Hvað er svona merkilegt við það? Saga Garðarsdóttir skrifar 24. febrúar 2014 07:00 Ég vil ekki meina að ég sé óhóflega hrifnæm eða léttilega ginkeypt en til er leið að hjarta mínu sem öllum er fær. Sennilega er ekki gáfulegt að gefa upp sinn snöggasta blett eða básúna um hann í blöðum – Akkiles hefði til að mynda aldrei fjallað um hælsærið sitt í fjölmiðlum síns tíma og Sigmundur hefði betur látið vera að sýna okkur hversu illa hann þolir einfaldar spurningar, nokkrar í röð – en ég læt vaða: Ég fell fyrir öllum mönnum sem þora að vera femínistar. Ég kikna í hnjánum yfir hugrekki þeirra og finnst samfélagslegur skilningur þeirra stjarnfræðilegur. En er það ekki fáránlegt? Er ekki fáránlegt að finnast það merkilegt að einhver sé femínisti? Er merkilegt að líta ekki niður á helming jarðarbúa? Er ekki frekar merkilegt að það þurfi að taka það fram að maður sé femínisti? Nú mega lífsleiðir gera sér það til gamans að hártogast út í merkingu orðsins en þú þarft að vera ansi mikill asni til að halda því fram að jafnrétti kynja sé endanlega náð. Og enn meiri asni ef þú vilt ekki breyta því. Fæstir eru slíkir asnar svo ég spyr; Þarf að skilgreina það sjálfsagða? Tökum við það fram þegar við hittum fólk að við höfum ekki íhugað efnaárás í dag og ekki standi til að umskera neinn, þó færi gefist. Taka stelpur það fram á stefnumóti að þær séu ekki meðlimir í nýnasistaflokki í þeirri von að viðkomandi heillist af manngæsku þeirra og umburðarlyndi gagnvart hinum ýmsu þjóðarbrotum? Er ekki löngu tímabært að asnarnir skilgreini sig frekar frá því sem er fullkomlega eðlilegt? Þannig verði stjórnmálamaður ekki spurður að því hvort hann sé femínisti heldur hvort hann sé asni. Það þætti ekki femínískt að hafa fleiri en þrjár kvenpersónur í bíómynd heldur asnalegt að hafa þær ekki fleiri. Ekki væri talað um öfgafulla femínista sem safna ummælum karla á netinu, heldur þættu ummælin öfgafull og asnaleg. Asnar væru svo með asnafélag og asnavefsíðu þar sem þeir réttlættu sitt ofbeldi. Og enginn þyrfti að taka það fram að hann væri femínisti til að fara í sleik við mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Saga Garðarsdóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun
Ég vil ekki meina að ég sé óhóflega hrifnæm eða léttilega ginkeypt en til er leið að hjarta mínu sem öllum er fær. Sennilega er ekki gáfulegt að gefa upp sinn snöggasta blett eða básúna um hann í blöðum – Akkiles hefði til að mynda aldrei fjallað um hælsærið sitt í fjölmiðlum síns tíma og Sigmundur hefði betur látið vera að sýna okkur hversu illa hann þolir einfaldar spurningar, nokkrar í röð – en ég læt vaða: Ég fell fyrir öllum mönnum sem þora að vera femínistar. Ég kikna í hnjánum yfir hugrekki þeirra og finnst samfélagslegur skilningur þeirra stjarnfræðilegur. En er það ekki fáránlegt? Er ekki fáránlegt að finnast það merkilegt að einhver sé femínisti? Er merkilegt að líta ekki niður á helming jarðarbúa? Er ekki frekar merkilegt að það þurfi að taka það fram að maður sé femínisti? Nú mega lífsleiðir gera sér það til gamans að hártogast út í merkingu orðsins en þú þarft að vera ansi mikill asni til að halda því fram að jafnrétti kynja sé endanlega náð. Og enn meiri asni ef þú vilt ekki breyta því. Fæstir eru slíkir asnar svo ég spyr; Þarf að skilgreina það sjálfsagða? Tökum við það fram þegar við hittum fólk að við höfum ekki íhugað efnaárás í dag og ekki standi til að umskera neinn, þó færi gefist. Taka stelpur það fram á stefnumóti að þær séu ekki meðlimir í nýnasistaflokki í þeirri von að viðkomandi heillist af manngæsku þeirra og umburðarlyndi gagnvart hinum ýmsu þjóðarbrotum? Er ekki löngu tímabært að asnarnir skilgreini sig frekar frá því sem er fullkomlega eðlilegt? Þannig verði stjórnmálamaður ekki spurður að því hvort hann sé femínisti heldur hvort hann sé asni. Það þætti ekki femínískt að hafa fleiri en þrjár kvenpersónur í bíómynd heldur asnalegt að hafa þær ekki fleiri. Ekki væri talað um öfgafulla femínista sem safna ummælum karla á netinu, heldur þættu ummælin öfgafull og asnaleg. Asnar væru svo með asnafélag og asnavefsíðu þar sem þeir réttlættu sitt ofbeldi. Og enginn þyrfti að taka það fram að hann væri femínisti til að fara í sleik við mig.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun