Þreytti frumraunina fyrir Marc Jacobs Álfrún Pálsdóttir skrifar 17. febrúar 2014 13:30 Kendall Jenner var ekki spéhrædd er hún sýndi nýjustu línu Marc Jacobs. Vísir/Getty Kendall Jenner þótti standa sig með prýði er hún gekk tískupallana á tískuvikunni í New York. Hún tók þátt í sýningu fatahönnuðarins Marcs Jacobs en þetta er í fyrsta sinn sem hún gengur pallana á tískuviku. Kendall Jenner er næstyngsta systir þeirra Kim, Khlóe og Kourtney Kardashian og er að reyna fyrir sér í fyrirsætubransanum. Hún þykir efnileg og vakti mikla athygli meðal gesta tískuvikunnar. Kendall Jenner er fræg fyrir þátttöku sína í raunveruleikaþættinum um Kardashian-fjölskylduna sem á góðu gengi að fagna á sjónvarpsstöðinni E!. Á dögunum komst fyrirsætan í heimspressuna er talið var að hún ætti vingott við Harry Styles, hjartaknúsarann úr hljómsveitinni One Direction. Sáust þau saman á nokkrum stefnumótum en hvorugt þeirra hefur staðfest sambandið. Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Glatkistunni lokað Menning Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið Fleiri fréttir „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Kendall Jenner þótti standa sig með prýði er hún gekk tískupallana á tískuvikunni í New York. Hún tók þátt í sýningu fatahönnuðarins Marcs Jacobs en þetta er í fyrsta sinn sem hún gengur pallana á tískuviku. Kendall Jenner er næstyngsta systir þeirra Kim, Khlóe og Kourtney Kardashian og er að reyna fyrir sér í fyrirsætubransanum. Hún þykir efnileg og vakti mikla athygli meðal gesta tískuvikunnar. Kendall Jenner er fræg fyrir þátttöku sína í raunveruleikaþættinum um Kardashian-fjölskylduna sem á góðu gengi að fagna á sjónvarpsstöðinni E!. Á dögunum komst fyrirsætan í heimspressuna er talið var að hún ætti vingott við Harry Styles, hjartaknúsarann úr hljómsveitinni One Direction. Sáust þau saman á nokkrum stefnumótum en hvorugt þeirra hefur staðfest sambandið.
Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Lífið Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Lífið Glatkistunni lokað Menning Vægar viðreynslur en engir pervertar Lífið Fleiri fréttir „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira