæðagreiðsla ætti að sjálfsögðu að snúast um það hvort að menn vilji yfir höfuð ganga í Evrópusambandið eða ekki,“ sagði Sigmundur Davíð í fréttum RÚV. Þetta er því miður bara enn ein taktík ríkisstjórnarinnar til að drepa þessu máli á dreif. Enginn ráðherranna hefur látið það fylgja sögunni hvernig þjóðin á að geta gert upp hug sinn til aðildar að ESB án þess að sjá aðildarsamninginn. Engin þjóð hefur greitt atkvæði um aðild að ESB án þess að gerð aðildarsamnings hafi verið lokið. Forystumenn ESB segjast reiðubúnir að finna lausnir á sérstöðu Íslands, meðal annars í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Hvernig á þjóðin að geta tekið afstöðu án þess að vita hverjar þær eru? Þetta mál er ósköp einfalt. Það á að spyrja þjóðina hvort halda eigi aðildarviðræðunum áfram eður ei. Og það á að gera það sem fyrst, til dæmis í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þannig stendur ríkisstjórnin bæði við það sem forystumenn hennar sögðu fyrir kosningar og gætir hagsmuna Íslands með því að draga Evrópusambandið ekki of lengi á svari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun
Umræður um hver eigi að vera næstu skrefin í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins taka æ furðulegri stefnu. Fyrir kosningar voru lykilmenn í báðum núverandi stjórnarflokkum á því að gera ætti hlé á aðildarviðræðunum og efna svo til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald þeirra.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nú fjármálaráðherra, lofaði atkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Gunnar Bragi Sveinsson, sem í dag er utanríkisráðherra, taldi að leyfa ætti þjóðinni að „taka ákvörðun um það hvort þessu verði haldið áfram eða hvernig verður haldið á þessu“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og nú forsætisráðherra, sagði að þegar mál hefðu skýrzt og Íslendingar vissu „hvort eða hvernig ESB lifir af“ ætti þjóðin að „taka afstöðu til þess í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort taka skuli upp viðræður að nýju“. Stefna ríkisstjórnarinnar í þessu máli er ekki mjög skýr, en virðist innihalda að minnsta kosti þrjú atriði. Í fyrsta lagi að það sé voða erfitt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að það gæti farið svo að þjóðin samþykkti að halda viðræðunum áfram, þvert á stefnu stjórnarflokkanna sem vilja ekki vera í viðræðunum. Eins og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, benti á í pistli sínum í Fréttablaðinu á laugardaginn, gætu ríkisstjórnir alltaf komið í veg fyrir þjóðaratkvæði ef mark væri takandi á þessum rökum. Í öðru lagi virðist stjórnin þeirrar skoðunar að verði yfirleitt haldin þjóðaratkvæðagreiðsla eigi að gera það seint á kjörtímabilinu. Ráðherrarnir eru afskaplega „afslappaðir“ yfir tímasetningu þjóðaratkvæðagreiðslu og vilja bíða eftir niðurstöðu skýrslu sem á að vinna um hvort og hvernig ESB lifi enn. Það er þeim þá í hag að það taki sem lengstan tíma að vinna þá skýrslu. Í þriðja lagi – og það er kostulegast – hafa þrír ráðherrar haldið því fram að verði á annað borð haldin þjóðaratkvæðagreiðsla eigi ekki að spyrja hvort halda eigi aðildarviðræðunum áfram, eins og menn sögðu fyrir kosningar, heldur hvort fólk vilji ganga í ESB eða ekki. Gunnar Bragi var fyrstur til að viðra þessa hugmynd, næstur kom Illugi Gunnarsson og um helgina bættist forsætisráðherrann í hópinn. „Sú atkvæðagreiðsla ætti að sjálfsögðu að snúast um það hvort að menn vilji yfir höfuð ganga í Evrópusambandið eða ekki,“ sagði Sigmundur Davíð í fréttum RÚV. Þetta er því miður bara enn ein taktík ríkisstjórnarinnar til að drepa þessu máli á dreif. Enginn ráðherranna hefur látið það fylgja sögunni hvernig þjóðin á að geta gert upp hug sinn til aðildar að ESB án þess að sjá aðildarsamninginn. Engin þjóð hefur greitt atkvæði um aðild að ESB án þess að gerð aðildarsamnings hafi verið lokið. Forystumenn ESB segjast reiðubúnir að finna lausnir á sérstöðu Íslands, meðal annars í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Hvernig á þjóðin að geta tekið afstöðu án þess að vita hverjar þær eru? Þetta mál er ósköp einfalt. Það á að spyrja þjóðina hvort halda eigi aðildarviðræðunum áfram eður ei. Og það á að gera það sem fyrst, til dæmis í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Þannig stendur ríkisstjórnin bæði við það sem forystumenn hennar sögðu fyrir kosningar og gætir hagsmuna Íslands með því að draga Evrópusambandið ekki of lengi á svari.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun