Listi yfir Íslendinga í skattaskjóli afhentur Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 14. apríl 2014 09:12 Fjöldi skattaskjólsmála hefur tengst Lúxemborg. NORDICPHOTOS/AFP Skattrannsóknarstjóri hefur fengið lista frá breskum yfirvöldum með nöfnum 10 Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Nöfn Íslendinganna voru í leyniskjölum ICIJ, alþjóðlegs samstarfsvettvangs rannsóknarblaðamanna. ICIJ birti í fyrra niðurstöður viðamesta rannsóknarverkefnis síns sem er um skattaskjól en verkefnið er byggt á um 2,5 milljónum leyniskjala. „Yfirvöld í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu fengu aðgang að gögnunum og hafa verið að vinna úr þeim. Síðan hafa þau verið að senda upplýsingarnar áfram til annarra landa. Við erum að bíða eftir frekari gögnum sem Bretar hafa undir höndum um þessa tilteknu aðila sem eru á listanum sem okkur var sendur. Það fer svo eftir því hvað kemur út úr þeim hvernig okkar rannsókn verður háttað,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.bryndís KristjánsdóttirHún getur þess jafnframt að embættinu hafi nokkrum sinnum verið boðið að kaupa ýmis gögn frá útlöndum en því hafi verið hafnað. „Þetta hafa verið bæði stór og smá gögn. Í einu tilfellinu var nefndur listi með nöfnum hundraða Íslendinga. Það er alveg klárt að það yrði fengur að fá slík gögn en það er spurning hvað má telja eðlilegt að ganga langt til að afla þeirra. En af þessu sýnist mér að draga megi þá ályktun að til séu ýmis gögn úti um allan heim.“ Að sögn Bryndísar er yfirleitt ekki vitað hverjir það eru sem bjóða gögnin til sölu. „Þeir leggja mikið upp úr nafnleynd. Sú leið hefur aldrei verið farin hjá okkur að kaupa slík gögn og það hefur einnig verið stefnan annars staðar á Norðurlöndum. Ýmis önnur lönd hafa hins vegar keypt slík gögn, til dæmis Þýskaland.“ Spurð um uppsett verð segir Bryndís að samræðurnar við seljendur hafi aldrei komist á það stig að verð hafi komið til tals. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur fengið lista frá breskum yfirvöldum með nöfnum 10 Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Nöfn Íslendinganna voru í leyniskjölum ICIJ, alþjóðlegs samstarfsvettvangs rannsóknarblaðamanna. ICIJ birti í fyrra niðurstöður viðamesta rannsóknarverkefnis síns sem er um skattaskjól en verkefnið er byggt á um 2,5 milljónum leyniskjala. „Yfirvöld í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu fengu aðgang að gögnunum og hafa verið að vinna úr þeim. Síðan hafa þau verið að senda upplýsingarnar áfram til annarra landa. Við erum að bíða eftir frekari gögnum sem Bretar hafa undir höndum um þessa tilteknu aðila sem eru á listanum sem okkur var sendur. Það fer svo eftir því hvað kemur út úr þeim hvernig okkar rannsókn verður háttað,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.bryndís KristjánsdóttirHún getur þess jafnframt að embættinu hafi nokkrum sinnum verið boðið að kaupa ýmis gögn frá útlöndum en því hafi verið hafnað. „Þetta hafa verið bæði stór og smá gögn. Í einu tilfellinu var nefndur listi með nöfnum hundraða Íslendinga. Það er alveg klárt að það yrði fengur að fá slík gögn en það er spurning hvað má telja eðlilegt að ganga langt til að afla þeirra. En af þessu sýnist mér að draga megi þá ályktun að til séu ýmis gögn úti um allan heim.“ Að sögn Bryndísar er yfirleitt ekki vitað hverjir það eru sem bjóða gögnin til sölu. „Þeir leggja mikið upp úr nafnleynd. Sú leið hefur aldrei verið farin hjá okkur að kaupa slík gögn og það hefur einnig verið stefnan annars staðar á Norðurlöndum. Ýmis önnur lönd hafa hins vegar keypt slík gögn, til dæmis Þýskaland.“ Spurð um uppsett verð segir Bryndís að samræðurnar við seljendur hafi aldrei komist á það stig að verð hafi komið til tals.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira