Dýpri og frjórri umræða Þorsteinn Pálsson skrifar 26. apríl 2014 07:00 Tillaga utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið hefur með margvíslegu móti virkað á annan veg en hann ætlaði. Sjálfur hefur hann til að mynda viðurkennt að hafa gert mistök með því að gera sér ekki grein fyrir þeirri kröftugu andstöðu mikils meirihluta þjóðarinnar sem birst hefur síðustu vikur. Svo er annað að hann vill ekki draga neinn lærdóm af þeim mistökum. En hitt er ekki síður athyglisvert að tillagan hefur vakið upp alveg nýjan áhuga á upplýstri umræðu um öll þau álitaefni sem aðildarumsókninni tengjast og kosti hennar og galla. Um nokkurn tíma hefur umræðan verið föst í tiltölulega einföldum frösum. Og eins og úttekt á fréttaflutningi Ríkisútvarpsins sýndi hafa andstæðingar aðildar verið ráðandi í umræðunni. Einfaldur hræðsluáróður hefur verið uppistaðan í röksemdafærslunni. Engu er hins vegar líkara en að tillagan um viðræðuslit hafi leyst úr læðingi mikinn áhuga á dýpri skoðun málsins. Sú spurning hefur orðið áleitnari hvað við blasir ef Evrópuleiðinni er lokað. Efasemdir um að unnt verði að tryggja til frambúðar stöðugleika án hafta eru meiri en áður. Þetta er breytt pólitískt landslag. Fyrir tveimur mánuðum gat ríkisstjórnin verið hæfilega áhyggjulaus vegna spurninga af þessu tagi. Nú kemst hún ekki hjá því að taka þær með í reikninginn. Það er gott. En hitt er verra að hún er málefnalega illa undirbúin. Það skýrir hversu ómarkviss og fálmkennd viðbrögð hennar hafa verið við uppreisn almennings. Skýrslur hagfræðistofnunar og alþjóðastofnunar Háskóla Íslands bæta úr sárum skorti á þekkingarundirstöðu fyrir málefnalega rökræðu. Þó að utanríkisráðherrann hafni þekkingarframlaginu og bindi sjálfan sig fastan við siglutré hræðsluáróðursins bendir flest til að þunginn í málefnalegri umræðu muni aukast. Málið verður stærra í næstu kosningum en ella hefði orðið.Sjávarútvegurinn Þó að skýrslurnar tvær séu góð umræðubót fer því fjarri að öll álitamál hafi verið brotin til mergjar. Tvær áhugaverðar spurningar vakna vegna sjávarútvegsins. Önnur lýtur að samningum við þriðju ríki um fiskveiðiheimildir úr deilistofnum innan og utan lögsögu. Þar er meginreglan sú að Evrópusambandið semur fyrir hönd aðildarríkjanna. Enn hefur hins vegar engin djúp greining farið fram á því hvernig kaupin gerast á eyrinni innan bandalagsins að þessu leyti. Við höfum langa reynslu af því að Evrópusambandið er harðdrægt fyrir hönd aðildarríkjanna. En hvernig koma þau ár sinni fyrir borð inn á við? Makríllinn er dæmi um stofn þar sem ætla má að betra hefði verið að semja áður en til mögulegrar inngöngu kæmi. En er hugsanlegt að í öðrum tilvikum gæti verið sterkara að hafa sambandið allt að baki Íslandi, til dæmis gegn Norðmönnum og Rússum? Þetta þarf að skoða betur. Einnig þarf að skoða hversu miklar takmarkanir á erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi eru æskilegar. Morgunblaðið var til að mynda frá upphafi andvígt fjárfestingafyrirvaranum í samningnum um evrópska efnahagssvæðið alveg óháð afstöðunni til aðildar. Er hugsanlegt að í ljósi mikilla tækifæra í meiri fullvinnslu og ýmiss konar hátækniiðnaði í sjávarútvegsklasanum hefði greinin þörf fyrir rýmri fjárfestingarkosti? Menn eiga ekki að hrapa að niðurstöðum. En það er ástæða til að greina slík álitaefni betur.Landbúnaðurinn Útgangspunkturinn í öllum athugunum á landbúnaðinum í tengslum við hugsanlega Evrópusambandsaðild er að verja óbreytt ástand. Það er virðingarvert út frá því sjónarhorni að menn vita hvað þeir hafa. En er ekki hitt líka spurning hver framtíð landbúnaðarins á Íslandi er að öllu óbreyttu? Er ekki hugsanlegt að þeir kostir séu of þröngir ætli menn sér að sækja fram? Það hefur orðið talsverð framleiðniaukning í landbúnaði. Bændum fækkaði til að mynda nokkurn veginn í sömu hlutföllum hér á tíma Guðna Ágústssonar í landbúnaðarráðuneytinu og í Finnlandi á fyrsta áratug Evrópusambandsaðildar. Það var til marks um framfarir bæði hér og þar. Framleiðniaukningin þarf að halda áfram eigi bændur ekki að dragast aftur úr. En það eru takmörk fyrir því hvað þeim má fækka án þess að það ógni tilveru greinarinnar. Spurningin er því sú hvort ekki þarf að hugsa dæmið upp á nýtt. Gætu sóknarfæri landbúnaðarins hugsanlega falist í frjálsari viðskiptum og greiðari aðgangi að nærmörkuðum? Við áleitnum spurningum af þessu tagi eru engin einföld svör. En ástæða getur verið til að greina þær betur og skoða hvort breytingar gætu mögulega falið í sér meiri tækifæri en óbreytt ástand. Hér eru verkefni fyrir fræðasamfélagið. Og þó að pólitíkin sé lokuð fyrir þekkingaröflun er greinilegt að almenningur kallar eftir frjórri umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ESB-málið Þorsteinn Pálsson Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Tillaga utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið hefur með margvíslegu móti virkað á annan veg en hann ætlaði. Sjálfur hefur hann til að mynda viðurkennt að hafa gert mistök með því að gera sér ekki grein fyrir þeirri kröftugu andstöðu mikils meirihluta þjóðarinnar sem birst hefur síðustu vikur. Svo er annað að hann vill ekki draga neinn lærdóm af þeim mistökum. En hitt er ekki síður athyglisvert að tillagan hefur vakið upp alveg nýjan áhuga á upplýstri umræðu um öll þau álitaefni sem aðildarumsókninni tengjast og kosti hennar og galla. Um nokkurn tíma hefur umræðan verið föst í tiltölulega einföldum frösum. Og eins og úttekt á fréttaflutningi Ríkisútvarpsins sýndi hafa andstæðingar aðildar verið ráðandi í umræðunni. Einfaldur hræðsluáróður hefur verið uppistaðan í röksemdafærslunni. Engu er hins vegar líkara en að tillagan um viðræðuslit hafi leyst úr læðingi mikinn áhuga á dýpri skoðun málsins. Sú spurning hefur orðið áleitnari hvað við blasir ef Evrópuleiðinni er lokað. Efasemdir um að unnt verði að tryggja til frambúðar stöðugleika án hafta eru meiri en áður. Þetta er breytt pólitískt landslag. Fyrir tveimur mánuðum gat ríkisstjórnin verið hæfilega áhyggjulaus vegna spurninga af þessu tagi. Nú kemst hún ekki hjá því að taka þær með í reikninginn. Það er gott. En hitt er verra að hún er málefnalega illa undirbúin. Það skýrir hversu ómarkviss og fálmkennd viðbrögð hennar hafa verið við uppreisn almennings. Skýrslur hagfræðistofnunar og alþjóðastofnunar Háskóla Íslands bæta úr sárum skorti á þekkingarundirstöðu fyrir málefnalega rökræðu. Þó að utanríkisráðherrann hafni þekkingarframlaginu og bindi sjálfan sig fastan við siglutré hræðsluáróðursins bendir flest til að þunginn í málefnalegri umræðu muni aukast. Málið verður stærra í næstu kosningum en ella hefði orðið.Sjávarútvegurinn Þó að skýrslurnar tvær séu góð umræðubót fer því fjarri að öll álitamál hafi verið brotin til mergjar. Tvær áhugaverðar spurningar vakna vegna sjávarútvegsins. Önnur lýtur að samningum við þriðju ríki um fiskveiðiheimildir úr deilistofnum innan og utan lögsögu. Þar er meginreglan sú að Evrópusambandið semur fyrir hönd aðildarríkjanna. Enn hefur hins vegar engin djúp greining farið fram á því hvernig kaupin gerast á eyrinni innan bandalagsins að þessu leyti. Við höfum langa reynslu af því að Evrópusambandið er harðdrægt fyrir hönd aðildarríkjanna. En hvernig koma þau ár sinni fyrir borð inn á við? Makríllinn er dæmi um stofn þar sem ætla má að betra hefði verið að semja áður en til mögulegrar inngöngu kæmi. En er hugsanlegt að í öðrum tilvikum gæti verið sterkara að hafa sambandið allt að baki Íslandi, til dæmis gegn Norðmönnum og Rússum? Þetta þarf að skoða betur. Einnig þarf að skoða hversu miklar takmarkanir á erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi eru æskilegar. Morgunblaðið var til að mynda frá upphafi andvígt fjárfestingafyrirvaranum í samningnum um evrópska efnahagssvæðið alveg óháð afstöðunni til aðildar. Er hugsanlegt að í ljósi mikilla tækifæra í meiri fullvinnslu og ýmiss konar hátækniiðnaði í sjávarútvegsklasanum hefði greinin þörf fyrir rýmri fjárfestingarkosti? Menn eiga ekki að hrapa að niðurstöðum. En það er ástæða til að greina slík álitaefni betur.Landbúnaðurinn Útgangspunkturinn í öllum athugunum á landbúnaðinum í tengslum við hugsanlega Evrópusambandsaðild er að verja óbreytt ástand. Það er virðingarvert út frá því sjónarhorni að menn vita hvað þeir hafa. En er ekki hitt líka spurning hver framtíð landbúnaðarins á Íslandi er að öllu óbreyttu? Er ekki hugsanlegt að þeir kostir séu of þröngir ætli menn sér að sækja fram? Það hefur orðið talsverð framleiðniaukning í landbúnaði. Bændum fækkaði til að mynda nokkurn veginn í sömu hlutföllum hér á tíma Guðna Ágústssonar í landbúnaðarráðuneytinu og í Finnlandi á fyrsta áratug Evrópusambandsaðildar. Það var til marks um framfarir bæði hér og þar. Framleiðniaukningin þarf að halda áfram eigi bændur ekki að dragast aftur úr. En það eru takmörk fyrir því hvað þeim má fækka án þess að það ógni tilveru greinarinnar. Spurningin er því sú hvort ekki þarf að hugsa dæmið upp á nýtt. Gætu sóknarfæri landbúnaðarins hugsanlega falist í frjálsari viðskiptum og greiðari aðgangi að nærmörkuðum? Við áleitnum spurningum af þessu tagi eru engin einföld svör. En ástæða getur verið til að greina þær betur og skoða hvort breytingar gætu mögulega falið í sér meiri tækifæri en óbreytt ástand. Hér eru verkefni fyrir fræðasamfélagið. Og þó að pólitíkin sé lokuð fyrir þekkingaröflun er greinilegt að almenningur kallar eftir frjórri umræðu.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun