Lífið

Tekur rúnt um bæinn í tilefni HönnunarMars

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Tekur rúnt um bæinn.
Tekur rúnt um bæinn. Vísir/Hörður Sveinsson
„Í gær fór ég á DesignTalks í Hörpu og það var mjög gaman. Þar fór ég á áhugaverðan fyrirlestur um þéttingu byggðar og talað var um Ólympíuþorpið í London meðal annars,“ segir Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, en hún ætlar að njóta HönnunarMars í botn.

Í gær fór hún einnig á skemmtilegan fyrirlestur hjá finnskum manni að nafni Marco Steinberg sem ræddi skapandi hugsun og nálgun í stjórnsýslu. „Hann talaði svolítið mál Bjartrar framtíðar,“ bætir Heiða Kristín við létt í lundu.

Í dag ætlar hún að taka göngutúr um bæinn og meðal annars að kíkja á tískusýninguna hennar Hildar Yeoman. „Hún er einmitt frænka Elsu Yeoman sem er í 2. sæti Bjartrar framtíðar í Reykjavík. Tískusýningin er inspíreruð af ömmu þeirra,“ segir Heiða Kristín.

Á laugardag ætlar hún að taka annan rúnt. „Mig langar að fara í Þjóðmenningarhúsið og kíkja á Hildi Sigurðardóttur og Letterpress-prentunina.“

Heiða Kristín segist ætla reyna taka Jón Gnarr og S. Björn Blöndal með sér á rúntinn og rýna í þá hönnun sem til sýnis er. „Mig langar að láta koma mér á óvart og ég býst við því að taka Jón og Björn með mér.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×