Búinn að bíða lengi eftir þessum degi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. janúar 2014 16:00 Þau spila með Sinfóníunni í kvöld undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar; Sölvi, Baldvin, Rannveig og Björg. Fréttablaðið/GVA Einleikarar kvöldsins með Sinfóníunni eiga það sameiginlegt að vera í tónlistarnámi og hafa verið valdir gegnum einleikarakeppni sem Listaháskólinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands stóðu fyrir. Þetta eru Baldvin I. Tryggvason sem spilar á klarinettu, Björg Brjánsdóttir á flautu, Rannveig Marta Sarc á fiðlu og Sölvi Kolbeinsson á saxófón. „Ég er búinn að bíða lengi eftir þessum degi,“ segir Sölvi sem þó er bara 17 ára. Hann er nemandi bæði í Tónlistarskólanum í Reykjavík og MH. Í kvöld ætlar hann að spila konsert fyrir alt-saxófón og strengjahljómsveit eftir Alexander Glazunov, stykki sem hann spilaði fyrst fyrir nokkrum misserum og æfði upp aftur fyrir einleikarakeppnina. Spurður hvort hann sé í músík líka í MH svarar hann: „Ég fæ metið þar það sem ég geri í Tónlistarskólanum og svo spila ég í húsbandinu.“ „Þetta verður örugglega góð reynsla og skemmtileg,“ segir Marta sem tekst á við fiðlukonsert eftir J. Sibelius í kvöld. Hún nemur líka við Tónlistarskólann í Reykjavík og ætlar að útskrifast í vor, bæði þaðan og frá MH. Svo hyggst hún drífa sig til Bandaríkjanna í frekara tónlistarnám og býst við að fara þangað í prufuspil í vor. Eins og Sölvi hefur Marta komið fram á jólatónleikum Sinfóníunnar. „En þetta er alvöru verk og mun meira krefjandi,“ segir hún. Baldvin segir kvöldið leggjast vel í sig. „Þetta verður bara fjör,“ segir hann. Baldvin er á þriðja og síðasta ári í Listaháskólanum og útskrifast í maí, eftir það stefnir hann út fyrir landsteinana til náms. Skyldi hann vera vanur að spila með stórri hljómsveit? „Ekki einleik, nei, það hef ég aldrei gert áður,“ svarar Baldvin sem ætlar að spila klarínettukonsert eftir Aaron Copland í kvöld. „Ég er búinn að spila þetta stykki í um það bil ár og ætti að kunna það ágætlega,“ segir hann. Björg ætlar að leika konsert fyrir flautu og hljómsveit eftir Carl Nielsen. Hún kemur frá útlöndum gagngert til að spila í kvöld því hún er nemandi á öðru ári við Tónlistarháskóla Noregs í Ósló. Samhliða því lærir hún líkamstækni fyrir tónlistarmenn sem hún er fullviss um að eigi eftir að nýtast henni vel. „Þetta er kennaranám sem ég er hálfnuð með og er að fara í æfingakennslu núna í janúar.“ Björg spilaði með sinfóníunni tíu ára á jólatónleikum. „Það var í Háskólabíói en það er allt annað að vera í Hörpunni,“ segir hún og kveðst vona innilega að einhverjir mæti í kvöld, hvernig sem handboltinn fari. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Einleikarar kvöldsins með Sinfóníunni eiga það sameiginlegt að vera í tónlistarnámi og hafa verið valdir gegnum einleikarakeppni sem Listaháskólinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands stóðu fyrir. Þetta eru Baldvin I. Tryggvason sem spilar á klarinettu, Björg Brjánsdóttir á flautu, Rannveig Marta Sarc á fiðlu og Sölvi Kolbeinsson á saxófón. „Ég er búinn að bíða lengi eftir þessum degi,“ segir Sölvi sem þó er bara 17 ára. Hann er nemandi bæði í Tónlistarskólanum í Reykjavík og MH. Í kvöld ætlar hann að spila konsert fyrir alt-saxófón og strengjahljómsveit eftir Alexander Glazunov, stykki sem hann spilaði fyrst fyrir nokkrum misserum og æfði upp aftur fyrir einleikarakeppnina. Spurður hvort hann sé í músík líka í MH svarar hann: „Ég fæ metið þar það sem ég geri í Tónlistarskólanum og svo spila ég í húsbandinu.“ „Þetta verður örugglega góð reynsla og skemmtileg,“ segir Marta sem tekst á við fiðlukonsert eftir J. Sibelius í kvöld. Hún nemur líka við Tónlistarskólann í Reykjavík og ætlar að útskrifast í vor, bæði þaðan og frá MH. Svo hyggst hún drífa sig til Bandaríkjanna í frekara tónlistarnám og býst við að fara þangað í prufuspil í vor. Eins og Sölvi hefur Marta komið fram á jólatónleikum Sinfóníunnar. „En þetta er alvöru verk og mun meira krefjandi,“ segir hún. Baldvin segir kvöldið leggjast vel í sig. „Þetta verður bara fjör,“ segir hann. Baldvin er á þriðja og síðasta ári í Listaháskólanum og útskrifast í maí, eftir það stefnir hann út fyrir landsteinana til náms. Skyldi hann vera vanur að spila með stórri hljómsveit? „Ekki einleik, nei, það hef ég aldrei gert áður,“ svarar Baldvin sem ætlar að spila klarínettukonsert eftir Aaron Copland í kvöld. „Ég er búinn að spila þetta stykki í um það bil ár og ætti að kunna það ágætlega,“ segir hann. Björg ætlar að leika konsert fyrir flautu og hljómsveit eftir Carl Nielsen. Hún kemur frá útlöndum gagngert til að spila í kvöld því hún er nemandi á öðru ári við Tónlistarháskóla Noregs í Ósló. Samhliða því lærir hún líkamstækni fyrir tónlistarmenn sem hún er fullviss um að eigi eftir að nýtast henni vel. „Þetta er kennaranám sem ég er hálfnuð með og er að fara í æfingakennslu núna í janúar.“ Björg spilaði með sinfóníunni tíu ára á jólatónleikum. „Það var í Háskólabíói en það er allt annað að vera í Hörpunni,“ segir hún og kveðst vona innilega að einhverjir mæti í kvöld, hvernig sem handboltinn fari.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira