Meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ kolfallinn Brjánn Jónasson skrifar 14. maí 2014 06:30 Þrjú framboð sem bjóða fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum á Reykjanesi fá samtals 38,8 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er hrunið samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fær 30,8 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa, en fékk 52,8 prósent í kosningunum árið 2010 og sjö bæjarfulltrúa.Samfylkingin tapar einnig talsverðu fylgi frá síðustu kosningum. Um 19,6 prósent ætla að kjósa flokkinn nú, sem skilar Samfylkingunni tveimur bæjarfulltrúum. Fylgi flokksins hefur minnkað um þriðjung frá kosningum, þegar flokkurinn fékk 28,4 prósent atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar einnig um þriðjung, úr 14 prósentum í 9,3 prósent. Flokkurinn heldur þrátt fyrir það sínum eina bæjarfulltrúa. Stærst nýju framboðanna er Frjálst afl, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum. Framboðið fær 18,6 prósent atkvæða samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, og tvo bæjarfulltrúa. Píratar fá samkvæmt könnuninni 10,4 prósent atkvæða og einn mann kjörinn. Þá fær Bein leið 9,8 prósent atkvæða og einn bæjarfulltrúa. Miðað við þessar niðurstöður eru einu möguleikarnir á tveggja flokka stjórn samstarf Sjálfstæðisflokks við annaðhvort Samfylkinguna eða Frjálst afl. Verði gerð tilraun til að mynda stjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokksins þurfa svo gott sem öll önnur framboð að taka saman höndum, þótt eitt framboðanna þriggja sem fá einn bæjarfulltrúa gæti orðið út undan án þess að það stöðvi myndun meirihlutans.Aðferðafræðin Aðferðafræðin Hringt var í 1.126 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki mánudaginn 12. maí. Svarhlutfallið var 71 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Alls tóku 66,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fyrri könnun Fréttablaðsins ónýt Fréttablaðið kannaði fylgi flokka í Reykjanesbæ í síðustu viku en birti ekki niðurstöður könnunarinnar. Ástæðan var sú að starfsmaður 365 miðla varð uppvís að því að brjóta verklagsreglur við gerð könnunarinnar. Starfsmaðurinn talaði inn á talhólf að minnsta kosti eins einstaklings sem lent hafði í úrtaki könnunarinnar og lét eins og hann svaraði fyrir hann. Málið er litið afar alvarlegum augum innan 365 og var ákveðið að hætta gerð könnunarinnar og eyða þeim svörum sem hafði verið aflað. Starfmanninum hefur verið sagt upp störfum vegna alvarlegs trúnaðarbrests. Rækilega var farið yfir allt verklag við gerð skoðanakannana vegna málsins. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira
Þrjú framboð sem bjóða fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningunum á Reykjanesi fá samtals 38,8 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er hrunið samkvæmt könnuninni. Flokkurinn fær 30,8 prósent atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa, en fékk 52,8 prósent í kosningunum árið 2010 og sjö bæjarfulltrúa.Samfylkingin tapar einnig talsverðu fylgi frá síðustu kosningum. Um 19,6 prósent ætla að kjósa flokkinn nú, sem skilar Samfylkingunni tveimur bæjarfulltrúum. Fylgi flokksins hefur minnkað um þriðjung frá kosningum, þegar flokkurinn fékk 28,4 prósent atkvæða og þrjá bæjarfulltrúa. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar einnig um þriðjung, úr 14 prósentum í 9,3 prósent. Flokkurinn heldur þrátt fyrir það sínum eina bæjarfulltrúa. Stærst nýju framboðanna er Frjálst afl, klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum. Framboðið fær 18,6 prósent atkvæða samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, og tvo bæjarfulltrúa. Píratar fá samkvæmt könnuninni 10,4 prósent atkvæða og einn mann kjörinn. Þá fær Bein leið 9,8 prósent atkvæða og einn bæjarfulltrúa. Miðað við þessar niðurstöður eru einu möguleikarnir á tveggja flokka stjórn samstarf Sjálfstæðisflokks við annaðhvort Samfylkinguna eða Frjálst afl. Verði gerð tilraun til að mynda stjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokksins þurfa svo gott sem öll önnur framboð að taka saman höndum, þótt eitt framboðanna þriggja sem fá einn bæjarfulltrúa gæti orðið út undan án þess að það stöðvi myndun meirihlutans.Aðferðafræðin Aðferðafræðin Hringt var í 1.126 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki mánudaginn 12. maí. Svarhlutfallið var 71 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr Þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Alls tóku 66,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fyrri könnun Fréttablaðsins ónýt Fréttablaðið kannaði fylgi flokka í Reykjanesbæ í síðustu viku en birti ekki niðurstöður könnunarinnar. Ástæðan var sú að starfsmaður 365 miðla varð uppvís að því að brjóta verklagsreglur við gerð könnunarinnar. Starfsmaðurinn talaði inn á talhólf að minnsta kosti eins einstaklings sem lent hafði í úrtaki könnunarinnar og lét eins og hann svaraði fyrir hann. Málið er litið afar alvarlegum augum innan 365 og var ákveðið að hætta gerð könnunarinnar og eyða þeim svörum sem hafði verið aflað. Starfmanninum hefur verið sagt upp störfum vegna alvarlegs trúnaðarbrests. Rækilega var farið yfir allt verklag við gerð skoðanakannana vegna málsins.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Reykjanes Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Sjá meira