Candy Crush á markað Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2014 08:00 Candy Crush Saga hefur náð gríðarlegum vinsældum. Framleiðandi snjalltækjaleiksins vinsæla Candy Crush Saga er á leið með fyrirtæki sitt á markað. Hann mun ætla sér að ná inn 500 milljónum Bandaríkjadala með hlutafjárútboðinu. Fyrirtækið King Digital Entertainment PLC, sem framleiðir einnig leikinn Pet Rescue Saga hefur ekki afhjúpað hversu margir hlutir verða til sölu. Candy Crush Saga var sá ókeypis leikur sem mest var hlaðið niður á bæði iPhone og iPad árið 2013, og hafði þar betur gegn snjalltækjaforritunum vinsælu Facebook, Google Maps og YouTube. Í desember spiluðu 93 milljónir notenda leikinn daglega, 15 milljónir spiluðu Pet Rescue Saga á sama tíma. Framleiðandinn sagði að í hlutafjárútboðinu yrðu hlutir til sölu bæði frá fyrirtækinu sjálfu sem og núverandi hluthöfum. Fyrirtækið, sem er írskt, hyggst nota hagnaðinn af sölunni til að auka rekstrarfé sitt sem og mögulega til kaupa á öðrum fyrirtækjum. Enginn arður verður greiddur út. Fyrirtækið hagnaðist um 567,6 milljónir dollara árið 2013 samanborið við aðeins 7,8 milljón dollara hagnað árið 2012. Fyrirtækið verður skráð í Kauphöllina í New York undir heitinu „King“. Leikjavísir Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Framleiðandi snjalltækjaleiksins vinsæla Candy Crush Saga er á leið með fyrirtæki sitt á markað. Hann mun ætla sér að ná inn 500 milljónum Bandaríkjadala með hlutafjárútboðinu. Fyrirtækið King Digital Entertainment PLC, sem framleiðir einnig leikinn Pet Rescue Saga hefur ekki afhjúpað hversu margir hlutir verða til sölu. Candy Crush Saga var sá ókeypis leikur sem mest var hlaðið niður á bæði iPhone og iPad árið 2013, og hafði þar betur gegn snjalltækjaforritunum vinsælu Facebook, Google Maps og YouTube. Í desember spiluðu 93 milljónir notenda leikinn daglega, 15 milljónir spiluðu Pet Rescue Saga á sama tíma. Framleiðandinn sagði að í hlutafjárútboðinu yrðu hlutir til sölu bæði frá fyrirtækinu sjálfu sem og núverandi hluthöfum. Fyrirtækið, sem er írskt, hyggst nota hagnaðinn af sölunni til að auka rekstrarfé sitt sem og mögulega til kaupa á öðrum fyrirtækjum. Enginn arður verður greiddur út. Fyrirtækið hagnaðist um 567,6 milljónir dollara árið 2013 samanborið við aðeins 7,8 milljón dollara hagnað árið 2012. Fyrirtækið verður skráð í Kauphöllina í New York undir heitinu „King“.
Leikjavísir Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira