„Allt getur gerst“ í Hafnarfirði Bjarki Ármannsson skrifar 2. júní 2014 10:30 Myndun meirihluta getur enn farið á hvorn veginn sem er í Hafnarfirði. Vísir/Stefán Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur í Hafnarfirði í fyrsta sinn frá árinu 1998 í kosningunum á laugardag. Samfylkingin, sem hlaut flest atkvæði í síðustu þrennum bæjarstjórnarkosningum, missir tvo menn úr bæjarstjórn. „Meirihlutinn er fallinn og fólk vill gefa Samfylkingunni frí, það er alveg skýrt,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Flokkur hennar hlaut 35,8 prósent atkvæða og náði fimm mönnum inn í bæjarstjórn. Rósa segir að tími muni fara í það á næstunni að tala saman milli flokka um mögulega myndun meirihluta. Þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærstur í Hafnarfirði þarf hann að mynda meirihluta með einum hinna þriggja flokkanna og hlýtur Björt framtíð að teljast líklegasti kosturinn. „Það er margt sem hljómar vel í mínum eyrum í þeirra stefnuskrá og ýmislegt líka hjá hinum,“ segir Rósa. „Það verða málamiðlanir, auðvitað, og við skulum bara sjá hvað setur.“Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í bænum, segir ekki sjálfgefið að Samfylkingin verði utan meirihluta. „Ég lít svo á að það sé í höndum Bjartrar framtíðar núna að ákveða hvort hún vilji starfa til hægri og veita Sjálfstæðisflokknum stuðning sinn, eða með hinum jafnaðar- og félagshyggjuflokkunum,“ segir Gunnar. „Ég hefði eðlilega flokkað Samfylkinguna og Bjarta framtíð saman.“ Allt bendir því til að nýliðarnir í Bjartri framtíð séu í kjörstöðu varðandi myndun meirihluta. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti flokksins, segir þó ekkert víst í þeim efnum. „Það sem við viljum fyrst og fremst vera alveg viss um er að við séum algjörlega sátt við okkar val,“ segir Guðlaug. „Það getur líka einhver annar myndað meirihluta án okkar. Það getur allt gerst.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Stórtap Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Lokatölur: Meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fallinn í Hafnarfirði. 31. maí 2014 22:09 Kynjahlutfall einstaklega jafnt Fleiri konur bjóða sig fram til sveitarstjórnarkosninga nú en fyrir fjórum árum. 2. júní 2014 09:00 Stóru málin - Kappræður oddvita í Hafnarfirði Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins halda áfram í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld þegar forystufólk framboðanna í Hafnarfirði mæta til leiks. 27. maí 2014 16:08 Samfylkingin í Hafnarfirði: "Þetta er auðvitað áhyggjuefni fyrir okkur“ Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir um að ræða varnarsigur en flokkurinn tapar tveimur fulltrúum í bæjarstjórn. 31. maí 2014 22:46 Gunnar Axel segir meirihlutamyndun í Hafnarfirði í höndum Bjartrar framtíðar Telur að félagshyggjuflokkarnir í Hafnarfirði eigi að vinna saman 1. júní 2014 13:26 „Þetta er snilld“ Björt framtíð í Hafnarfirði er í lykilstöðu eftir úrslit næturinnar. Niðurstöður kosninganna eru ákall um breytingar í bænum segir Einar Birkir Einarsson, annar bæjarfulltrúa flokksins. 1. júní 2014 11:39 Meirihluti fallinn í fjórum af tíu stærstu sveitarfélögum Þegar fyrstu tölur eru komnar úr tíu stærstu sveitarfélögum landsins lítur út fyrir að meirihlutinn haldi í sex, en falli í fjórum. 31. maí 2014 23:29 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Erlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur í Hafnarfirði í fyrsta sinn frá árinu 1998 í kosningunum á laugardag. Samfylkingin, sem hlaut flest atkvæði í síðustu þrennum bæjarstjórnarkosningum, missir tvo menn úr bæjarstjórn. „Meirihlutinn er fallinn og fólk vill gefa Samfylkingunni frí, það er alveg skýrt,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Flokkur hennar hlaut 35,8 prósent atkvæða og náði fimm mönnum inn í bæjarstjórn. Rósa segir að tími muni fara í það á næstunni að tala saman milli flokka um mögulega myndun meirihluta. Þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærstur í Hafnarfirði þarf hann að mynda meirihluta með einum hinna þriggja flokkanna og hlýtur Björt framtíð að teljast líklegasti kosturinn. „Það er margt sem hljómar vel í mínum eyrum í þeirra stefnuskrá og ýmislegt líka hjá hinum,“ segir Rósa. „Það verða málamiðlanir, auðvitað, og við skulum bara sjá hvað setur.“Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í bænum, segir ekki sjálfgefið að Samfylkingin verði utan meirihluta. „Ég lít svo á að það sé í höndum Bjartrar framtíðar núna að ákveða hvort hún vilji starfa til hægri og veita Sjálfstæðisflokknum stuðning sinn, eða með hinum jafnaðar- og félagshyggjuflokkunum,“ segir Gunnar. „Ég hefði eðlilega flokkað Samfylkinguna og Bjarta framtíð saman.“ Allt bendir því til að nýliðarnir í Bjartri framtíð séu í kjörstöðu varðandi myndun meirihluta. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti flokksins, segir þó ekkert víst í þeim efnum. „Það sem við viljum fyrst og fremst vera alveg viss um er að við séum algjörlega sátt við okkar val,“ segir Guðlaug. „Það getur líka einhver annar myndað meirihluta án okkar. Það getur allt gerst.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Stórtap Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Lokatölur: Meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fallinn í Hafnarfirði. 31. maí 2014 22:09 Kynjahlutfall einstaklega jafnt Fleiri konur bjóða sig fram til sveitarstjórnarkosninga nú en fyrir fjórum árum. 2. júní 2014 09:00 Stóru málin - Kappræður oddvita í Hafnarfirði Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins halda áfram í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld þegar forystufólk framboðanna í Hafnarfirði mæta til leiks. 27. maí 2014 16:08 Samfylkingin í Hafnarfirði: "Þetta er auðvitað áhyggjuefni fyrir okkur“ Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir um að ræða varnarsigur en flokkurinn tapar tveimur fulltrúum í bæjarstjórn. 31. maí 2014 22:46 Gunnar Axel segir meirihlutamyndun í Hafnarfirði í höndum Bjartrar framtíðar Telur að félagshyggjuflokkarnir í Hafnarfirði eigi að vinna saman 1. júní 2014 13:26 „Þetta er snilld“ Björt framtíð í Hafnarfirði er í lykilstöðu eftir úrslit næturinnar. Niðurstöður kosninganna eru ákall um breytingar í bænum segir Einar Birkir Einarsson, annar bæjarfulltrúa flokksins. 1. júní 2014 11:39 Meirihluti fallinn í fjórum af tíu stærstu sveitarfélögum Þegar fyrstu tölur eru komnar úr tíu stærstu sveitarfélögum landsins lítur út fyrir að meirihlutinn haldi í sex, en falli í fjórum. 31. maí 2014 23:29 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Erlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Sjá meira
Stórtap Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Lokatölur: Meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fallinn í Hafnarfirði. 31. maí 2014 22:09
Kynjahlutfall einstaklega jafnt Fleiri konur bjóða sig fram til sveitarstjórnarkosninga nú en fyrir fjórum árum. 2. júní 2014 09:00
Stóru málin - Kappræður oddvita í Hafnarfirði Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins halda áfram í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld þegar forystufólk framboðanna í Hafnarfirði mæta til leiks. 27. maí 2014 16:08
Samfylkingin í Hafnarfirði: "Þetta er auðvitað áhyggjuefni fyrir okkur“ Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir um að ræða varnarsigur en flokkurinn tapar tveimur fulltrúum í bæjarstjórn. 31. maí 2014 22:46
Gunnar Axel segir meirihlutamyndun í Hafnarfirði í höndum Bjartrar framtíðar Telur að félagshyggjuflokkarnir í Hafnarfirði eigi að vinna saman 1. júní 2014 13:26
„Þetta er snilld“ Björt framtíð í Hafnarfirði er í lykilstöðu eftir úrslit næturinnar. Niðurstöður kosninganna eru ákall um breytingar í bænum segir Einar Birkir Einarsson, annar bæjarfulltrúa flokksins. 1. júní 2014 11:39
Meirihluti fallinn í fjórum af tíu stærstu sveitarfélögum Þegar fyrstu tölur eru komnar úr tíu stærstu sveitarfélögum landsins lítur út fyrir að meirihlutinn haldi í sex, en falli í fjórum. 31. maí 2014 23:29