Ferðamenn rukkaðir um 800 krónur fyrir að skoða Dettifoss Brjánn Jónasson skrifar 25. febrúar 2014 07:00 Auk þess að byggja þjónustumiðstöð við Dettifoss og aðrar náttúruperlur í Reykjahlíð stendur til að byggja útsýnispalla og leggja göngustíga. Fréttablaðið/Vilhelm Landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða, en til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar á landinu. Áformað er að rukka fimm evrur, um 800 krónur, fyrir að skoða hvern af þessum stöðum, en veita afslátt fyrir þá sem ætla að skoða alla þrjá, segir Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. Börn undir 16 ára aldri munu ekki greiða fyrir aðgang að svæðunum. Vinna við breytingu á aðal- og deiliskipulagi á landareigninni er nú á lokametrunum, og stendur til að auglýsa breytingar á næstunni segir Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi hjá Skútustaðahreppi. Ólafur segist vonast til þess að vinna við byggingu þriggja þjónustumiðstöðva geti hafist á næsta ári. Miðstöðvarnar verða á bilinu 100 til 300 fermetrar, og er áætlað að kostnaður við byggingu þeirra verði á bilinu 400 til 600 milljónir króna. Um 100 þúsund ferðamenn skoðuðu Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í fyrra. Um 90 til 95 prósent eru erlendir ferðamenn. Sé gert ráð fyrir að svipaður fjöldi greiði 800 krónur hver gætu tekjur landeigenda af gjaldheimtu numið um 80 milljónum. Ólafur segir ekkert óeðlilegt við að innheimta gjald af þeim sem skoði náttúruperlur. Peningarnir muni renna til uppbyggingar á svæðinu, en þegar fram líði stundir og uppbyggingu verði lokið sé ekkert óeðlilegt við að eigendur hafi arð af starfseminni. Hann óttast ekki að ferðamenn stoppi ekki þurfi þeir að greiða aðgangseyri. „Ef menn vilja ekki taka þátt í að byggja upp í kringum náttúru Íslands verða þeir að eiga það við sjálfa sig.“ Hann segir landeigendur enga þolinmæði hafa til að bíða eftir áformuðum náttúrupassa. Svæðið liggi undir skemmdum og byggja þurfi upp aðstöðu sem fyrst. Þá telur hann litlar líkur á því að mögulegar tekjur af náttúrupassanum renni til landsvæða í einkaeigu. „Við viljum bara fá arðinn heim í hérað.“Ranglega kom fram í fréttinni að 300 þúsund ferðamenn hafi skoðað Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í fyrra. Ólafur segir að áætlað sé að 100 þúsund ferðamenn komi á staðina þrjá. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Landeigendur í Reykjahlíð ætla að innheimta gjald af ferðamönnum sem skoða náttúruperlurnar Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í sumar. Um tilraunaverkefni er að ræða, en til stendur að reisa þrjár þjónustumiðstöðvar á landinu. Áformað er að rukka fimm evrur, um 800 krónur, fyrir að skoða hvern af þessum stöðum, en veita afslátt fyrir þá sem ætla að skoða alla þrjá, segir Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. Börn undir 16 ára aldri munu ekki greiða fyrir aðgang að svæðunum. Vinna við breytingu á aðal- og deiliskipulagi á landareigninni er nú á lokametrunum, og stendur til að auglýsa breytingar á næstunni segir Bjarni Reykjalín, skipulags- og byggingarfulltrúi hjá Skútustaðahreppi. Ólafur segist vonast til þess að vinna við byggingu þriggja þjónustumiðstöðva geti hafist á næsta ári. Miðstöðvarnar verða á bilinu 100 til 300 fermetrar, og er áætlað að kostnaður við byggingu þeirra verði á bilinu 400 til 600 milljónir króna. Um 100 þúsund ferðamenn skoðuðu Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í fyrra. Um 90 til 95 prósent eru erlendir ferðamenn. Sé gert ráð fyrir að svipaður fjöldi greiði 800 krónur hver gætu tekjur landeigenda af gjaldheimtu numið um 80 milljónum. Ólafur segir ekkert óeðlilegt við að innheimta gjald af þeim sem skoði náttúruperlur. Peningarnir muni renna til uppbyggingar á svæðinu, en þegar fram líði stundir og uppbyggingu verði lokið sé ekkert óeðlilegt við að eigendur hafi arð af starfseminni. Hann óttast ekki að ferðamenn stoppi ekki þurfi þeir að greiða aðgangseyri. „Ef menn vilja ekki taka þátt í að byggja upp í kringum náttúru Íslands verða þeir að eiga það við sjálfa sig.“ Hann segir landeigendur enga þolinmæði hafa til að bíða eftir áformuðum náttúrupassa. Svæðið liggi undir skemmdum og byggja þurfi upp aðstöðu sem fyrst. Þá telur hann litlar líkur á því að mögulegar tekjur af náttúrupassanum renni til landsvæða í einkaeigu. „Við viljum bara fá arðinn heim í hérað.“Ranglega kom fram í fréttinni að 300 þúsund ferðamenn hafi skoðað Dettifoss, Námaskarð og Leirhnjúk í fyrra. Ólafur segir að áætlað sé að 100 þúsund ferðamenn komi á staðina þrjá.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira