Calvin Klein verður meðal fyrirlesara HönnunarMars Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. janúar 2014 08:30 Mynd/Steven Klein Bandaríski fatahönnuðurinn Calvin Klein mun flytja erindi á „DesignTalks“-fyrirlestradegi Hönnunarmiðstöðvar á HönnunarMars 27. mars næstkomandi. Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars, er gríðarlega spenntur fyrir stóra deginum. „Við vorum að leita að einhverjum sem gæti talað um stefnumótun fyrirtækis í áraraðir og hugsanlega stefnumótun þess að draga sig í hlé sem er mjög áhugavert,“ segir Greipur. „Calvin kom auðvitað strax upp í hugann og við nýttum persónulega vináttu og tengsl sem virkaði – spiluðum bara Íslandsspilinu,“ útskýrir Greipur, léttur í bragði. Calvin Klein ætti að vera flestum kunnugur en hann hefur um árabil verið einn fremsti fatahönnuður og ilmvatnsframleiðandi heims. Í erindi sínu á fyrirlestradeginum í Hörpu mun hann meðal annars fjalla um stefnumótun og aðferðir á ólíkum stigum starfsferils síns og mikilvægi samvinnu þvert á hönnunargreinar. „Fyrirlestradagurinn á HönnunarMars er að verða mikilvægasti vettvangur umræðu um framtíðina á sviði hönnunar á Íslandi en honum er líka ætlað að gefa öðrum geirum tækifæri til að kynna sér mátt hennar í rekstri fyrirtækja, sveitarfélaga og jafnvel þjóða. Þar verða fyrirlestrar Wong, Firth og Steinberg mjög áhugaverðir,“ bætir Greipur en við, en ásamt Calvin Klein verða fyrirlesarar þau Robert Wong hjá Google Creative Lab, Kathryn Firth, arkitekt og hönnunarstjóri hjá London Legacy Development Corporation, Mikael Schiller, stofnandi sænska fatamerkisins Acne Studios, og Marco Steinberg, fyrrverandi stjórnandi Helsinki Design Lab. „Það verður auðvitað gaman að heyra í öllum en ég reikna með að Calvin eigi eftir að geta skilið kjarna byggðan á reynslu frá hismi sem oft virðist einkenna umræðuna,“ segir Greipur að lokum. Miðasala á fyrirlestradaginn hefst í dag á midi.isCalvin Klein stofnaði fyrirtækið Calvin Klein Inc. ásamt æskuvini sínum árið 1968. Frá stofnun hefur fyrirtækið verið forystuafl í tískuheiminum og táknberi fyrir einfaldleika og fágun. Auk fatnaðar, framleiðir fyrirtækið ilmvötn og húsbúnað.Í nálgun sinni leggur Klein áherslu á að hanna nýja hluti sem hæfa nútímamanninum og heimili hans.Calvin Klein er meðal þekktustu vörumerkja heimsins og er virði merkisins metið á yfir 7 milljarða Bandaríkjadollara. HönnunarMars Mest lesið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Bandaríski fatahönnuðurinn Calvin Klein mun flytja erindi á „DesignTalks“-fyrirlestradegi Hönnunarmiðstöðvar á HönnunarMars 27. mars næstkomandi. Greipur Gíslason, verkefnastjóri HönnunarMars, er gríðarlega spenntur fyrir stóra deginum. „Við vorum að leita að einhverjum sem gæti talað um stefnumótun fyrirtækis í áraraðir og hugsanlega stefnumótun þess að draga sig í hlé sem er mjög áhugavert,“ segir Greipur. „Calvin kom auðvitað strax upp í hugann og við nýttum persónulega vináttu og tengsl sem virkaði – spiluðum bara Íslandsspilinu,“ útskýrir Greipur, léttur í bragði. Calvin Klein ætti að vera flestum kunnugur en hann hefur um árabil verið einn fremsti fatahönnuður og ilmvatnsframleiðandi heims. Í erindi sínu á fyrirlestradeginum í Hörpu mun hann meðal annars fjalla um stefnumótun og aðferðir á ólíkum stigum starfsferils síns og mikilvægi samvinnu þvert á hönnunargreinar. „Fyrirlestradagurinn á HönnunarMars er að verða mikilvægasti vettvangur umræðu um framtíðina á sviði hönnunar á Íslandi en honum er líka ætlað að gefa öðrum geirum tækifæri til að kynna sér mátt hennar í rekstri fyrirtækja, sveitarfélaga og jafnvel þjóða. Þar verða fyrirlestrar Wong, Firth og Steinberg mjög áhugaverðir,“ bætir Greipur en við, en ásamt Calvin Klein verða fyrirlesarar þau Robert Wong hjá Google Creative Lab, Kathryn Firth, arkitekt og hönnunarstjóri hjá London Legacy Development Corporation, Mikael Schiller, stofnandi sænska fatamerkisins Acne Studios, og Marco Steinberg, fyrrverandi stjórnandi Helsinki Design Lab. „Það verður auðvitað gaman að heyra í öllum en ég reikna með að Calvin eigi eftir að geta skilið kjarna byggðan á reynslu frá hismi sem oft virðist einkenna umræðuna,“ segir Greipur að lokum. Miðasala á fyrirlestradaginn hefst í dag á midi.isCalvin Klein stofnaði fyrirtækið Calvin Klein Inc. ásamt æskuvini sínum árið 1968. Frá stofnun hefur fyrirtækið verið forystuafl í tískuheiminum og táknberi fyrir einfaldleika og fágun. Auk fatnaðar, framleiðir fyrirtækið ilmvötn og húsbúnað.Í nálgun sinni leggur Klein áherslu á að hanna nýja hluti sem hæfa nútímamanninum og heimili hans.Calvin Klein er meðal þekktustu vörumerkja heimsins og er virði merkisins metið á yfir 7 milljarða Bandaríkjadollara.
HönnunarMars Mest lesið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira