„Allt getur gerst“ í Hafnarfirði Bjarki Ármannsson skrifar 2. júní 2014 10:30 Myndun meirihluta getur enn farið á hvorn veginn sem er í Hafnarfirði. Vísir/Stefán Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur í Hafnarfirði í fyrsta sinn frá árinu 1998 í kosningunum á laugardag. Samfylkingin, sem hlaut flest atkvæði í síðustu þrennum bæjarstjórnarkosningum, missir tvo menn úr bæjarstjórn. „Meirihlutinn er fallinn og fólk vill gefa Samfylkingunni frí, það er alveg skýrt,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Flokkur hennar hlaut 35,8 prósent atkvæða og náði fimm mönnum inn í bæjarstjórn. Rósa segir að tími muni fara í það á næstunni að tala saman milli flokka um mögulega myndun meirihluta. Þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærstur í Hafnarfirði þarf hann að mynda meirihluta með einum hinna þriggja flokkanna og hlýtur Björt framtíð að teljast líklegasti kosturinn. „Það er margt sem hljómar vel í mínum eyrum í þeirra stefnuskrá og ýmislegt líka hjá hinum,“ segir Rósa. „Það verða málamiðlanir, auðvitað, og við skulum bara sjá hvað setur.“Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í bænum, segir ekki sjálfgefið að Samfylkingin verði utan meirihluta. „Ég lít svo á að það sé í höndum Bjartrar framtíðar núna að ákveða hvort hún vilji starfa til hægri og veita Sjálfstæðisflokknum stuðning sinn, eða með hinum jafnaðar- og félagshyggjuflokkunum,“ segir Gunnar. „Ég hefði eðlilega flokkað Samfylkinguna og Bjarta framtíð saman.“ Allt bendir því til að nýliðarnir í Bjartri framtíð séu í kjörstöðu varðandi myndun meirihluta. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti flokksins, segir þó ekkert víst í þeim efnum. „Það sem við viljum fyrst og fremst vera alveg viss um er að við séum algjörlega sátt við okkar val,“ segir Guðlaug. „Það getur líka einhver annar myndað meirihluta án okkar. Það getur allt gerst.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Stórtap Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Lokatölur: Meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fallinn í Hafnarfirði. 31. maí 2014 22:09 Kynjahlutfall einstaklega jafnt Fleiri konur bjóða sig fram til sveitarstjórnarkosninga nú en fyrir fjórum árum. 2. júní 2014 09:00 Stóru málin - Kappræður oddvita í Hafnarfirði Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins halda áfram í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld þegar forystufólk framboðanna í Hafnarfirði mæta til leiks. 27. maí 2014 16:08 Samfylkingin í Hafnarfirði: "Þetta er auðvitað áhyggjuefni fyrir okkur“ Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir um að ræða varnarsigur en flokkurinn tapar tveimur fulltrúum í bæjarstjórn. 31. maí 2014 22:46 Gunnar Axel segir meirihlutamyndun í Hafnarfirði í höndum Bjartrar framtíðar Telur að félagshyggjuflokkarnir í Hafnarfirði eigi að vinna saman 1. júní 2014 13:26 „Þetta er snilld“ Björt framtíð í Hafnarfirði er í lykilstöðu eftir úrslit næturinnar. Niðurstöður kosninganna eru ákall um breytingar í bænum segir Einar Birkir Einarsson, annar bæjarfulltrúa flokksins. 1. júní 2014 11:39 Meirihluti fallinn í fjórum af tíu stærstu sveitarfélögum Þegar fyrstu tölur eru komnar úr tíu stærstu sveitarfélögum landsins lítur út fyrir að meirihlutinn haldi í sex, en falli í fjórum. 31. maí 2014 23:29 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn vann kosningasigur í Hafnarfirði í fyrsta sinn frá árinu 1998 í kosningunum á laugardag. Samfylkingin, sem hlaut flest atkvæði í síðustu þrennum bæjarstjórnarkosningum, missir tvo menn úr bæjarstjórn. „Meirihlutinn er fallinn og fólk vill gefa Samfylkingunni frí, það er alveg skýrt,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Flokkur hennar hlaut 35,8 prósent atkvæða og náði fimm mönnum inn í bæjarstjórn. Rósa segir að tími muni fara í það á næstunni að tala saman milli flokka um mögulega myndun meirihluta. Þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærstur í Hafnarfirði þarf hann að mynda meirihluta með einum hinna þriggja flokkanna og hlýtur Björt framtíð að teljast líklegasti kosturinn. „Það er margt sem hljómar vel í mínum eyrum í þeirra stefnuskrá og ýmislegt líka hjá hinum,“ segir Rósa. „Það verða málamiðlanir, auðvitað, og við skulum bara sjá hvað setur.“Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í bænum, segir ekki sjálfgefið að Samfylkingin verði utan meirihluta. „Ég lít svo á að það sé í höndum Bjartrar framtíðar núna að ákveða hvort hún vilji starfa til hægri og veita Sjálfstæðisflokknum stuðning sinn, eða með hinum jafnaðar- og félagshyggjuflokkunum,“ segir Gunnar. „Ég hefði eðlilega flokkað Samfylkinguna og Bjarta framtíð saman.“ Allt bendir því til að nýliðarnir í Bjartri framtíð séu í kjörstöðu varðandi myndun meirihluta. Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti flokksins, segir þó ekkert víst í þeim efnum. „Það sem við viljum fyrst og fremst vera alveg viss um er að við séum algjörlega sátt við okkar val,“ segir Guðlaug. „Það getur líka einhver annar myndað meirihluta án okkar. Það getur allt gerst.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Stórtap Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Lokatölur: Meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fallinn í Hafnarfirði. 31. maí 2014 22:09 Kynjahlutfall einstaklega jafnt Fleiri konur bjóða sig fram til sveitarstjórnarkosninga nú en fyrir fjórum árum. 2. júní 2014 09:00 Stóru málin - Kappræður oddvita í Hafnarfirði Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins halda áfram í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld þegar forystufólk framboðanna í Hafnarfirði mæta til leiks. 27. maí 2014 16:08 Samfylkingin í Hafnarfirði: "Þetta er auðvitað áhyggjuefni fyrir okkur“ Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir um að ræða varnarsigur en flokkurinn tapar tveimur fulltrúum í bæjarstjórn. 31. maí 2014 22:46 Gunnar Axel segir meirihlutamyndun í Hafnarfirði í höndum Bjartrar framtíðar Telur að félagshyggjuflokkarnir í Hafnarfirði eigi að vinna saman 1. júní 2014 13:26 „Þetta er snilld“ Björt framtíð í Hafnarfirði er í lykilstöðu eftir úrslit næturinnar. Niðurstöður kosninganna eru ákall um breytingar í bænum segir Einar Birkir Einarsson, annar bæjarfulltrúa flokksins. 1. júní 2014 11:39 Meirihluti fallinn í fjórum af tíu stærstu sveitarfélögum Þegar fyrstu tölur eru komnar úr tíu stærstu sveitarfélögum landsins lítur út fyrir að meirihlutinn haldi í sex, en falli í fjórum. 31. maí 2014 23:29 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Stórtap Samfylkingarinnar í Hafnarfirði Lokatölur: Meirihluti Samfylkingarinnar og Vinstri grænna fallinn í Hafnarfirði. 31. maí 2014 22:09
Kynjahlutfall einstaklega jafnt Fleiri konur bjóða sig fram til sveitarstjórnarkosninga nú en fyrir fjórum árum. 2. júní 2014 09:00
Stóru málin - Kappræður oddvita í Hafnarfirði Kappræður oddvita framboða í fimm stærstu sveitarfélögum landsins halda áfram í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld þegar forystufólk framboðanna í Hafnarfirði mæta til leiks. 27. maí 2014 16:08
Samfylkingin í Hafnarfirði: "Þetta er auðvitað áhyggjuefni fyrir okkur“ Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði segir um að ræða varnarsigur en flokkurinn tapar tveimur fulltrúum í bæjarstjórn. 31. maí 2014 22:46
Gunnar Axel segir meirihlutamyndun í Hafnarfirði í höndum Bjartrar framtíðar Telur að félagshyggjuflokkarnir í Hafnarfirði eigi að vinna saman 1. júní 2014 13:26
„Þetta er snilld“ Björt framtíð í Hafnarfirði er í lykilstöðu eftir úrslit næturinnar. Niðurstöður kosninganna eru ákall um breytingar í bænum segir Einar Birkir Einarsson, annar bæjarfulltrúa flokksins. 1. júní 2014 11:39
Meirihluti fallinn í fjórum af tíu stærstu sveitarfélögum Þegar fyrstu tölur eru komnar úr tíu stærstu sveitarfélögum landsins lítur út fyrir að meirihlutinn haldi í sex, en falli í fjórum. 31. maí 2014 23:29