Sagður vera næsti Ari Eldjárn Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. febrúar 2014 10:00 „Ég hef verið að fá símtöl eftir þáttinn og þá hefur fólk verið að biðja mig um að segja brandara og svona,“ segir Fannar Halldór Sveinbjörnsson, tvítugur nemi á listabraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann vakti mikla lukku fyrir uppistand sitt í fyrsta þætti Ísland Got Talent og hefur myndbandið af honum verið skoðað tæplega átta þúsund sinnum á YouTube. Hann er af mörgum talinn vera næsti Ari Eldjárn. „Ég var mjög hissa að sjá þetta á YouTube og fannst skrítið að vera allt í einu að fá símtöl frá ókunnugu fólki í kjölfarið,“ segir Fannar Halldór. Hann segist vera mikill djókari og að ávallt sé stutt í grínið í kringum hann. Hann langar mikið til þess að feta grínbrautina í framtíðinni. „Mig langar að verða uppistandari og grínleikari. Annars er ég opinn fyrir ansi mörgu en get þó ekki spáð um framtíðina, ég er ekki miðill.“Fannar Halldór langar að feta grínbrautina í framtíðinni.fréttablaðið/gvaHann segir það ekki ólíklegt að hann muni setja inn grínmyndbönd á YouTube í kjölfar athyglinnar sem hann hefur fengið undanfarið. „Ég hef gaman af því að skemmta fólki og langar að gera meira af því. Það er alveg líklegt að ég fari að setja inn grínmyndbönd.“ Hans helstu fyrirmyndir í gríninu eru Laddi, Jim Carrey, Jeff Dunham og Jack Black ásamt fleirum. Ein fleygasta setning Fannars Halldórs í Ísland Got Talent er líklega þegar hann öskrar á dómarana „Come On!“ þegar þau hafa öll neitað honum. „Þetta kom bara ósjálfrátt, mér fannst dómararnir ekki hafa neinn húmor,“ segir Fannar Halldór aðspurður um setninguna fleygu. Hann bætir við að honum hafi þótt Bubbi vera of neikvæður. „Það er alltaf einn mjög erfiður dómari í svona þáttum eins og Simon Cowell í American Idol og Pierce Morgan úr Got Talent-þáttunum.“ Fannar Halldór, sem er upphaflega frá Ísafirði en nú búsettur í Reykjavík, er að fara að fá sér sitt fyrsta húðflúr. „Ég er að fara að fá mér flúr í febrúar og ætla að fá mér listamannslógóið mitt.“ Ísland Got Talent Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Fleiri fréttir Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Sjá meira
„Ég hef verið að fá símtöl eftir þáttinn og þá hefur fólk verið að biðja mig um að segja brandara og svona,“ segir Fannar Halldór Sveinbjörnsson, tvítugur nemi á listabraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hann vakti mikla lukku fyrir uppistand sitt í fyrsta þætti Ísland Got Talent og hefur myndbandið af honum verið skoðað tæplega átta þúsund sinnum á YouTube. Hann er af mörgum talinn vera næsti Ari Eldjárn. „Ég var mjög hissa að sjá þetta á YouTube og fannst skrítið að vera allt í einu að fá símtöl frá ókunnugu fólki í kjölfarið,“ segir Fannar Halldór. Hann segist vera mikill djókari og að ávallt sé stutt í grínið í kringum hann. Hann langar mikið til þess að feta grínbrautina í framtíðinni. „Mig langar að verða uppistandari og grínleikari. Annars er ég opinn fyrir ansi mörgu en get þó ekki spáð um framtíðina, ég er ekki miðill.“Fannar Halldór langar að feta grínbrautina í framtíðinni.fréttablaðið/gvaHann segir það ekki ólíklegt að hann muni setja inn grínmyndbönd á YouTube í kjölfar athyglinnar sem hann hefur fengið undanfarið. „Ég hef gaman af því að skemmta fólki og langar að gera meira af því. Það er alveg líklegt að ég fari að setja inn grínmyndbönd.“ Hans helstu fyrirmyndir í gríninu eru Laddi, Jim Carrey, Jeff Dunham og Jack Black ásamt fleirum. Ein fleygasta setning Fannars Halldórs í Ísland Got Talent er líklega þegar hann öskrar á dómarana „Come On!“ þegar þau hafa öll neitað honum. „Þetta kom bara ósjálfrátt, mér fannst dómararnir ekki hafa neinn húmor,“ segir Fannar Halldór aðspurður um setninguna fleygu. Hann bætir við að honum hafi þótt Bubbi vera of neikvæður. „Það er alltaf einn mjög erfiður dómari í svona þáttum eins og Simon Cowell í American Idol og Pierce Morgan úr Got Talent-þáttunum.“ Fannar Halldór, sem er upphaflega frá Ísafirði en nú búsettur í Reykjavík, er að fara að fá sér sitt fyrsta húðflúr. „Ég er að fara að fá mér flúr í febrúar og ætla að fá mér listamannslógóið mitt.“
Ísland Got Talent Mest lesið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Fleiri fréttir Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Sjá meira