Skólarnir slógust um Rannveigu Baldvin Þormóðsson skrifar 28. apríl 2014 12:00 Rannveig Marta Sarc er hæfileikarík tónlistarkona sem lifir fyrir tónlistina. Fréttablaðið/Stefán „Þetta var alveg það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni,“ segir Rannveig Marta Sarc en hún sótti um í sex tónlistarháskóla í Bandaríkjunum og fékk inngöngu í þá alla. „Ég ákvað að fara í Juilliard eftir að þeir buðu mér fullan skólastyrk,“ segir Rannveig en skólarnir þurftu að bjóða sín á milli í unga fiðluleikarann. „Ég fékk tilboð frá Juilliard og síðan annað betra frá Oberlin Conservatory þannig að þegar ég sagði þeim frá því tilboði þá buðu þeir mér bara hærra,“ segir Rannveig en hún þarf þá ekki að borga nein skólagjöld alla sína skólagöngu í Juilliard. „Ég skil ekki alveg hvernig það gerðist,“ segir fiðluleikarinn og hlær. „Það var samt ótrúlega erfið ákvörðun að velja skóla því þeir eru allir frábærir og hafa sína kosti og galla,“ segir Rannveig en hún vildi velja skóla á réttum forsendum. „Ég valdi Juilliard en ekki bara út af nafninu, þar var kennari sem mér leist á og svo buðu þeir mér þennan styrk og þá lá þetta bara fyrir.“ Rannveig hefur spilað á fiðlu síðan hún var fjögurra ára en Guðný Guðmundsdóttir hefur kennt henni í Tónlistarskólanum í Reykjavík undanfarin sex ár. Rannveig segist samt ekki hafa verið mjög áhugasöm um tónlist í byrjun. „Báðir foreldrar mínir eru tónlistarmenn og mér fannst stundum eins og það væri verið að ýta mér út í þetta og þá streittist ég á móti,“ segir Rannveig. „Síðan fyrir svona þremur árum kviknaði áhuginn fyrir alvöru og þá gat ég ekki hugsað mér lífið án tónlistar.“ Ferðalag Rannveigar á milli háskólanna segir hún hafa stundum geta tekið á. „Að ferðast einn allan tímann og hugsa um alla þessa hluti en samt að þurfa að halda einbeitingunni getur tekið á,“ segir Rannveig. „Maður þarf að spila eins vel og maður getur við mjög stressandi kringumstæður.“ Ungi fiðluleikarinn byrjar í Juilliard í haust og segist Rannveig vera mjög spennt fyrir að flytja út til New York. „Fyrsta árið bý ég á heimavistinni, síðan flytur maður kannski í miðbæinn,“ segir Rannveig Marta og hlær. Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
„Þetta var alveg það skemmtilegasta sem ég hef gert á ævinni,“ segir Rannveig Marta Sarc en hún sótti um í sex tónlistarháskóla í Bandaríkjunum og fékk inngöngu í þá alla. „Ég ákvað að fara í Juilliard eftir að þeir buðu mér fullan skólastyrk,“ segir Rannveig en skólarnir þurftu að bjóða sín á milli í unga fiðluleikarann. „Ég fékk tilboð frá Juilliard og síðan annað betra frá Oberlin Conservatory þannig að þegar ég sagði þeim frá því tilboði þá buðu þeir mér bara hærra,“ segir Rannveig en hún þarf þá ekki að borga nein skólagjöld alla sína skólagöngu í Juilliard. „Ég skil ekki alveg hvernig það gerðist,“ segir fiðluleikarinn og hlær. „Það var samt ótrúlega erfið ákvörðun að velja skóla því þeir eru allir frábærir og hafa sína kosti og galla,“ segir Rannveig en hún vildi velja skóla á réttum forsendum. „Ég valdi Juilliard en ekki bara út af nafninu, þar var kennari sem mér leist á og svo buðu þeir mér þennan styrk og þá lá þetta bara fyrir.“ Rannveig hefur spilað á fiðlu síðan hún var fjögurra ára en Guðný Guðmundsdóttir hefur kennt henni í Tónlistarskólanum í Reykjavík undanfarin sex ár. Rannveig segist samt ekki hafa verið mjög áhugasöm um tónlist í byrjun. „Báðir foreldrar mínir eru tónlistarmenn og mér fannst stundum eins og það væri verið að ýta mér út í þetta og þá streittist ég á móti,“ segir Rannveig. „Síðan fyrir svona þremur árum kviknaði áhuginn fyrir alvöru og þá gat ég ekki hugsað mér lífið án tónlistar.“ Ferðalag Rannveigar á milli háskólanna segir hún hafa stundum geta tekið á. „Að ferðast einn allan tímann og hugsa um alla þessa hluti en samt að þurfa að halda einbeitingunni getur tekið á,“ segir Rannveig. „Maður þarf að spila eins vel og maður getur við mjög stressandi kringumstæður.“ Ungi fiðluleikarinn byrjar í Juilliard í haust og segist Rannveig vera mjög spennt fyrir að flytja út til New York. „Fyrsta árið bý ég á heimavistinni, síðan flytur maður kannski í miðbæinn,“ segir Rannveig Marta og hlær.
Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira