Vandi sem ekki á að þegja um Ólafur Þ. Stephensen skrifar 5. febrúar 2014 07:00 Fréttablaðið og Stöð 2 hafa undanfarna daga sagt fréttir af auknu ofbeldi og einelti gegn kennurum og öðru starfsfólki í grunnskólum.Í Fréttablaðinu á mánudag var rætt við Guðbjörgu Ragnarsdóttur, varaformann Félags grunnskólakennara, sem segir ofbeldi gegn kennurum meira en áður, þótt ekki sé það algengt. Dæmi séu um að sjái á kennurum eftir nemendur þeirra og að þeir hafi þurft að leita læknis og taka sér veikindaleyfi. Kennarar mæta líka í einhverjum tilvikum andlegu ofbeldi eða einelti. Guðbjörg segir frá því að það færist í vöxt að nemendur bregði snjallsímunum sínum á loft í kennslustofunni og taki upp þegar kennarar brýna raustina, en þá fylgi sjaldnast með það sem á undan hafi farið, þar sem nemendur hafi jafnvel markvisst reynt að reita kennarann til reiði. Um þetta sagði Edda Kjartansdóttir, ritstjóri Krítarinnar, vefrits um skólamál, í fréttum Stöðvar 2 á mánudaginn að það væri að sjálfsögðu erfitt fyrir kennara að halda virðingu í bekk ef verið væri að hlæja að honum á internetinu. Þetta er ekki góð þróun. Margir hafa á undanförnum árum vaknað til vitundar um þá meinsemd sem ofbeldi og einelti er í skólakerfinu, en vitundarvakningin hefur aðallega snúizt um að vernda börn fyrir slíku athæfi og tryggja að tekið sé á því ef það kemur upp. Þess eru dæmi að kennarar beiti börn ofbeldi eða leggi þau í einelti og slíkt á að sjálfsögðu ekki að líðast. Dæmin þar sem kennarar verða fyrir ofbeldi af hálfu nemenda sinna hafa hins vegar ekki fengið jafnmikla athygli og ýmislegt bendir til að slíkt sé óskaplegt feimnismál. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við kennara – sem ekki vildi koma fram undir nafni – um grófa árás sem hún varð fyrir af hálfu nemanda síns. Konan upplifði úrræðaleysi og þöggun; nemandinn, sem átti vissulega við sín vandamál að stríða, hélt bekknum áfram í heljargreipum þegar hann fékk reiðiköst. Kennarinn hrökklaðist að lokum úr starfi og það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á því að vinnufriður annarra barna í bekknum hefur ekki verið mikill. Hættan á að kennarar verði fyrir líkamlegu ofbeldi hefur að öllum líkindum aukizt eftir að börn með ýmiss konar alvarlegar geðraskanir fóru að sitja í tímum með öðrum undir merkjum stefnunnar um skóla án aðgreiningar. Snjallsímavæðingin býr til annars konar og í raun óskylt vandamál, en þýðir að einelti sem kennarar verða stundum fyrir kemst á nýtt stig. Foreldrar eru orðnir afskaplega vel meðvitaðir um rétt barna sinna í skólanum, sé á þau hallað. En skólinn verður ekki góður vinnustaður nema líka sé gætt að rétti og vellíðan kennara og annars starfsfólks, sem glímir við æ flóknari veruleika í starfi sínu. Skólinn leysir vandann ekki einn; það er til dæmis hlutverk foreldra að kenna fólki aga og almenna kurteisi. Svo mikið er alltént víst að það hjálpar alls ekki að grafa vandamálið og tala ekki um það. Þessi tegund af einelti og ofbeldi þarf líka að koma upp á yfirborðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun
Fréttablaðið og Stöð 2 hafa undanfarna daga sagt fréttir af auknu ofbeldi og einelti gegn kennurum og öðru starfsfólki í grunnskólum.Í Fréttablaðinu á mánudag var rætt við Guðbjörgu Ragnarsdóttur, varaformann Félags grunnskólakennara, sem segir ofbeldi gegn kennurum meira en áður, þótt ekki sé það algengt. Dæmi séu um að sjái á kennurum eftir nemendur þeirra og að þeir hafi þurft að leita læknis og taka sér veikindaleyfi. Kennarar mæta líka í einhverjum tilvikum andlegu ofbeldi eða einelti. Guðbjörg segir frá því að það færist í vöxt að nemendur bregði snjallsímunum sínum á loft í kennslustofunni og taki upp þegar kennarar brýna raustina, en þá fylgi sjaldnast með það sem á undan hafi farið, þar sem nemendur hafi jafnvel markvisst reynt að reita kennarann til reiði. Um þetta sagði Edda Kjartansdóttir, ritstjóri Krítarinnar, vefrits um skólamál, í fréttum Stöðvar 2 á mánudaginn að það væri að sjálfsögðu erfitt fyrir kennara að halda virðingu í bekk ef verið væri að hlæja að honum á internetinu. Þetta er ekki góð þróun. Margir hafa á undanförnum árum vaknað til vitundar um þá meinsemd sem ofbeldi og einelti er í skólakerfinu, en vitundarvakningin hefur aðallega snúizt um að vernda börn fyrir slíku athæfi og tryggja að tekið sé á því ef það kemur upp. Þess eru dæmi að kennarar beiti börn ofbeldi eða leggi þau í einelti og slíkt á að sjálfsögðu ekki að líðast. Dæmin þar sem kennarar verða fyrir ofbeldi af hálfu nemenda sinna hafa hins vegar ekki fengið jafnmikla athygli og ýmislegt bendir til að slíkt sé óskaplegt feimnismál. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var rætt við kennara – sem ekki vildi koma fram undir nafni – um grófa árás sem hún varð fyrir af hálfu nemanda síns. Konan upplifði úrræðaleysi og þöggun; nemandinn, sem átti vissulega við sín vandamál að stríða, hélt bekknum áfram í heljargreipum þegar hann fékk reiðiköst. Kennarinn hrökklaðist að lokum úr starfi og það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á því að vinnufriður annarra barna í bekknum hefur ekki verið mikill. Hættan á að kennarar verði fyrir líkamlegu ofbeldi hefur að öllum líkindum aukizt eftir að börn með ýmiss konar alvarlegar geðraskanir fóru að sitja í tímum með öðrum undir merkjum stefnunnar um skóla án aðgreiningar. Snjallsímavæðingin býr til annars konar og í raun óskylt vandamál, en þýðir að einelti sem kennarar verða stundum fyrir kemst á nýtt stig. Foreldrar eru orðnir afskaplega vel meðvitaðir um rétt barna sinna í skólanum, sé á þau hallað. En skólinn verður ekki góður vinnustaður nema líka sé gætt að rétti og vellíðan kennara og annars starfsfólks, sem glímir við æ flóknari veruleika í starfi sínu. Skólinn leysir vandann ekki einn; það er til dæmis hlutverk foreldra að kenna fólki aga og almenna kurteisi. Svo mikið er alltént víst að það hjálpar alls ekki að grafa vandamálið og tala ekki um það. Þessi tegund af einelti og ofbeldi þarf líka að koma upp á yfirborðið.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun