Pervertismi fyrir pappír 25. mars 2014 07:30 Útskriftarnemar úr grafískri hönnun Vísir/Daníel Mæna, tímarit um grafíska hönnun á Íslandi, er gefið út af útskriftarnemum úr Listaháskólanum í dag. „Þetta er fimmta útgáfa Mænu. Að sjálfsögðu hljómar það frekar yfirþyrmandi í fyrstu að 20 hönnunarnemar með mismikið egó og afar mismunandi skoðanir fari saman í slíka útgáfu en ótrúlegt en satt þá gekk samvinnan vonum framar og engin vinslit urðu við vinnslu blaðsins,“ segir Krista Hall, einn nemenda að baki útgáfunni, létt í bragði. Þema blaðsins í ár er tækni. „Við sem útskriftarnemar í grafískri hönnun þurfum að vera leiðandi í þeim straumum sem í gangi eru í hönnunarheiminum hverju sinni,“ segir Sigríður Hulda Sigurðardóttir, annar nemandi í Listaháskólanum. „Við tölum oft um að við séum með ákveðinn pervertisma fyrir pappír, litum og áferð og okkur fannst við svo sannarlega ná að fullnægja þeim pervertisma með þessu sexí tímariti,“ segir Krista, en þau eyddu miklum tíma í Gunnari Eggertssyni við pappírsval. „Við misstum okkur úr gleði inn á flennistórum pappírslagernum hjá honum. Svo hefði ég ekki getað ímyndað mér að lyktin af nýprentuðu tímariti gæti verið svona fáránlega góð eða lengri dvöl í prentsmiðjunni Odda svona gefandi,“ bætir hún við. Blaðið er gefið út í 500 eintökum og er hvert eintak sett saman í höndunum. „Það þýddi fjórtán klukkutíma af færibandavinnu og hvorki meira né minna en sjö hundruð og fimmtíu metra af teygju sem klippt var niður og notuð til að festa tímaritið saman. Þá var líka eins gott að við værum öll vinir ennþá því þessir fjórtán tímar tóku aðeins á taugarnar en á uppgjafaraugnablikunum var bara hækkað í tónlistinni og dansað smá meðan teygjurnar voru þræddar í blaðið,“ segir Krista, en útgáfuhóf Mænu er haldið í Dansverkstæðinu klukkan fimm í dag. Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Mæna, tímarit um grafíska hönnun á Íslandi, er gefið út af útskriftarnemum úr Listaháskólanum í dag. „Þetta er fimmta útgáfa Mænu. Að sjálfsögðu hljómar það frekar yfirþyrmandi í fyrstu að 20 hönnunarnemar með mismikið egó og afar mismunandi skoðanir fari saman í slíka útgáfu en ótrúlegt en satt þá gekk samvinnan vonum framar og engin vinslit urðu við vinnslu blaðsins,“ segir Krista Hall, einn nemenda að baki útgáfunni, létt í bragði. Þema blaðsins í ár er tækni. „Við sem útskriftarnemar í grafískri hönnun þurfum að vera leiðandi í þeim straumum sem í gangi eru í hönnunarheiminum hverju sinni,“ segir Sigríður Hulda Sigurðardóttir, annar nemandi í Listaháskólanum. „Við tölum oft um að við séum með ákveðinn pervertisma fyrir pappír, litum og áferð og okkur fannst við svo sannarlega ná að fullnægja þeim pervertisma með þessu sexí tímariti,“ segir Krista, en þau eyddu miklum tíma í Gunnari Eggertssyni við pappírsval. „Við misstum okkur úr gleði inn á flennistórum pappírslagernum hjá honum. Svo hefði ég ekki getað ímyndað mér að lyktin af nýprentuðu tímariti gæti verið svona fáránlega góð eða lengri dvöl í prentsmiðjunni Odda svona gefandi,“ bætir hún við. Blaðið er gefið út í 500 eintökum og er hvert eintak sett saman í höndunum. „Það þýddi fjórtán klukkutíma af færibandavinnu og hvorki meira né minna en sjö hundruð og fimmtíu metra af teygju sem klippt var niður og notuð til að festa tímaritið saman. Þá var líka eins gott að við værum öll vinir ennþá því þessir fjórtán tímar tóku aðeins á taugarnar en á uppgjafaraugnablikunum var bara hækkað í tónlistinni og dansað smá meðan teygjurnar voru þræddar í blaðið,“ segir Krista, en útgáfuhóf Mænu er haldið í Dansverkstæðinu klukkan fimm í dag.
Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira