Áhersla á fjölbreytt húsnæði Freyr Bjarnason skrifar 15. maí 2014 11:15 Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi á fundi Samfylkingarinnar í gær. Fréttablaðið/Pjetur Uppbygging fjölbreytts húsnæðis er eitt af hinum stóru stefnumálum Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 31. maí. Á næstu þremur til fimm árum verður leigu- og búsetaíbúðum í Reykjavík fjölgað um 2.500 til 3.000. Flokkurinn hefur kallað eftir því að lagaumhverfi búsetusamvinnufélaga verði bætt og að íbúðareigendur eigi auðveldara með að leigja út frá sér. „Þessar breytingar áttu að liggja fyrir um síðustu áramót en komu fram í síðustu viku. Frumvörpin náðu ekki inn á þing. Svona hlutir skipta máli þegar verið er að fjárfesta til áratuga. Ég hefði viljað sjá þá hluti ganga hraðar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi á fundi í gær þar sem stefnumálin voru kynnt. Ekki hafa fengist svör frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA-ríkjanna, varðandi hvort huga þurfi að samkeppnislögum vegna þessara breytinga. „Við höfum kynnt okkur hvernig þessir hlutir eru gerðir í Finnlandi og á hinum Norðurlöndunum. Það hlýtur að gilda sama regluverkið þar en við verðum að gæta formsins og bíða eftir formlegum svörum.“ Á síðasta ári sagði Dagur að gert væri ráð fyrir því að borgin legði til allt að tíunda part framkvæmdakostnaðar við nýjan húsnæðiskost. „Við erum tilbúin að skoða það að leggja inn lóðir og jafnvel eitthvað fleira ef það verður til þess að lækka leiguverð. Það mun þá byggja á langtíma fjármögnunarsamningum um leiguhúsnæði,“ segir Dagur og telur að prósentan gæti orðið hærri en tíu prósent. „Þar skiptir máli hvað ríkið ætlar að koma inn með í húsaleigubætur og hvort stjórnin ætlar að fallast á tillögur ASÍ um að fara dönsku leiðina sem rímar vel við þær hugmyndir sem borgin hefur verið að setja fram.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Uppbygging fjölbreytts húsnæðis er eitt af hinum stóru stefnumálum Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 31. maí. Á næstu þremur til fimm árum verður leigu- og búsetaíbúðum í Reykjavík fjölgað um 2.500 til 3.000. Flokkurinn hefur kallað eftir því að lagaumhverfi búsetusamvinnufélaga verði bætt og að íbúðareigendur eigi auðveldara með að leigja út frá sér. „Þessar breytingar áttu að liggja fyrir um síðustu áramót en komu fram í síðustu viku. Frumvörpin náðu ekki inn á þing. Svona hlutir skipta máli þegar verið er að fjárfesta til áratuga. Ég hefði viljað sjá þá hluti ganga hraðar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi á fundi í gær þar sem stefnumálin voru kynnt. Ekki hafa fengist svör frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA-ríkjanna, varðandi hvort huga þurfi að samkeppnislögum vegna þessara breytinga. „Við höfum kynnt okkur hvernig þessir hlutir eru gerðir í Finnlandi og á hinum Norðurlöndunum. Það hlýtur að gilda sama regluverkið þar en við verðum að gæta formsins og bíða eftir formlegum svörum.“ Á síðasta ári sagði Dagur að gert væri ráð fyrir því að borgin legði til allt að tíunda part framkvæmdakostnaðar við nýjan húsnæðiskost. „Við erum tilbúin að skoða það að leggja inn lóðir og jafnvel eitthvað fleira ef það verður til þess að lækka leiguverð. Það mun þá byggja á langtíma fjármögnunarsamningum um leiguhúsnæði,“ segir Dagur og telur að prósentan gæti orðið hærri en tíu prósent. „Þar skiptir máli hvað ríkið ætlar að koma inn með í húsaleigubætur og hvort stjórnin ætlar að fallast á tillögur ASÍ um að fara dönsku leiðina sem rímar vel við þær hugmyndir sem borgin hefur verið að setja fram.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira