37 ára í söngkeppni framhaldsskólanna Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. febrúar 2014 09:00 Dagrún stefnir á að hafa gaman þegar hún keppir í söngkeppni framhaldsskólanna í apríl. Vísir/Pjetur „Ég söng Það er draumur að vera með dáta því mér finnst það mjög skemmtilegt lag. Ég tók útgáfuna sem Móeiður Júníusdóttir söng í þætti Hemma Gunn árið 1991 því mér finnst það mjög flott útgáfa,“ segir Dagrún Þórný Marínardóttir. Hún bar sigur úr býtum í söngkeppni Fjölbrautaskólans við Ármúla og verður fulltrúi skólans í söngkeppni framhaldsskólanna í Hofi á Akureyri 5. apríl. Ef Dagrún vinnur þá keppni fetur hún ekki einungis í fótspor söngkvenna á borð við Emilíönu Torrini og Margrétar Eirar Hjartardóttur heldur verður hún einnig elsti keppandinn til að vinna keppnina en Dagrún varð nýlega 37 ára. „Söngurinn er bara áhugamál, ég er alltaf syngjandi í bílnum. Mér finnst mjög gaman að syngja. Þetta er í þriðja sinn sem ég tek þátt í söngkeppninni í FÁ en ég bjóst ekki við því að vinna. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn róleg á sviðinu og núna. Ég var mjög afslöppuð en þetta var rosalega gaman,“ segir Dagrún sem hélt ekki sérstaklega uppá sigurinn. „Ég var komin heim um 23-leytið og hafði voðalega lítinn tíma til að halda uppá þetta. Ég átti að mæta í skólann klukkan 9 daginn eftir þannig að ég fór bara heim að sofa,“ segir Dagrún. Hún er á læknaritara- og heilbrigðisritarabraut og útskrifast næstu jól. „Ætli ég vinni ekki sem læknaritari í einhvern tíma en ég stefni á að fara í háskólanám og klára það fyrir fimmtugt,“ segir Dagrún glöð í bragði. Hún útilokar ekki söngnám í framtíðinni. „Mig hefur alltaf langað til að læra söng en ekki komist í það. Kannski læt ég verða af því á næstu árum.“ Dagrún er spennt fyrir söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri í apríl. „Ég ætla að fara þangað og hafa gaman af þessu. Ætli ég reyni ekki að vera jafn afslöppuð og í keppninni í síðustu viku en þetta er líka þannig lag að það er varla hægt að vera stressaður þegar maður syngur það.” Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sjá meira
„Ég söng Það er draumur að vera með dáta því mér finnst það mjög skemmtilegt lag. Ég tók útgáfuna sem Móeiður Júníusdóttir söng í þætti Hemma Gunn árið 1991 því mér finnst það mjög flott útgáfa,“ segir Dagrún Þórný Marínardóttir. Hún bar sigur úr býtum í söngkeppni Fjölbrautaskólans við Ármúla og verður fulltrúi skólans í söngkeppni framhaldsskólanna í Hofi á Akureyri 5. apríl. Ef Dagrún vinnur þá keppni fetur hún ekki einungis í fótspor söngkvenna á borð við Emilíönu Torrini og Margrétar Eirar Hjartardóttur heldur verður hún einnig elsti keppandinn til að vinna keppnina en Dagrún varð nýlega 37 ára. „Söngurinn er bara áhugamál, ég er alltaf syngjandi í bílnum. Mér finnst mjög gaman að syngja. Þetta er í þriðja sinn sem ég tek þátt í söngkeppninni í FÁ en ég bjóst ekki við því að vinna. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn róleg á sviðinu og núna. Ég var mjög afslöppuð en þetta var rosalega gaman,“ segir Dagrún sem hélt ekki sérstaklega uppá sigurinn. „Ég var komin heim um 23-leytið og hafði voðalega lítinn tíma til að halda uppá þetta. Ég átti að mæta í skólann klukkan 9 daginn eftir þannig að ég fór bara heim að sofa,“ segir Dagrún. Hún er á læknaritara- og heilbrigðisritarabraut og útskrifast næstu jól. „Ætli ég vinni ekki sem læknaritari í einhvern tíma en ég stefni á að fara í háskólanám og klára það fyrir fimmtugt,“ segir Dagrún glöð í bragði. Hún útilokar ekki söngnám í framtíðinni. „Mig hefur alltaf langað til að læra söng en ekki komist í það. Kannski læt ég verða af því á næstu árum.“ Dagrún er spennt fyrir söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri í apríl. „Ég ætla að fara þangað og hafa gaman af þessu. Ætli ég reyni ekki að vera jafn afslöppuð og í keppninni í síðustu viku en þetta er líka þannig lag að það er varla hægt að vera stressaður þegar maður syngur það.”
Söngkeppni framhaldsskólanna Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Fleiri fréttir Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sjá meira