Er laust pláss á HM 2018? Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2014 06:00 Ég æfði aldrei íþróttir þegar ég var yngri. Mér bauð eiginlega við þeim. Systur mínar tvær hins vegar æfðu allar mögulegar og ómögulegar íþróttir. Á meðan sat ég heima og hlustaði á plötur, talaði við bangsann minn eða horfði á Nágranna með flöskubotnagleraugun mín – þónokkrum kílóum of þung. Eitt vorið lét ég hafa mig út í það að æfa knattspyrnu með kvennaliði Leiknis í Breiðholti. Það lið var vægast sagt arfaslakt. Töpuðum yfirleitt leikjum 15-0. Ég hætti eftir mánuð því ég passaði ekki í búningana þannig að ég hélt bara áfram að vera akfeit. Ég skildi því aldrei hugmyndina um keppnisskap. Fann aldrei fyrir því. Hafði enga löngun til að vera sigurvegari í misgáfulegu sporti. Þegar ég var tvítug ákvað ég að láta reyna á knattspyrnuhæfileika mína og spilaði bolta með vinnufélögum mínum einu sinni í viku. Til að gera langa sögu stutta var sá ferill frekar stuttur. Ég endaði á því að hanga á hliðarlínunni mestmegnis af tímanum því enginn þorði að gefa á mig. Þegar ég fékk boltann fríkaði ég út, starði á knöttinn eins og hann væri minn versti óvinur og kastaði mér í gólfið. Síðan þá hef ég einbeitt mér að því að horfa á fótbolta. Ég er miklu betri í því. Þangað til ég fékk pínulítinn leiða á lífinu um daginn og í þann mund sem ég var að missa vonina fékk ég meldingu á Facebook um svokallaðan fréttastofubolta. Í einhverju bríaríi skráði ég mig. Lokaði svo tölvunni í snarhasti. Daginn eftir pakkaði ég í tösku en vonaði innst inni að mig hefði dreymt þetta. Svo var ekki. Þegar á hólminn var komið gerði ég samstarfsmönnum mínum fyllilega grein fyrir því að ég væri ömurleg í fótbolta. En samt gáfu þeir mér séns. Aftur og aftur og aftur. Í gær borgaði sénsinn sig. Ég skoraði mitt fyrsta mark. Á ævinni. Loksins skildi ég af hverju fótboltamenn rífa sig nánast úr að ofan og tjúllast þegar boltinn snertir netið. Ef ég byrja að æfa núna, ætli ég komist ekki á HM 2018? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Ég æfði aldrei íþróttir þegar ég var yngri. Mér bauð eiginlega við þeim. Systur mínar tvær hins vegar æfðu allar mögulegar og ómögulegar íþróttir. Á meðan sat ég heima og hlustaði á plötur, talaði við bangsann minn eða horfði á Nágranna með flöskubotnagleraugun mín – þónokkrum kílóum of þung. Eitt vorið lét ég hafa mig út í það að æfa knattspyrnu með kvennaliði Leiknis í Breiðholti. Það lið var vægast sagt arfaslakt. Töpuðum yfirleitt leikjum 15-0. Ég hætti eftir mánuð því ég passaði ekki í búningana þannig að ég hélt bara áfram að vera akfeit. Ég skildi því aldrei hugmyndina um keppnisskap. Fann aldrei fyrir því. Hafði enga löngun til að vera sigurvegari í misgáfulegu sporti. Þegar ég var tvítug ákvað ég að láta reyna á knattspyrnuhæfileika mína og spilaði bolta með vinnufélögum mínum einu sinni í viku. Til að gera langa sögu stutta var sá ferill frekar stuttur. Ég endaði á því að hanga á hliðarlínunni mestmegnis af tímanum því enginn þorði að gefa á mig. Þegar ég fékk boltann fríkaði ég út, starði á knöttinn eins og hann væri minn versti óvinur og kastaði mér í gólfið. Síðan þá hef ég einbeitt mér að því að horfa á fótbolta. Ég er miklu betri í því. Þangað til ég fékk pínulítinn leiða á lífinu um daginn og í þann mund sem ég var að missa vonina fékk ég meldingu á Facebook um svokallaðan fréttastofubolta. Í einhverju bríaríi skráði ég mig. Lokaði svo tölvunni í snarhasti. Daginn eftir pakkaði ég í tösku en vonaði innst inni að mig hefði dreymt þetta. Svo var ekki. Þegar á hólminn var komið gerði ég samstarfsmönnum mínum fyllilega grein fyrir því að ég væri ömurleg í fótbolta. En samt gáfu þeir mér séns. Aftur og aftur og aftur. Í gær borgaði sénsinn sig. Ég skoraði mitt fyrsta mark. Á ævinni. Loksins skildi ég af hverju fótboltamenn rífa sig nánast úr að ofan og tjúllast þegar boltinn snertir netið. Ef ég byrja að æfa núna, ætli ég komist ekki á HM 2018?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun