Svalandi drykkir í steikjandi hita - UPPSKRIFTIR Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. júní 2014 09:30 Sannkallaðri bongóblíðu er spáð á landinu um helgina og því tilvalið að töfra fram svalandi og sumarlega drykki í veðurblíðunni.Kampavíns-mojito4-5 mintulauf½ dl vodki½ dl greipaldinsafi1 msk. agavesírópSafi úr ½ súraldini1 dl kampavín eða freyðivín Setjið vodka, greipaldinsafa, agavesíróp og súraldinsafa í hátt glas. Merjið mintu í mortéli og blandið við drykkinn. Fyllið glasið með ísmolum og hellið kampavíninu saman við. Hrærið saman og berið fram. Hægt er að margfalda uppskriftina og gera heila könnu af þessum svalandi drykk. Þá er öllum hráefnunum blandað saman í könnuna nema ísnum og kampavíninu sem er bætt við í hvert glas fyrir sig. Fengið hér.Bláberja-„smoothie“1 lárpera, skorin í teninga2 bollar frosin bláber½ bolli bláberjajógúrt eða skyr1-2 bollar mjólk eða vatn½ bolli ísmolar1/8 tsk. vanilludropar eða -sykurAgavesíróp til að gera drykkinn sætari ef vill Blandið 1 bolla af mjólk saman við öll hin hráefnin í blandara þangað til allt er blandað vel saman. Bætið mjólk við þangað til drykkurinn er orðinn eins þykkur og þið viljið. Fengið hér.Jarðarberja- og kívílímonaði4 bollar vatn2/3 bolli ferskur sítrónusafi½ bolli sykur1 bolli jarðarber, skorin í bita½ bolli kíví, án hýðis og skorið í bita Blandið vatni, sítrónusafa og sykri vel saman í blandara. Bætið jarðarberjum og kíví saman við þangað til allt er blandað. Hægt er að sigta blönduna til að losna við ávaxtakjötið. Kælið og berið fram. Fengið hér. Drykkir Uppskriftir Mest lesið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Sannkallaðri bongóblíðu er spáð á landinu um helgina og því tilvalið að töfra fram svalandi og sumarlega drykki í veðurblíðunni.Kampavíns-mojito4-5 mintulauf½ dl vodki½ dl greipaldinsafi1 msk. agavesírópSafi úr ½ súraldini1 dl kampavín eða freyðivín Setjið vodka, greipaldinsafa, agavesíróp og súraldinsafa í hátt glas. Merjið mintu í mortéli og blandið við drykkinn. Fyllið glasið með ísmolum og hellið kampavíninu saman við. Hrærið saman og berið fram. Hægt er að margfalda uppskriftina og gera heila könnu af þessum svalandi drykk. Þá er öllum hráefnunum blandað saman í könnuna nema ísnum og kampavíninu sem er bætt við í hvert glas fyrir sig. Fengið hér.Bláberja-„smoothie“1 lárpera, skorin í teninga2 bollar frosin bláber½ bolli bláberjajógúrt eða skyr1-2 bollar mjólk eða vatn½ bolli ísmolar1/8 tsk. vanilludropar eða -sykurAgavesíróp til að gera drykkinn sætari ef vill Blandið 1 bolla af mjólk saman við öll hin hráefnin í blandara þangað til allt er blandað vel saman. Bætið mjólk við þangað til drykkurinn er orðinn eins þykkur og þið viljið. Fengið hér.Jarðarberja- og kívílímonaði4 bollar vatn2/3 bolli ferskur sítrónusafi½ bolli sykur1 bolli jarðarber, skorin í bita½ bolli kíví, án hýðis og skorið í bita Blandið vatni, sítrónusafa og sykri vel saman í blandara. Bætið jarðarberjum og kíví saman við þangað til allt er blandað. Hægt er að sigta blönduna til að losna við ávaxtakjötið. Kælið og berið fram. Fengið hér.
Drykkir Uppskriftir Mest lesið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira