Barni boðið í bíl Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2014 08:00 „Sæll, vinur, hvert ertu að fara? Skerjafjörð? Það er nú dálítið langt, má ég ekki bjóða þér far?“ Nákvæmlega svona hljómuðu orð vinar míns við ungan skólastrák sem var á göngu meðfram Ægisíðunni í storminum sem geisaði í vikunni. Drengurinn var illa klæddur, greinilega kaldur og hrakinn, með stóra tösku á bakinu og hljóðfæri í faðminum í þokkabót. Vinurminn, sem var á heimleið úr fiskbúðinni með ungbarn í aftursætinu, sagðist hafa séð drenginn og hugsað með sér að það væri ekkert annað í stöðunni en að rétta út hjálparhönd og skutla drengnum heim í ofsaveðrinu. Hann hikaði fyrst, af augljósum ástæðum, en ákvað síðan að uppfylla samfélagslegar skyldur sínar og bauð fram aðstoð. Drengurinn afþakkaði pent. Vinur minn og barnið hans fóru heim. Þegar hann sagði mér þessa sögu saup ég hveljur og er þar að auki búin að bíða eftir fréttaskotinu alla vikuna sem segir frá manninum sem reyndi að tæla til sín ungan dreng í Vesturbænum í vikunni. Það kom blessunarlega ekki. Eitt það fallegasta sem ég veit er þegar ókunnugir hjálpa hver öðrum. Þegar þeir finna hjá sér þörf til að hjálpa eldra fólki með innkaupapoka, aðstoða grátandi börn í Kringlunni sem hafa týnt foreldrum sínum, jafnvel styrkja eitthvert gott málefni. Auðvitað afþakkaði drengurinn farið. Væntanlega vel upp alinn og greinilega frá heimili sem fylgist með þróun skuggahliða íslensks samfélags. Við búum allt í einu í samfélagi þar sem ókunnugir geta verið hættulegir. Kannski fæstir, örfáir líklegast, en samt nógu margir til að engir foreldrar taki sénsinn. Ég vildi óska þess að við mættum bjóða köldum börnum far – og að þau gætu þegið það. En því miður mun ég brýna duglega fyrir mínum börnum að harka af sér og storma Ægisíðuna með vindinn í fangið. Það er synd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun
„Sæll, vinur, hvert ertu að fara? Skerjafjörð? Það er nú dálítið langt, má ég ekki bjóða þér far?“ Nákvæmlega svona hljómuðu orð vinar míns við ungan skólastrák sem var á göngu meðfram Ægisíðunni í storminum sem geisaði í vikunni. Drengurinn var illa klæddur, greinilega kaldur og hrakinn, með stóra tösku á bakinu og hljóðfæri í faðminum í þokkabót. Vinurminn, sem var á heimleið úr fiskbúðinni með ungbarn í aftursætinu, sagðist hafa séð drenginn og hugsað með sér að það væri ekkert annað í stöðunni en að rétta út hjálparhönd og skutla drengnum heim í ofsaveðrinu. Hann hikaði fyrst, af augljósum ástæðum, en ákvað síðan að uppfylla samfélagslegar skyldur sínar og bauð fram aðstoð. Drengurinn afþakkaði pent. Vinur minn og barnið hans fóru heim. Þegar hann sagði mér þessa sögu saup ég hveljur og er þar að auki búin að bíða eftir fréttaskotinu alla vikuna sem segir frá manninum sem reyndi að tæla til sín ungan dreng í Vesturbænum í vikunni. Það kom blessunarlega ekki. Eitt það fallegasta sem ég veit er þegar ókunnugir hjálpa hver öðrum. Þegar þeir finna hjá sér þörf til að hjálpa eldra fólki með innkaupapoka, aðstoða grátandi börn í Kringlunni sem hafa týnt foreldrum sínum, jafnvel styrkja eitthvert gott málefni. Auðvitað afþakkaði drengurinn farið. Væntanlega vel upp alinn og greinilega frá heimili sem fylgist með þróun skuggahliða íslensks samfélags. Við búum allt í einu í samfélagi þar sem ókunnugir geta verið hættulegir. Kannski fæstir, örfáir líklegast, en samt nógu margir til að engir foreldrar taki sénsinn. Ég vildi óska þess að við mættum bjóða köldum börnum far – og að þau gætu þegið það. En því miður mun ég brýna duglega fyrir mínum börnum að harka af sér og storma Ægisíðuna með vindinn í fangið. Það er synd.