Þegar Tyrkland varð að hverfa Illugi Jökulsson skrifar 15. mars 2014 14:00 Alexander I Svona vildi það til: Hann sat í mestu rólegheitum að snæðingi um hádegisbil og átti ekki von á öðru en að þessi dagur yrði eins og flestir aðrir dagar, friðsæll og tíðindalítill. Sólin skein mildilega í garðinum við konungshöllina; þótt það væri komið fram í október bólaði lítið á haustinu og ennþá heyrðist suðið í engisprettunum innan um vínviðarrunnana og ólífutrén. Hann ákvað að leggja sig eftir matinn. En þá heyrði hann allt í einu skerandi neyðaróp, hann leit snöggt í kringum sig, þessa rödd hefði hann þekkt hvar sem er. Ópið virtist koma úr skógarlundi þar skammt frá og hann brá við skjótt og hentist á staðinn eins og fljótt og fæturnir gátu borið hann. Heyrnin hafði ekki brugðist honum, það var enginn annar en bróðir hans sem hafði æpt og ekki að tilefnislausu. Á marmaralögðum stíg milli trjánna hafði ráðist að bróður hans risavaxinn hundur og náð í hnakkadrambið á honum, hundurinn urraði og beit og sér til skelfingar sá hann blika á næstum fagurrautt blóð bróður síns þegar hundströllið nánast fleygði honum til og frá. Og rakkinn var reyndar ekki einn á ferð, með honum var þungbúni ungi maðurinn sem hann hafði svo oft séð á vappi eftir stígunum milli trjánna eða bregða fyrir í gluggum konungshallarinnar, og þessi maður kom nú askvaðandi með blikandi silfurstaf á lofti, og bjóst til að ljúka því verki sem hundurinn hafði hafið, sem sé að ganga endanlega frá bróður hans, varnarlausum, skelfingu lostnum og blóðugum. Í þessum hamagangi gat hann ekki orðað þá hugsun hvort hann ætti að gæta bróður síns en þess þurfti ekki, eðlisávísunin tók völdin, á augabragði æddi hann bróður sínum til varnar, stökk upp að manninum með stafinn á lofti og beit hann eins fast og hann gat í lærið. „Láttu hann bróður minn vera, drulluháleisturinn þinn!“ hefði hann æpt ef hann hefði kunnað að tala, en úr því hann kunni það ekki hélt hann bara áfram að bíta, tennurnar smugu gegnum klæði mannsins sem var farinn að æpa hástöfum á hjálp, svo óvænt var árásin, og þá komu fleiri menn hlaupandi með barefli á lofti og allt var komið í uppnám, hundurinn sem bar ábyrgð á þessu öllu lúskraðist burt en hann og bróðir hans sáu sér þá leik á borði að sleppa burt, bróðir hans alblóðugur en samt ennþá ekki dauður úr öllum æðum, og þeir tóku tilhlaup og stukku eins og eldibrandar upp í næsta tré þar sem hvorki hundar né menn gætu náð til þeirra. Þannig vildi það sem sagt til. Þannig réðust örlögin.Konstantín IApakötturinn örlagavaldur Hvaða örlög? Jú, örlög milljóna manna. Það var ekki minni maður en Winston Churchill sem hélt því fram að þessi litli atburður í trjágarðinum við konungshöllina nærri Aþenu hefði kostað milljón mannslíf, og margar milljónir lentu á vergangi og hröktust endanlega frá heimilum sínum. Og það má líka færa fyrir því rök að þessi sami atburður hafi orðið til þess að landamærin í Anatolíu (eða Litlu-Asíu öðru nafni eða Tyrklandi) eru nú um stundir eins og sést á litla kortinu hér á síðunni, en urðu ekki eins og umbrotsmaður hefur góðfúslega teiknað upp fyrir mig á stærra kortinu: Tyrkland pínulítið, Grikkland nær meðfram allri Eyjahafsströndinni og allt til Kýpur, Sýrland miklu stærra en nú er, Armenía heilmikið veldi við Svartahaf; hið ógæfusama Kúrdistan gæti jafnvel hafa orðið til! Og ef hundkvikindið hefði ekki gert þessa árás og söguhetja okkar ekki bitið unga þungbúna manninn sem hann óttaðist að myndi murka lífið úr bróður sínum, ja, þá má vel halda því fram að Istanbúl héti nú aftur Konstantínópel eins og í árdaga og hún væri því ekkert endilega tilbúningur, sú auglýsing hér á síðunni um páskaferðina til höfuðborgar Grikklands við Hellusund (!) sem ég fékk umbrotsmanninn líka til að útbúa. En hver varð þá slíkur örlagavaldur í lífi þjóðanna í Anatolíu? J ú, svona leit hann út. Hann var apaköttur af makakí-tegund, nánar tiltekið er tegundin kennd við Gíbraltar. Hann og fáeinir Gíbraltarapar aðrir, þar á meðal sá sem ég leyfi mér alveg út í loftið að kalla bróður hans, höfðu verið fluttir í garð sumarhallar kóngsins yfir Grikklandi, en sá hét Alexander I um þær mundir, og þetta gerðist í október 1920. Alexander hafði verið úti að ganga í hallargarðinum með sinn stóra þýska fjárhund þegar hundurinn réðst á einn Gíbraltarapann og fór að tuska hann duglega til. Þá kom Alexander vissulega þjótandi en það var fjarri því að hann ætlaði að hjálpa hundinum sínum að sálga aparæflinum; þvert á móti ætlaði kóngur að bjarga lífi apans með því að reka hundinn á brott. En hinn apinn, sá sem kom þjótandi bróður sínum til bjargar, hann skildi ekki aðstæður og réðst því af djörfung á Alexander og beit hann illilega nokkrum sinnum. Þjónar kóngsins komu þá með slætti miklum, og aparnir tveir voru snöggir að láta sig hverfa. Þrátt fyrir apabitið bar Alexander sig vel fyrst á eftir. En svo fór að versna í því, sýking kom í sárið og blóðeitrun, og á þeim pensillínlausu tímum var slíkt alvörumál. Þrem vikum seinna dó Grikkjakóngur. Og þá tóku örlögin að spinna sinn óvænta vef út frá apabitinu.GíbraltarapiPerlan rifin úr höndum Tyrkja Langafi Alexanders Grikkjakóngs var Kristján IX Danakóngur, sá er færði okkur Íslendingum „frelsisskrá úr föðurhendi“. Sonarsonur Kristjáns var Konstantín I sem varð Grikkjakóngur 1913. Hann var menntaður í Þýskalandi og mágur Vilhjálms II keisara. Er fyrri heimsstyrjöldin braust út vildi valdamikill forsætisráðherra Grikkja, Eleftherios Venizelos, að landsmenn skipuðu sér í lið með Bretum og Frökkum gegn Þjóðverjum og Tyrkjum sem voru saman í bandalagi. Fyrir Venizelosi vakti ekki síst að krækja í lönd af Tyrkjum, erkióvinum Grikkja frá gamalli tíð, en Tyrkjaveldi stóð þá höllum fæti. Konstantín I var enginn vinur Tyrkja en þeim mun hlynntari Þjóðverjum. Hann beitti sér fyrir því að Grikklandi yrði hlutlaust en reyndi að þoka landinu nær Þýskalandi er leið á stríðið. Bretar beittu sér þá fyrir því að Konstantín var rutt úr hásætinu árið 1917 og fór hann í útlegð til Sviss, en til kóngs var dubbaður Alexander sonur hans. Hann var 23 ára, hafði litla hæfileika og litla menntun til að stýra landi, enda mála sannast að hann var aldrei annað en leppur Breta og Venizelosar. Það hlutskipti líkaði honum illa, en fékk ekki að gert, nánast innilokaður í Tatoi-höllinni skammt norður af Aþenu. Meðan Alexander I ríkti þannig að nafninu til lauk fyrri heimsstyrjöldinni með því að Þjóðverjar og bandamenn þeirra biðu lægri hlut. Mikil togstreita hófst um hvað verða skyldi um Tyrkjaveldi og í friðarsamningum sem Tyrkir voru neyddir til að samþykkja í ágúst 1920 var ríki þeirra skorið rækilega niður við trog. Það átti aðeins að ná yfir hluta af miðri Anatolíu og norðurströndinni við Svartahafið. Í austri áttu Armenar og Kúrdar að fá lönd af Tyrkjum, og nýtt Sýrland líka, kringum tyrknesku borgina Izmir átti Grikkland að fá mikið svæði en þá borg kölluðu Grikkir frá fornu fari Smyrnu. Og Istanbúl og nágrenni átti að vera á ábyrgð alþjóðasamfélagsins, sú mikla perla hrifin úr höndum Tyrkja! En af því Alexander I dó, þá fór þetta allt út um þúfur. Um það leyti missti Venizelos tökin á landstjórninni og Grikkir kusu að kalla Konstantín I aftur til konungs. Og þá fór í verra, því Konstantín taldi sig vera mikinn herforingja og kjörið að láta kné fylgja kviði gagnvart Tyrkjum. Ný lota í stríði þjóðanna hófst og þótt Tyrkir væru illa á sig komnir var oflátungsháttur Konstantíns slíkur að hann klúðraði því stríði illilega. Grikkir misstu að lokum allar þær lendur í Anatolíu sem samningurinn 1920 hafði tryggt þeim, mannfall varð ógurlegt í stríðinu, og þjáningar fólks lítt bærilegar. Og Istanbúl, sem alþjóðasamfélagið hefði sjálfsagt afhent Grikkjum að lokum ef þeir hefðu ekki skotið sig svona illilega í fótinn, sú merkilega borg varð áfram tyrknesk og heitir ennþá Istanbúl. Og svo risu Tyrkir upp á afturlappirnar, eftir að sigrast á hinum fífldjarfa Konstantín I og mönnum hans, að þeir endurheimtu líka lönd sín í austri: Armenía og Sýrland fengu öngvar sneiðar af Tyrklandi, og Kúrdistan varð auðvitað ekki til. Og allt þetta út af apakettinum sem beit kónginn! Þetta er auðvitað hjásaga í öllu sínu veldi – maður veit aldrei nákvæmlega hvað hefði gerst ef apinn hefði ekki bitið Alexander, en það er samt eitthvað töluvert til í þessu! Hvað varð um apann? Æjú, við vitum það. Eftir að kóngurinn var bitinn, þá fóru þjónar kóngsins á kreik, veiddu apana báða og lóguðu þeim. En þá var það orðið of seint. Flækjusaga Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Svona vildi það til: Hann sat í mestu rólegheitum að snæðingi um hádegisbil og átti ekki von á öðru en að þessi dagur yrði eins og flestir aðrir dagar, friðsæll og tíðindalítill. Sólin skein mildilega í garðinum við konungshöllina; þótt það væri komið fram í október bólaði lítið á haustinu og ennþá heyrðist suðið í engisprettunum innan um vínviðarrunnana og ólífutrén. Hann ákvað að leggja sig eftir matinn. En þá heyrði hann allt í einu skerandi neyðaróp, hann leit snöggt í kringum sig, þessa rödd hefði hann þekkt hvar sem er. Ópið virtist koma úr skógarlundi þar skammt frá og hann brá við skjótt og hentist á staðinn eins og fljótt og fæturnir gátu borið hann. Heyrnin hafði ekki brugðist honum, það var enginn annar en bróðir hans sem hafði æpt og ekki að tilefnislausu. Á marmaralögðum stíg milli trjánna hafði ráðist að bróður hans risavaxinn hundur og náð í hnakkadrambið á honum, hundurinn urraði og beit og sér til skelfingar sá hann blika á næstum fagurrautt blóð bróður síns þegar hundströllið nánast fleygði honum til og frá. Og rakkinn var reyndar ekki einn á ferð, með honum var þungbúni ungi maðurinn sem hann hafði svo oft séð á vappi eftir stígunum milli trjánna eða bregða fyrir í gluggum konungshallarinnar, og þessi maður kom nú askvaðandi með blikandi silfurstaf á lofti, og bjóst til að ljúka því verki sem hundurinn hafði hafið, sem sé að ganga endanlega frá bróður hans, varnarlausum, skelfingu lostnum og blóðugum. Í þessum hamagangi gat hann ekki orðað þá hugsun hvort hann ætti að gæta bróður síns en þess þurfti ekki, eðlisávísunin tók völdin, á augabragði æddi hann bróður sínum til varnar, stökk upp að manninum með stafinn á lofti og beit hann eins fast og hann gat í lærið. „Láttu hann bróður minn vera, drulluháleisturinn þinn!“ hefði hann æpt ef hann hefði kunnað að tala, en úr því hann kunni það ekki hélt hann bara áfram að bíta, tennurnar smugu gegnum klæði mannsins sem var farinn að æpa hástöfum á hjálp, svo óvænt var árásin, og þá komu fleiri menn hlaupandi með barefli á lofti og allt var komið í uppnám, hundurinn sem bar ábyrgð á þessu öllu lúskraðist burt en hann og bróðir hans sáu sér þá leik á borði að sleppa burt, bróðir hans alblóðugur en samt ennþá ekki dauður úr öllum æðum, og þeir tóku tilhlaup og stukku eins og eldibrandar upp í næsta tré þar sem hvorki hundar né menn gætu náð til þeirra. Þannig vildi það sem sagt til. Þannig réðust örlögin.Konstantín IApakötturinn örlagavaldur Hvaða örlög? Jú, örlög milljóna manna. Það var ekki minni maður en Winston Churchill sem hélt því fram að þessi litli atburður í trjágarðinum við konungshöllina nærri Aþenu hefði kostað milljón mannslíf, og margar milljónir lentu á vergangi og hröktust endanlega frá heimilum sínum. Og það má líka færa fyrir því rök að þessi sami atburður hafi orðið til þess að landamærin í Anatolíu (eða Litlu-Asíu öðru nafni eða Tyrklandi) eru nú um stundir eins og sést á litla kortinu hér á síðunni, en urðu ekki eins og umbrotsmaður hefur góðfúslega teiknað upp fyrir mig á stærra kortinu: Tyrkland pínulítið, Grikkland nær meðfram allri Eyjahafsströndinni og allt til Kýpur, Sýrland miklu stærra en nú er, Armenía heilmikið veldi við Svartahaf; hið ógæfusama Kúrdistan gæti jafnvel hafa orðið til! Og ef hundkvikindið hefði ekki gert þessa árás og söguhetja okkar ekki bitið unga þungbúna manninn sem hann óttaðist að myndi murka lífið úr bróður sínum, ja, þá má vel halda því fram að Istanbúl héti nú aftur Konstantínópel eins og í árdaga og hún væri því ekkert endilega tilbúningur, sú auglýsing hér á síðunni um páskaferðina til höfuðborgar Grikklands við Hellusund (!) sem ég fékk umbrotsmanninn líka til að útbúa. En hver varð þá slíkur örlagavaldur í lífi þjóðanna í Anatolíu? J ú, svona leit hann út. Hann var apaköttur af makakí-tegund, nánar tiltekið er tegundin kennd við Gíbraltar. Hann og fáeinir Gíbraltarapar aðrir, þar á meðal sá sem ég leyfi mér alveg út í loftið að kalla bróður hans, höfðu verið fluttir í garð sumarhallar kóngsins yfir Grikklandi, en sá hét Alexander I um þær mundir, og þetta gerðist í október 1920. Alexander hafði verið úti að ganga í hallargarðinum með sinn stóra þýska fjárhund þegar hundurinn réðst á einn Gíbraltarapann og fór að tuska hann duglega til. Þá kom Alexander vissulega þjótandi en það var fjarri því að hann ætlaði að hjálpa hundinum sínum að sálga aparæflinum; þvert á móti ætlaði kóngur að bjarga lífi apans með því að reka hundinn á brott. En hinn apinn, sá sem kom þjótandi bróður sínum til bjargar, hann skildi ekki aðstæður og réðst því af djörfung á Alexander og beit hann illilega nokkrum sinnum. Þjónar kóngsins komu þá með slætti miklum, og aparnir tveir voru snöggir að láta sig hverfa. Þrátt fyrir apabitið bar Alexander sig vel fyrst á eftir. En svo fór að versna í því, sýking kom í sárið og blóðeitrun, og á þeim pensillínlausu tímum var slíkt alvörumál. Þrem vikum seinna dó Grikkjakóngur. Og þá tóku örlögin að spinna sinn óvænta vef út frá apabitinu.GíbraltarapiPerlan rifin úr höndum Tyrkja Langafi Alexanders Grikkjakóngs var Kristján IX Danakóngur, sá er færði okkur Íslendingum „frelsisskrá úr föðurhendi“. Sonarsonur Kristjáns var Konstantín I sem varð Grikkjakóngur 1913. Hann var menntaður í Þýskalandi og mágur Vilhjálms II keisara. Er fyrri heimsstyrjöldin braust út vildi valdamikill forsætisráðherra Grikkja, Eleftherios Venizelos, að landsmenn skipuðu sér í lið með Bretum og Frökkum gegn Þjóðverjum og Tyrkjum sem voru saman í bandalagi. Fyrir Venizelosi vakti ekki síst að krækja í lönd af Tyrkjum, erkióvinum Grikkja frá gamalli tíð, en Tyrkjaveldi stóð þá höllum fæti. Konstantín I var enginn vinur Tyrkja en þeim mun hlynntari Þjóðverjum. Hann beitti sér fyrir því að Grikklandi yrði hlutlaust en reyndi að þoka landinu nær Þýskalandi er leið á stríðið. Bretar beittu sér þá fyrir því að Konstantín var rutt úr hásætinu árið 1917 og fór hann í útlegð til Sviss, en til kóngs var dubbaður Alexander sonur hans. Hann var 23 ára, hafði litla hæfileika og litla menntun til að stýra landi, enda mála sannast að hann var aldrei annað en leppur Breta og Venizelosar. Það hlutskipti líkaði honum illa, en fékk ekki að gert, nánast innilokaður í Tatoi-höllinni skammt norður af Aþenu. Meðan Alexander I ríkti þannig að nafninu til lauk fyrri heimsstyrjöldinni með því að Þjóðverjar og bandamenn þeirra biðu lægri hlut. Mikil togstreita hófst um hvað verða skyldi um Tyrkjaveldi og í friðarsamningum sem Tyrkir voru neyddir til að samþykkja í ágúst 1920 var ríki þeirra skorið rækilega niður við trog. Það átti aðeins að ná yfir hluta af miðri Anatolíu og norðurströndinni við Svartahafið. Í austri áttu Armenar og Kúrdar að fá lönd af Tyrkjum, og nýtt Sýrland líka, kringum tyrknesku borgina Izmir átti Grikkland að fá mikið svæði en þá borg kölluðu Grikkir frá fornu fari Smyrnu. Og Istanbúl og nágrenni átti að vera á ábyrgð alþjóðasamfélagsins, sú mikla perla hrifin úr höndum Tyrkja! En af því Alexander I dó, þá fór þetta allt út um þúfur. Um það leyti missti Venizelos tökin á landstjórninni og Grikkir kusu að kalla Konstantín I aftur til konungs. Og þá fór í verra, því Konstantín taldi sig vera mikinn herforingja og kjörið að láta kné fylgja kviði gagnvart Tyrkjum. Ný lota í stríði þjóðanna hófst og þótt Tyrkir væru illa á sig komnir var oflátungsháttur Konstantíns slíkur að hann klúðraði því stríði illilega. Grikkir misstu að lokum allar þær lendur í Anatolíu sem samningurinn 1920 hafði tryggt þeim, mannfall varð ógurlegt í stríðinu, og þjáningar fólks lítt bærilegar. Og Istanbúl, sem alþjóðasamfélagið hefði sjálfsagt afhent Grikkjum að lokum ef þeir hefðu ekki skotið sig svona illilega í fótinn, sú merkilega borg varð áfram tyrknesk og heitir ennþá Istanbúl. Og svo risu Tyrkir upp á afturlappirnar, eftir að sigrast á hinum fífldjarfa Konstantín I og mönnum hans, að þeir endurheimtu líka lönd sín í austri: Armenía og Sýrland fengu öngvar sneiðar af Tyrklandi, og Kúrdistan varð auðvitað ekki til. Og allt þetta út af apakettinum sem beit kónginn! Þetta er auðvitað hjásaga í öllu sínu veldi – maður veit aldrei nákvæmlega hvað hefði gerst ef apinn hefði ekki bitið Alexander, en það er samt eitthvað töluvert til í þessu! Hvað varð um apann? Æjú, við vitum það. Eftir að kóngurinn var bitinn, þá fóru þjónar kóngsins á kreik, veiddu apana báða og lóguðu þeim. En þá var það orðið of seint.
Flækjusaga Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira