Hjördís Svan handtekin í gærmorgun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2014 09:00 Engin svör fást hjá fangelsinu eða lögregluyfirvöldum í Horsens um af hverju Hjördís var skyndilega sett aftur í gæsluvarðhald. Ekki er vitað til þess að dómsúrskurður liggi fyrir. Nordicphotos/AFP Þegar Hjördís Svan Aðalheiðardóttir mætti á lögreglustöð til að tilkynna sig í gærmorgun, en hún er í farbanni í Horsens og ber að tilkynna sig á hverjum degi, var hún fyrirvaralaust sett í varðhald án útskýringa. Hún fékk að hringja eitt símtal, eins og vaninn er, en samkvæmt heimildum blaðsins veit hvorki Hjördís sjálf né aðstandendur hennar hvers vegna eða hve lengi hún verður höfð í varðhaldi. Enginn hefur heyrt í Hjördísi frá því í gærmorgun. Ekki hefur náðst í lögmenn Hjördísar á Íslandi til að fá útskýringar á handtökunni, sendiherrann í Kaupmannahöfn þekkti ekki til málsins og dönsk lögregluyfirvöld gefa engar upplýsingar, hvorki til blaðsins né aðstandenda. Danskur lögmaður Hjördísar var ekki viðstaddur handtökuna og þekkti ekki til málsins þegar náðist í hann eftir hádegi í gær. Samkvæmt lögum má aðeins halda Hjördísi í 24 klukkustundir í varðhaldi án dómsúrskurðar en eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu krafðist saksóknari fjögurra vikna gæsluvarðhalds þegar Hjördís var leidd fyrir dómara í síðustu viku. Dómari hafnaði kröfunni og dæmdi Hjördísi í farbann. Saksóknari áfrýjaði málinu en ekki er vitað til þess að Landsréttur sé búinn að kveða upp úrskurð, að minnsta kosti hafa Hjördís, danskur lögmaður hennar og aðstandendur ekki verið upplýst um það.Hjördís Svan er nú stödd í Horsens og í farbanni þar en dætur hennar eru staddar hjá móðurfjölskyldu hennar í Reykjavík.Heimildir Fréttablaðsins herma að saksóknari hafi viljað gæsluvarðhald því að á meðan á því stæði yrðu börnin þrjú sótt til Íslands. Faðir barnanna, Kim Laursen, er forsjáraðili þeirra og að sögn lögmanns hans, Láru V. Júlíusdóttur, er ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir að hann komi til Íslands og sæki börnin án dómsúrskurðar. „Það er aftur á móti annað mál hvernig hann myndi nálgast stelpurnar, en hann gæti óskað aðstoðar lögreglu,“ segir Lára. Lára hefur áður sagt við Fréttablaðið að barnaverndarnefnd eigi að nálgast börnin og senda til Danmerkur. Lögmenn Hjördísar mótmæltu þessu í yfirlýsingu þar sem fram kemur að barnaverndaryfirvöld á Íslandi eigi ekki aðkomu að málinu enda sé enginn ágreiningur um að velferð barnanna sé borgið. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir því að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi eftirlit með börnunum og sé í samskiptum við móðurfjölskyldu Hjördísar, þar sem börnin dvelja. Framkvæmdastjóri barnaverndarnefndar gat ekki tjáð sig um einstök mál en sagði að almennt gæti verið í verkahring nefndarinnar að skoða hvort aðstæður væru í lagi þegar börn eru skilin eftir á Íslandi án forsjáraðila. Hjördís Svan Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Sjá meira
Þegar Hjördís Svan Aðalheiðardóttir mætti á lögreglustöð til að tilkynna sig í gærmorgun, en hún er í farbanni í Horsens og ber að tilkynna sig á hverjum degi, var hún fyrirvaralaust sett í varðhald án útskýringa. Hún fékk að hringja eitt símtal, eins og vaninn er, en samkvæmt heimildum blaðsins veit hvorki Hjördís sjálf né aðstandendur hennar hvers vegna eða hve lengi hún verður höfð í varðhaldi. Enginn hefur heyrt í Hjördísi frá því í gærmorgun. Ekki hefur náðst í lögmenn Hjördísar á Íslandi til að fá útskýringar á handtökunni, sendiherrann í Kaupmannahöfn þekkti ekki til málsins og dönsk lögregluyfirvöld gefa engar upplýsingar, hvorki til blaðsins né aðstandenda. Danskur lögmaður Hjördísar var ekki viðstaddur handtökuna og þekkti ekki til málsins þegar náðist í hann eftir hádegi í gær. Samkvæmt lögum má aðeins halda Hjördísi í 24 klukkustundir í varðhaldi án dómsúrskurðar en eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu krafðist saksóknari fjögurra vikna gæsluvarðhalds þegar Hjördís var leidd fyrir dómara í síðustu viku. Dómari hafnaði kröfunni og dæmdi Hjördísi í farbann. Saksóknari áfrýjaði málinu en ekki er vitað til þess að Landsréttur sé búinn að kveða upp úrskurð, að minnsta kosti hafa Hjördís, danskur lögmaður hennar og aðstandendur ekki verið upplýst um það.Hjördís Svan er nú stödd í Horsens og í farbanni þar en dætur hennar eru staddar hjá móðurfjölskyldu hennar í Reykjavík.Heimildir Fréttablaðsins herma að saksóknari hafi viljað gæsluvarðhald því að á meðan á því stæði yrðu börnin þrjú sótt til Íslands. Faðir barnanna, Kim Laursen, er forsjáraðili þeirra og að sögn lögmanns hans, Láru V. Júlíusdóttur, er ekkert sem ætti að standa í vegi fyrir að hann komi til Íslands og sæki börnin án dómsúrskurðar. „Það er aftur á móti annað mál hvernig hann myndi nálgast stelpurnar, en hann gæti óskað aðstoðar lögreglu,“ segir Lára. Lára hefur áður sagt við Fréttablaðið að barnaverndarnefnd eigi að nálgast börnin og senda til Danmerkur. Lögmenn Hjördísar mótmæltu þessu í yfirlýsingu þar sem fram kemur að barnaverndaryfirvöld á Íslandi eigi ekki aðkomu að málinu enda sé enginn ágreiningur um að velferð barnanna sé borgið. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir því að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hafi eftirlit með börnunum og sé í samskiptum við móðurfjölskyldu Hjördísar, þar sem börnin dvelja. Framkvæmdastjóri barnaverndarnefndar gat ekki tjáð sig um einstök mál en sagði að almennt gæti verið í verkahring nefndarinnar að skoða hvort aðstæður væru í lagi þegar börn eru skilin eftir á Íslandi án forsjáraðila.
Hjördís Svan Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Sjá meira