Buzzfeed sagði'ða Sara McMahon skrifar 4. mars 2014 06:00 Tilda Swinton er „style-soulmate“, eða sálufélagi í tísku, kunningjakonu minnar. Þetta voru niðurstöður könnunar sem kunningjakonan tók á vefsíðunni Buzzfeed.com og birti á Fésbók. Mig langaði líka að vera sálufélagi Tildu þegar kom að tísku og ég var nánast sannfærð um að ég fengi sömu niðurstöður tæki ég prófið, enda verið aðdáandi Tildu um áraraðir. Ég ákvað að smella á þráðinn og taka prófið – bara til að staðfesta vissu mína. Ég svaraði öllum spurningunum samviskusamlega þó ég hafi átt í miklum erfiðleikum með að gera upp við mig hvaða kettlingur hafi verið krúttlegastur. Svo birtust niðurstöðurnar. Sálufélagi minn var Michelle Obama. Þvílík vonbrigði! Buzzfeed bauð mér næst að komast að því með hvaða stjörnu ég ætti helst að „dett‘íða“. Ég bjóst fastlega við því að Michael Fassbender yrði minn fullkomni drykkjufélagi – af því bara. Aftur svaraði ég öllum spurningunum af mikilli samviskusemi: Ég drekk bjór, borða sushi, fjólublátt, tígrisdýr o.s.frv. Aftur urðu niðurstöðurnar aðrar en ég hafði vænst. Ég fékk Kate Moss. Ég neitaði að sætta mig við þessar niðurstöður og tók prófið aftur… með svolitlum tilfæringum hlyti ég að enda með Fassbender. Buzzfeed gaf mér aftur Moss. Með aðstoð vefsíðunnar vinsælu hef ég komist að ýmsu öðru um sjálfa mig. Af persónum Shakespeare er ég Hamlet, ef ég væri land væri ég Noregur, ég er ekki hreinræktaður hundur heldur rakki og Louis Tomlinson er sálufélagi minn. Og prófin halda áfram að hrannast inn á vefsíðuna. Er ég svöl? Hvaða tilgangslausi hlutur er ég? Hvaða persóna úr Twin Peaks er ég? Hvers konar morgunmatur er ég? Svörin við þessu (og svo mörgu öðru) finn ég á Buzzfeed. Og fyrir ykkur sem haldið að þið getið haft áhrif á niðurstöður kannananna: Gleymið því. Buzzfeed þekkir ykkur betur en þið þekkið ykkur sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun
Tilda Swinton er „style-soulmate“, eða sálufélagi í tísku, kunningjakonu minnar. Þetta voru niðurstöður könnunar sem kunningjakonan tók á vefsíðunni Buzzfeed.com og birti á Fésbók. Mig langaði líka að vera sálufélagi Tildu þegar kom að tísku og ég var nánast sannfærð um að ég fengi sömu niðurstöður tæki ég prófið, enda verið aðdáandi Tildu um áraraðir. Ég ákvað að smella á þráðinn og taka prófið – bara til að staðfesta vissu mína. Ég svaraði öllum spurningunum samviskusamlega þó ég hafi átt í miklum erfiðleikum með að gera upp við mig hvaða kettlingur hafi verið krúttlegastur. Svo birtust niðurstöðurnar. Sálufélagi minn var Michelle Obama. Þvílík vonbrigði! Buzzfeed bauð mér næst að komast að því með hvaða stjörnu ég ætti helst að „dett‘íða“. Ég bjóst fastlega við því að Michael Fassbender yrði minn fullkomni drykkjufélagi – af því bara. Aftur svaraði ég öllum spurningunum af mikilli samviskusemi: Ég drekk bjór, borða sushi, fjólublátt, tígrisdýr o.s.frv. Aftur urðu niðurstöðurnar aðrar en ég hafði vænst. Ég fékk Kate Moss. Ég neitaði að sætta mig við þessar niðurstöður og tók prófið aftur… með svolitlum tilfæringum hlyti ég að enda með Fassbender. Buzzfeed gaf mér aftur Moss. Með aðstoð vefsíðunnar vinsælu hef ég komist að ýmsu öðru um sjálfa mig. Af persónum Shakespeare er ég Hamlet, ef ég væri land væri ég Noregur, ég er ekki hreinræktaður hundur heldur rakki og Louis Tomlinson er sálufélagi minn. Og prófin halda áfram að hrannast inn á vefsíðuna. Er ég svöl? Hvaða tilgangslausi hlutur er ég? Hvaða persóna úr Twin Peaks er ég? Hvers konar morgunmatur er ég? Svörin við þessu (og svo mörgu öðru) finn ég á Buzzfeed. Og fyrir ykkur sem haldið að þið getið haft áhrif á niðurstöður kannananna: Gleymið því. Buzzfeed þekkir ykkur betur en þið þekkið ykkur sjálf.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun