Stín með uglur á kaffibollann Marín Manda skrifar 17. janúar 2014 15:00 Erna Kristín Stefánsdóttir hyggst halda áfram að teikna og jafnvel koma listinni út fyrir landsteinanna. fréttabladid/valli „Ég var búin að teikna upp öll dýrin mín áður en ég byrjaði að teikna uglur en það var svo mikill hópþrýstingur að ég ákvað að stökkva á ugluæðið sem gekk um veraldarvefinn og sé alls ekki eftir því,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir þegar talið berst að uglu áhugann á Íslandi. „Ég held mig við minn stíl og hef ekki sótt innblástur til annarra íslenskra hönnuða en það hafa að sjálfsögðu margir verið að teikna með sugar-owl- og aztec-stílnum.“ Erna Kristín selur verk sín undir nafninu Stín á Facebook en hún hefur verið að teikna ýmislegt annað með pennanum. Í barnaherbergin hafa kanínur, pandabirnir og fílar meðal annars verið vinsæl en nýjasta verkefnið eru uglur á bolla undir te eða kaffi. Erna Kristín er að læra guðfræði við Háskóla Íslands og býr á Selfossi. Hún segir að oft geti verið áskorun að fara á milli yfir háveturinn en að allt sé mögulegt sé viljinn fyrir hendi. „Ef maður er í skemmtilegu námi er maður ekkert að pæla í þessari heiði, maður fær sér bara gott kaffi og hlustar á tónlist og þá er maður kominn á leiðarenda.“ Áhuginn á listinni hefur alltaf verið til staðar en Erna Kristín hefur einungis tekið tvo teikniáfanga í myndlistarskólanum og segir þetta aðallega vera dund sem hún þó óskar að stækka, selja í fleiri búðum og jafnvel flytja verkin út fyrir landsteinana. „Ég er ekki bara að horfa á Ísland því ég er búin að selja verk til Rómar, Kaupmannahafnar og Finnlands.“Hér á landi fást verkin hennar í versluninni Kauptúninu á Akureyri, Kaupstaður.is og undir Stín á Facebook.Erna Kristín vann bollana í samvinnu við Merkt.is Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Ég var búin að teikna upp öll dýrin mín áður en ég byrjaði að teikna uglur en það var svo mikill hópþrýstingur að ég ákvað að stökkva á ugluæðið sem gekk um veraldarvefinn og sé alls ekki eftir því,“ segir Erna Kristín Stefánsdóttir þegar talið berst að uglu áhugann á Íslandi. „Ég held mig við minn stíl og hef ekki sótt innblástur til annarra íslenskra hönnuða en það hafa að sjálfsögðu margir verið að teikna með sugar-owl- og aztec-stílnum.“ Erna Kristín selur verk sín undir nafninu Stín á Facebook en hún hefur verið að teikna ýmislegt annað með pennanum. Í barnaherbergin hafa kanínur, pandabirnir og fílar meðal annars verið vinsæl en nýjasta verkefnið eru uglur á bolla undir te eða kaffi. Erna Kristín er að læra guðfræði við Háskóla Íslands og býr á Selfossi. Hún segir að oft geti verið áskorun að fara á milli yfir háveturinn en að allt sé mögulegt sé viljinn fyrir hendi. „Ef maður er í skemmtilegu námi er maður ekkert að pæla í þessari heiði, maður fær sér bara gott kaffi og hlustar á tónlist og þá er maður kominn á leiðarenda.“ Áhuginn á listinni hefur alltaf verið til staðar en Erna Kristín hefur einungis tekið tvo teikniáfanga í myndlistarskólanum og segir þetta aðallega vera dund sem hún þó óskar að stækka, selja í fleiri búðum og jafnvel flytja verkin út fyrir landsteinana. „Ég er ekki bara að horfa á Ísland því ég er búin að selja verk til Rómar, Kaupmannahafnar og Finnlands.“Hér á landi fást verkin hennar í versluninni Kauptúninu á Akureyri, Kaupstaður.is og undir Stín á Facebook.Erna Kristín vann bollana í samvinnu við Merkt.is
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira