Lögreglumaður, lögmaður og símamaður handteknir Andri Ólafsson og Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2014 07:00 Starfsmanni Nova hefur verið sagt upp störfum vegna málsins. Starfsmanni fjarskiptafyrirtækisins Nova hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um að hafa misnotað aðstöðu sína hjá fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er starfsmaðurinn grunaður um að hafa farið í fjarskiptagögn Nova og er rannsókn hafin hjá lögreglu á því hvort og þá hvernig hann hafi dreift gögnunum. „Við töldum okkur ekki stætt á öðru en að segja honum upp,“ segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, í samtali við Fréttablaðið. Hún staðfestir að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða. „Ekkert á þessari stundu bendir til þess að brot hafi átt sér stað en lögreglan fer með rannsókn málsins,“ segir Liv. Málið tengist rannsókn lögreglu á broti lögreglumanns vegna uppflettingar og meðferðar á upplýsingum úr upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE). Báðir mennirnir voru handteknir skömmu fyrir páska ásamt þriðja manni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sá starfsmaður lögfræðistofu á höfuðborgarsvæðinu og er grunaður um að hafa móttekið hinar illa fengnu upplýsingar. Lögfræðingurinn er í tímabundnu leyfi frá störfum meðan málið er til rannsóknar. Allir mennirnir þrír, sem eru vinir, hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn lögregluyfirvalda. Í tilkynningu frá ríkissaksóknara segir að embættið hafi mál lögreglumannsins til rannsóknar á grundvelli lögreglulaga en sú rannsókn lýtur einkum að ætluðum brotum á ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi. Rannsókn lögreglu á hinum mönnunum tveimur lýtur að brotum á fjarskiptalögum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum aðstoðar við rannsókn málsins. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru brot mannanna nokkurra ára gömul en voru ekki kærð fyrr en nýlega. Enginn hinna grunuðu né lögmenn þeirra vildu tjá sig þegar eftir því var leitað. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Starfsmanni fjarskiptafyrirtækisins Nova hefur verið vikið frá störfum vegna gruns um að hafa misnotað aðstöðu sína hjá fyrirtækinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er starfsmaðurinn grunaður um að hafa farið í fjarskiptagögn Nova og er rannsókn hafin hjá lögreglu á því hvort og þá hvernig hann hafi dreift gögnunum. „Við töldum okkur ekki stætt á öðru en að segja honum upp,“ segir Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, í samtali við Fréttablaðið. Hún staðfestir að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða. „Ekkert á þessari stundu bendir til þess að brot hafi átt sér stað en lögreglan fer með rannsókn málsins,“ segir Liv. Málið tengist rannsókn lögreglu á broti lögreglumanns vegna uppflettingar og meðferðar á upplýsingum úr upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE). Báðir mennirnir voru handteknir skömmu fyrir páska ásamt þriðja manni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sá starfsmaður lögfræðistofu á höfuðborgarsvæðinu og er grunaður um að hafa móttekið hinar illa fengnu upplýsingar. Lögfræðingurinn er í tímabundnu leyfi frá störfum meðan málið er til rannsóknar. Allir mennirnir þrír, sem eru vinir, hafa réttarstöðu sakborninga við rannsókn lögregluyfirvalda. Í tilkynningu frá ríkissaksóknara segir að embættið hafi mál lögreglumannsins til rannsóknar á grundvelli lögreglulaga en sú rannsókn lýtur einkum að ætluðum brotum á ákvæðum almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi. Rannsókn lögreglu á hinum mönnunum tveimur lýtur að brotum á fjarskiptalögum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum aðstoðar við rannsókn málsins. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru brot mannanna nokkurra ára gömul en voru ekki kærð fyrr en nýlega. Enginn hinna grunuðu né lögmenn þeirra vildu tjá sig þegar eftir því var leitað.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira