Eru dvergar dvergar? Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 24. maí 2014 07:00 Fréttablaðið birti í vikunni fréttina „Game of Thrones dvergurinn leikur illmennið“ þar sem greint er frá því að leikarinn Peter Dinklage, sem er dvergur, fari með hlutverk vonda kallsins í nýjustu X-men myndinni. Í einhverjum kimum internetsins fór allt á hliðina. Vægast sagt. Það þótti víst argasti dónaskapur að kalla leikarann dverg. Ég átti nokkuð bágt með að gera upp við mig hvar ég stæði í þessari umræðu. Átti ég að móðgast fyrir hönd Peters, sem ég veit að sjálfsögðu ekkert um hvort kunni vel eða illa við að vera kallaður Game of Thrones dvergurinn? Átti ég kannski að móðgast fyrir hönd allra smávaxinna einstaklinga? Réttast er auðvitað að leyfa viðkomandi hópi að ráða því hvaða hugtök eru notuð yfir þá sjálfa. Þessir hópar vita manna best hvaða orð særa og meiða. Og ef það fer fyrir brjóstið á þeim, mögulega sögunnar vegna, að nota ákveðin orð, þá er það ekkert nema sjálfsagt að virða það. Þannig hefur flest vitiborið fólk hætt að nota ósmekkleg orð til að lýsa til dæmis fólki með Downs-heilkenni, geðsjúkdóma eða annað litarhaft þó það þætti sjálfsagt mál fyrir aðeins nokkrum áratugum. Íslenskan gerir okkur hins vegar oft erfitt fyrir í svona stöðu. Á ensku er stundum talað um „lítið fólk“ í stað dverga. Við eigum ekkert slíkt viðurkennt hugtak. Og til að gera hlutina enn flóknari þá er skoðun smávaxinna einstaklinga á hugtakinu dvergur einnig óþekkt, svo langt sem þekking höfundar nær. En þangað til íslensk málnefnd kemur fram með nýtt orð yfir smávaxna einstaklinga þá erum við föst með orðið dvergur. Og á meðan þeir kvarta ekki yfir þessu hugtaki þá er ekki hægt að halda því fram að það sé neikvætt. Ekkert frekar en að vera samkynhneigður eða af erlendum uppruna. Þetta eru jú bara orð. En ef dvergar vilja ekki vera dvergar þá mega þeir auðvitað vera hvað sem er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Game of Thrones Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson Skoðun
Fréttablaðið birti í vikunni fréttina „Game of Thrones dvergurinn leikur illmennið“ þar sem greint er frá því að leikarinn Peter Dinklage, sem er dvergur, fari með hlutverk vonda kallsins í nýjustu X-men myndinni. Í einhverjum kimum internetsins fór allt á hliðina. Vægast sagt. Það þótti víst argasti dónaskapur að kalla leikarann dverg. Ég átti nokkuð bágt með að gera upp við mig hvar ég stæði í þessari umræðu. Átti ég að móðgast fyrir hönd Peters, sem ég veit að sjálfsögðu ekkert um hvort kunni vel eða illa við að vera kallaður Game of Thrones dvergurinn? Átti ég kannski að móðgast fyrir hönd allra smávaxinna einstaklinga? Réttast er auðvitað að leyfa viðkomandi hópi að ráða því hvaða hugtök eru notuð yfir þá sjálfa. Þessir hópar vita manna best hvaða orð særa og meiða. Og ef það fer fyrir brjóstið á þeim, mögulega sögunnar vegna, að nota ákveðin orð, þá er það ekkert nema sjálfsagt að virða það. Þannig hefur flest vitiborið fólk hætt að nota ósmekkleg orð til að lýsa til dæmis fólki með Downs-heilkenni, geðsjúkdóma eða annað litarhaft þó það þætti sjálfsagt mál fyrir aðeins nokkrum áratugum. Íslenskan gerir okkur hins vegar oft erfitt fyrir í svona stöðu. Á ensku er stundum talað um „lítið fólk“ í stað dverga. Við eigum ekkert slíkt viðurkennt hugtak. Og til að gera hlutina enn flóknari þá er skoðun smávaxinna einstaklinga á hugtakinu dvergur einnig óþekkt, svo langt sem þekking höfundar nær. En þangað til íslensk málnefnd kemur fram með nýtt orð yfir smávaxna einstaklinga þá erum við föst með orðið dvergur. Og á meðan þeir kvarta ekki yfir þessu hugtaki þá er ekki hægt að halda því fram að það sé neikvætt. Ekkert frekar en að vera samkynhneigður eða af erlendum uppruna. Þetta eru jú bara orð. En ef dvergar vilja ekki vera dvergar þá mega þeir auðvitað vera hvað sem er.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun