Candy Crush á markað Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2014 08:00 Candy Crush Saga hefur náð gríðarlegum vinsældum. Framleiðandi snjalltækjaleiksins vinsæla Candy Crush Saga er á leið með fyrirtæki sitt á markað. Hann mun ætla sér að ná inn 500 milljónum Bandaríkjadala með hlutafjárútboðinu. Fyrirtækið King Digital Entertainment PLC, sem framleiðir einnig leikinn Pet Rescue Saga hefur ekki afhjúpað hversu margir hlutir verða til sölu. Candy Crush Saga var sá ókeypis leikur sem mest var hlaðið niður á bæði iPhone og iPad árið 2013, og hafði þar betur gegn snjalltækjaforritunum vinsælu Facebook, Google Maps og YouTube. Í desember spiluðu 93 milljónir notenda leikinn daglega, 15 milljónir spiluðu Pet Rescue Saga á sama tíma. Framleiðandinn sagði að í hlutafjárútboðinu yrðu hlutir til sölu bæði frá fyrirtækinu sjálfu sem og núverandi hluthöfum. Fyrirtækið, sem er írskt, hyggst nota hagnaðinn af sölunni til að auka rekstrarfé sitt sem og mögulega til kaupa á öðrum fyrirtækjum. Enginn arður verður greiddur út. Fyrirtækið hagnaðist um 567,6 milljónir dollara árið 2013 samanborið við aðeins 7,8 milljón dollara hagnað árið 2012. Fyrirtækið verður skráð í Kauphöllina í New York undir heitinu „King“. Leikjavísir Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Framleiðandi snjalltækjaleiksins vinsæla Candy Crush Saga er á leið með fyrirtæki sitt á markað. Hann mun ætla sér að ná inn 500 milljónum Bandaríkjadala með hlutafjárútboðinu. Fyrirtækið King Digital Entertainment PLC, sem framleiðir einnig leikinn Pet Rescue Saga hefur ekki afhjúpað hversu margir hlutir verða til sölu. Candy Crush Saga var sá ókeypis leikur sem mest var hlaðið niður á bæði iPhone og iPad árið 2013, og hafði þar betur gegn snjalltækjaforritunum vinsælu Facebook, Google Maps og YouTube. Í desember spiluðu 93 milljónir notenda leikinn daglega, 15 milljónir spiluðu Pet Rescue Saga á sama tíma. Framleiðandinn sagði að í hlutafjárútboðinu yrðu hlutir til sölu bæði frá fyrirtækinu sjálfu sem og núverandi hluthöfum. Fyrirtækið, sem er írskt, hyggst nota hagnaðinn af sölunni til að auka rekstrarfé sitt sem og mögulega til kaupa á öðrum fyrirtækjum. Enginn arður verður greiddur út. Fyrirtækið hagnaðist um 567,6 milljónir dollara árið 2013 samanborið við aðeins 7,8 milljón dollara hagnað árið 2012. Fyrirtækið verður skráð í Kauphöllina í New York undir heitinu „King“.
Leikjavísir Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Joe Don Baker látinn Bíó og sjónvarp Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira