Konur vilja láta koma illa fram við sig 17. janúar 2014 06:00 Ég sat á fjölsóttum skyndibitastað á dögunum með dóttur minni. Á næsta borði sátu þrír ungir karlmenn. Án þess að reyna það heyrði ég hvert einasta orð sem þeir sögðu. „Konur vilja láta koma illa fram við sig. Ef maður kemur vel fram við þær verður maður vinur þeirra,“ sagði einn karlmannanna. Hinir tóku undir. Mér var svo létt að heyra þetta. Verst var að dóttir mín var nýbúin að bregða sér í leikherbergið þannig að hún missti því miður af þessum gullkornum. Mér var létt því ég var búin að standa í þeirri trú að karlmenn héldu virkilega að við konur nærðumst á gullhömrum og að þeir menn sem við heilluðumst af ættu að virða okkur og styðja við bakið á okkur í gegnum þykkt og þunnt. Auðvitað viljum við það ekki! Þegar ég fer í saumaklúbb tala ég aldrei um hvað kærastinn minn er ljúfur, góður eða yndislegur við mig. Og það gera vinkonur mínar ekki heldur. Af hverju ætti okkur að finnast það heillandi? Á þessum mannamótum muntu aldrei heyra setningar á borð við: „Hann Jói minn var svo dásamlegur í gær. Þegar ég kom heim var hann búinn að láta renna í heitt bað því hann vissi að dagurinn var búinn að vera erfiður hjá mér,“ eða „Hann Maggi er draumamaðurinn minn. Ég elska hann því hann tekur mér eins og ég er og hefur óbilandi trú á mér.“ Ó, nei. Það er miklu líklegra að eftirfarandi orð séu látin falla: „Það sem ég elska mest í fari Nonna er að hann setur út á hvert einasta smáatriði í fari mínu og heldur mér þannig í fangelsi kúgunar allan ársins hring. Ó, þvílík blessun sem þessi maður er. Ég á ekkert betra skilið.“ Eða: „Ég fíla fátt meira en þegar maðurinn minn drekkur sig fullan og byrjar að úthúða mér. Og við skulum ekki einu sinni ræða það þegar hann leggur hendur á mig. Sexí!“ Ég vona svo heitt og innilega að næst þegar þessir ungu herramenn verða á vegi mínum geti þeir frætt dóttur mína um hvað konur vilja í raun og veru. Sagði enginn – aldrei! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Ég sat á fjölsóttum skyndibitastað á dögunum með dóttur minni. Á næsta borði sátu þrír ungir karlmenn. Án þess að reyna það heyrði ég hvert einasta orð sem þeir sögðu. „Konur vilja láta koma illa fram við sig. Ef maður kemur vel fram við þær verður maður vinur þeirra,“ sagði einn karlmannanna. Hinir tóku undir. Mér var svo létt að heyra þetta. Verst var að dóttir mín var nýbúin að bregða sér í leikherbergið þannig að hún missti því miður af þessum gullkornum. Mér var létt því ég var búin að standa í þeirri trú að karlmenn héldu virkilega að við konur nærðumst á gullhömrum og að þeir menn sem við heilluðumst af ættu að virða okkur og styðja við bakið á okkur í gegnum þykkt og þunnt. Auðvitað viljum við það ekki! Þegar ég fer í saumaklúbb tala ég aldrei um hvað kærastinn minn er ljúfur, góður eða yndislegur við mig. Og það gera vinkonur mínar ekki heldur. Af hverju ætti okkur að finnast það heillandi? Á þessum mannamótum muntu aldrei heyra setningar á borð við: „Hann Jói minn var svo dásamlegur í gær. Þegar ég kom heim var hann búinn að láta renna í heitt bað því hann vissi að dagurinn var búinn að vera erfiður hjá mér,“ eða „Hann Maggi er draumamaðurinn minn. Ég elska hann því hann tekur mér eins og ég er og hefur óbilandi trú á mér.“ Ó, nei. Það er miklu líklegra að eftirfarandi orð séu látin falla: „Það sem ég elska mest í fari Nonna er að hann setur út á hvert einasta smáatriði í fari mínu og heldur mér þannig í fangelsi kúgunar allan ársins hring. Ó, þvílík blessun sem þessi maður er. Ég á ekkert betra skilið.“ Eða: „Ég fíla fátt meira en þegar maðurinn minn drekkur sig fullan og byrjar að úthúða mér. Og við skulum ekki einu sinni ræða það þegar hann leggur hendur á mig. Sexí!“ Ég vona svo heitt og innilega að næst þegar þessir ungu herramenn verða á vegi mínum geti þeir frætt dóttur mína um hvað konur vilja í raun og veru. Sagði enginn – aldrei!
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun