Kynjamyndir í musteri menningar Saga Garðarsdóttir skrifar 27. janúar 2014 07:00 Ég starfa um þessar mundir í menningarstofnun í eigu þjóðarinnar, Þjóðleikhúsinu. Þangað koma um 111.000 þúsund manns árlega. Áhrif leikhúss eru meiri en rúmast í einni leiksýningu því umhverfið allt er heillandi og áhugavert. Í leikhúsinu eru margar myndir; gömul málverk og ljósmyndir af leikhússtjórum eða leikurum, en einnig höggmyndir með sömu mótíf. Konur eru í meirihluta leikhúsgesta og meðal þeirra eru ungar stelpur með ómótaða sjálfsmynd og hetjudrauma. Ég setti mig í spor sex ára stelpu sem fer í vettvangsferð um húsið áður en hún sér eitthvað eftir Thorbjörn Egner. Á vegi mínum verður 171 karl á málverkum og ljósmyndum og 89 konur, á plakötum eru 35 karlar en bara 12 konur. Brjóstmyndir, sem ættu samkvæmt nafninu að vera tilvaldar til að rétta hlut kvenna, eru 11 og allar af körlum. Í flokki lágmynda eru karlar fjórir en konur fimm. Við nánari athugun eru fjórar af þessum fimm konum nafnlausar listagyðjur með brjóstin úti. Og þó betra sé að hafa fyrirmyndir en ekki, eru það óneitanlega hæpin skilaboð til stúlkna að vænlegast til árangurs í listum sé að vera sæt og inspírerandi allsber. Því miður má gefa sér að jafn skökk hetjuhlutföll séu í skreytingum annarra opinberra menningarstofnana. Ef mynd segir meira en þúsund orð (gefum okkur 1001 orð) eru það 221.221 orð, rúmlega tvær doktorsritgerðir um ágæti karlmannsins, en einungis 106.106 orð, lengd meðalskáldsögu, um konur. Sem mótvægi við skilaboðum myndanna mætti því hengja upp 115.115 hvetjandi geðorð í skrautskrift fyrir stelpur. Það eru mjög mörg geðorð, eiginlega ógeðslega mörg og harla ólíklegt að nokkur sex ára stelpa hafi geð í sér til að lesa þau öll. En óttist ei, ég hef með mjög óvísindalegum aðferðum fundið lausn sem ætti að hvetja opinberar stofnanirnar til að bæta sig og stúlkur til að styrkja sig; Sett verði lög um að allar stelpur með sjálfsmynd í mótun, c.a. 3-96 ára, fái afhenta vaxliti í anddyrum þeirra opinberu stofnana þar sem hetjuskekkju gætir. Þar megi þær, lögum samkvæmt, teikna mynd af sjálfri sér hvar sem þeim sýnist. Það ætti að kenna þeim! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Saga Garðarsdóttir Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun
Ég starfa um þessar mundir í menningarstofnun í eigu þjóðarinnar, Þjóðleikhúsinu. Þangað koma um 111.000 þúsund manns árlega. Áhrif leikhúss eru meiri en rúmast í einni leiksýningu því umhverfið allt er heillandi og áhugavert. Í leikhúsinu eru margar myndir; gömul málverk og ljósmyndir af leikhússtjórum eða leikurum, en einnig höggmyndir með sömu mótíf. Konur eru í meirihluta leikhúsgesta og meðal þeirra eru ungar stelpur með ómótaða sjálfsmynd og hetjudrauma. Ég setti mig í spor sex ára stelpu sem fer í vettvangsferð um húsið áður en hún sér eitthvað eftir Thorbjörn Egner. Á vegi mínum verður 171 karl á málverkum og ljósmyndum og 89 konur, á plakötum eru 35 karlar en bara 12 konur. Brjóstmyndir, sem ættu samkvæmt nafninu að vera tilvaldar til að rétta hlut kvenna, eru 11 og allar af körlum. Í flokki lágmynda eru karlar fjórir en konur fimm. Við nánari athugun eru fjórar af þessum fimm konum nafnlausar listagyðjur með brjóstin úti. Og þó betra sé að hafa fyrirmyndir en ekki, eru það óneitanlega hæpin skilaboð til stúlkna að vænlegast til árangurs í listum sé að vera sæt og inspírerandi allsber. Því miður má gefa sér að jafn skökk hetjuhlutföll séu í skreytingum annarra opinberra menningarstofnana. Ef mynd segir meira en þúsund orð (gefum okkur 1001 orð) eru það 221.221 orð, rúmlega tvær doktorsritgerðir um ágæti karlmannsins, en einungis 106.106 orð, lengd meðalskáldsögu, um konur. Sem mótvægi við skilaboðum myndanna mætti því hengja upp 115.115 hvetjandi geðorð í skrautskrift fyrir stelpur. Það eru mjög mörg geðorð, eiginlega ógeðslega mörg og harla ólíklegt að nokkur sex ára stelpa hafi geð í sér til að lesa þau öll. En óttist ei, ég hef með mjög óvísindalegum aðferðum fundið lausn sem ætti að hvetja opinberar stofnanirnar til að bæta sig og stúlkur til að styrkja sig; Sett verði lög um að allar stelpur með sjálfsmynd í mótun, c.a. 3-96 ára, fái afhenta vaxliti í anddyrum þeirra opinberu stofnana þar sem hetjuskekkju gætir. Þar megi þær, lögum samkvæmt, teikna mynd af sjálfri sér hvar sem þeim sýnist. Það ætti að kenna þeim!
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun