Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 09:00 Engin svör fást hjá fangelsinu eða lögregluyfirvöldum í Horsens um af hverju Hjördís var skyndilega sett aftur í gæsluvarðhald. Ekki er vitað til þess að dómsúrskurður liggi fyrir. Nordicphotos/AFP Þegar Hjördís Svan Aðalheiðardóttir mætti á lögreglustöð til að tilkynna sig í gærmorgun, en hún er í farbanni í Horsens og ber að tilkynna sig á hverjum degi, var hún fyrirvaralaust sett í varðhald án útskýringa. Hún fékk að hringja eitt símtal, eins og vaninn er, en samkvæmt heimildum blaðsins veit hvorki Hjördís sjálf né aðstandendur hennar hvers vegna eða hve lengi hún verður höfð í varðhaldi. Enginn hefur heyrt í Hjördísi frá því í gærmorgun. Ekki hefur náðst í lögmenn Hjördísar á Íslandi til að fá útskýringar á handtökunni, sendiherrann í Kaupmannahöfn þekkti ekki til málsins og dönsk lögregluyfirvöld gefa engar upplýsingar, hvorki til blaðsins né aðstandenda. Danskur lögmaður Hjördísar var ekki viðstaddur handtökuna og þekkti ekki til málsins þegar náðist í hann eftir hádegi í gær. Samkvæmt lögum má aðeins halda Hjördísi í 24 klukkustundir í varðhaldi án dómsúrskurðar en eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu krafðist saksóknari fjögurra vikna gæsluvarðhalds þegar Hjördís var leidd fyrir dómara í síðustu viku. Dómari hafnaði kröfunni og dæmdi Hjördísi í farbann. Saksóknari áfrýjaði málinu en ekki er vitað til þess að Landsréttur sé búinn að kveða upp úrskurð, að minnsta kosti hafa Hjördís, danskur lögmaður hennar og aðstandendur ekki verið upplýst um það.Hjördís Svan er nú stödd í Horsens og í farbanni þar en dætur hennar eru staddar hjá móðurfjölskyldu hennar í Reykjavík.Heimildir Fréttablaðsins herma að saksóknari hafi viljað gæsluvarðhald því að á meðan á því stæði yrðu börnin þrjú sótt til Íslands. Faðir barnanna, Kim Laursen, er forsjáraðili þeirra og að sögn lögmanns hans, Láru V. Júlíusdóttur, er ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir að hann komi til Íslands og sæki börnin án dómsúrskurðar. „Það er aftur á móti annað mál hvernig hann myndi nálgast stelpurnar, en hann gæti óskað aðstoðar lögreglu,“ segir Lára. Lára hefur áður sagt við Fréttablaðið að barnaverndarnefnd eigi að nálgast börnin og senda til Danmerkur. Lögmenn Hjördísar mótmæltu þessu í yfirlýsingu þar sem fram kemur að barnaverndaryfirvöld á Íslandi eigi ekki aðkomu að málinu enda sé enginn ágreiningur um að velferð barnanna sé borgið. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir því að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi eftirlit með börnunum og sé í samskiptum við móðurfjölskyldu Hjördísar, þar sem börnin dvelja. Framkvæmdastjóri barnaverndarnefndar gat ekki tjáð sig um einstök mál en sagði að almennt gæti verið í verkahring nefndarinnar að skoða hvort aðstæður væru í lagi þegar börn eru skilin eftir á Íslandi án forsjáraðila. Hjördís Svan Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira
Þegar Hjördís Svan Aðalheiðardóttir mætti á lögreglustöð til að tilkynna sig í gærmorgun, en hún er í farbanni í Horsens og ber að tilkynna sig á hverjum degi, var hún fyrirvaralaust sett í varðhald án útskýringa. Hún fékk að hringja eitt símtal, eins og vaninn er, en samkvæmt heimildum blaðsins veit hvorki Hjördís sjálf né aðstandendur hennar hvers vegna eða hve lengi hún verður höfð í varðhaldi. Enginn hefur heyrt í Hjördísi frá því í gærmorgun. Ekki hefur náðst í lögmenn Hjördísar á Íslandi til að fá útskýringar á handtökunni, sendiherrann í Kaupmannahöfn þekkti ekki til málsins og dönsk lögregluyfirvöld gefa engar upplýsingar, hvorki til blaðsins né aðstandenda. Danskur lögmaður Hjördísar var ekki viðstaddur handtökuna og þekkti ekki til málsins þegar náðist í hann eftir hádegi í gær. Samkvæmt lögum má aðeins halda Hjördísi í 24 klukkustundir í varðhaldi án dómsúrskurðar en eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu krafðist saksóknari fjögurra vikna gæsluvarðhalds þegar Hjördís var leidd fyrir dómara í síðustu viku. Dómari hafnaði kröfunni og dæmdi Hjördísi í farbann. Saksóknari áfrýjaði málinu en ekki er vitað til þess að Landsréttur sé búinn að kveða upp úrskurð, að minnsta kosti hafa Hjördís, danskur lögmaður hennar og aðstandendur ekki verið upplýst um það.Hjördís Svan er nú stödd í Horsens og í farbanni þar en dætur hennar eru staddar hjá móðurfjölskyldu hennar í Reykjavík.Heimildir Fréttablaðsins herma að saksóknari hafi viljað gæsluvarðhald því að á meðan á því stæði yrðu börnin þrjú sótt til Íslands. Faðir barnanna, Kim Laursen, er forsjáraðili þeirra og að sögn lögmanns hans, Láru V. Júlíusdóttur, er ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir að hann komi til Íslands og sæki börnin án dómsúrskurðar. „Það er aftur á móti annað mál hvernig hann myndi nálgast stelpurnar, en hann gæti óskað aðstoðar lögreglu,“ segir Lára. Lára hefur áður sagt við Fréttablaðið að barnaverndarnefnd eigi að nálgast börnin og senda til Danmerkur. Lögmenn Hjördísar mótmæltu þessu í yfirlýsingu þar sem fram kemur að barnaverndaryfirvöld á Íslandi eigi ekki aðkomu að málinu enda sé enginn ágreiningur um að velferð barnanna sé borgið. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir því að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi eftirlit með börnunum og sé í samskiptum við móðurfjölskyldu Hjördísar, þar sem börnin dvelja. Framkvæmdastjóri barnaverndarnefndar gat ekki tjáð sig um einstök mál en sagði að almennt gæti verið í verkahring nefndarinnar að skoða hvort aðstæður væru í lagi þegar börn eru skilin eftir á Íslandi án forsjáraðila.
Hjördís Svan Mest lesið Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Kveikti í konu í lest Erlent Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Fleiri fréttir Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Sjá meira