Íslenski boltinn

Hamfarir á íþróttavöllum Kópavogs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ómar Stefánsson, forstöðumaður íþróttavalla í Kópavogi.
Ómar Stefánsson, forstöðumaður íþróttavalla í Kópavogi. Vísir/Daníel
Ómar Stefánsson, forstöðumaður íþróttavalla í Kópavogi, segist aldrei hafa séð grasvelli bæjarins koma jafn illa undan vetrinum og nú á þeim fjórtán árum sem hann hefur gegnt starfinu.

„Þetta eru ákveðnar hamfarir sem hafa átt sér stað,“ sagði Ómar en eins og ítrekað hefur verið fjallað um lágu grasvellir á höfuðborgarsvæðin undir klaka lengi í vetur sem olli miklum kalskemmdum.

„Sáning byrjaði fyrir tveimur vikum og kláraðist fyrir þremur dögum. Svo skoðum við hvort við sáum aftur í sumar en við þurfum klárlega að gera það aftur í haust,“ segir Ómar.

„Við munum nú taka stöðuna vikulega og upplýsa félögin um gang mála jafn óðum.“


Tengdar fréttir

Krakkarnir sendir á mölina í Kópavogi

Breiðablik hefur fengið þau skilaboð frá Kópavogsbæ að yngri flokkar félagsins fái ekki að æfa á grasi fyrr en í júlí í fyrsta lagi. Yfirþjálfari yngri flokka félagsins telur þörf á að fá aðgang að fleiri gervigrasvöllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×