Til höfuðs okrinu 11. júní 2014 07:00 Ósjaldan heyrist fólk kvarta yfir dýrtíð hér á landi. Eitthvert lögmál virðist segja til um að gallabuxur (merkjavara) séu á um tíföldu því verði sem gerist í Bandaríkjunum til dæmis– svipað á við um annan fatnað. Barnaföt eru gjarnan á uppsprengdu verði. Bílaumboð verðleggja varahluti líkt og þeir væru gerðir úr skíragulli, fjöldaframleiddir hlutir á borð við ljósaperur sem oft þarf að skipta um eru á fleiri hundruð krónur og hafa rokið upp í verði eftir að hér voru innleiddar reglur sem gera gömlu góðu glóperuna útlæga. Á sumum sviðum sér maður hvar orsökin liggur. Þannig liggur fyrir að álögur hins opinbera sprengja verð á eldsneyti og áfengi upp úr öllum kvörðum og því skiljanlegur sá munur sem er á verðinu hér á landi annars vegar og í útlöndum hins vegar. Á öðrum sviðum er torveldara að sjá muninn. Stundum er munur á útlendu verði og innlendu svo mikill að maður veltir fyrir sér hvort verslanir og jafnvel heildsalar hér á landi kaupi varninginn fullu verði í verslunum í útlöndum og eigi svo eftir að leggja á hann sinn skerf áður en hann ratar í hillurnar hér. Nema að veltan sé svo takmörkuð að álagningin þurfi að vera fleiri hundruð prósent. Eða græðgin svo mikil, fyrst fólk virðist láta ósköpin yfir sig ganga. Tækniframfarir síðustu ára gera hins vegar að valkostum fólks hefur fjölgað og þeim heldur áfram að fjölga stórum skrefum. Mætti því ætla að um leið lækkuðu þolmörk fólks gagnvart ofurverðlagningu, af hvaða orsök sem hún annars er. Undirritaður hefur nýverið reynt þetta á eigin skinni. Ekki fyrir löngu skoðaði hann í fyrsta sinn vef AliExpress, en svo nefnist kínverskur söluvefur með margvíslegan varning, af ekki ósvipaðri uppsetningu og Amazon.com. Taldi hann sig þá vanta loftflæðisskynjara í gamla Toyota-bifreið sína. Umboðið gaf upp verð sem var vel yfir tuttugu þúsund krónum þannig að smágrúsk á netinu virtist geta borgað sig. Rétti hluturinn fannst á kínverska vefnum og kostaði hingað kominn rétt um þrjú þúsund krónur. Steininn tók svo úr þegar nýja aðalljósaperu þurfti líka í farkostinn. Pungað var út rétt tæpum 2.400 krónum fyrir eina slíka hjá stórri varahlutaverslun. (Bíllinn tekur nefnilega sérlega dýrar perur af H4B tegund.) Verðið er svipað á bensínstöðvum, með ísetningu. Núna tók minn sig aftur til og leitaði á kínverska söluvefnum og með góðum árangri. Eftir hálfan mánuð komu í pósti fjórar ljósaperur, sem greiða þurfti 700 krónur fyrir, með sendingarkostnaði. Það gerir 175 krónur stykkið. Fyrir verð einnar ljósaperu á klakanum er hægt að panta fjórtán frá Kína. Rétt er að taka fram að um ágætisperur er að ræða, þótt ekki heiti þær Osram. Á þessum kjörum var hægt að leyfa sér þann lúxus að skipta um í báðum framljósum og perur eftir til skiptanna. Núna bíður undirritaður eftir USB-tengdu utanáliggjandi geisladrifi/-skrifara á þriðjungi þess verðs sem rukkað er í lágvöruverslunum með tölvuhluti hér á landi. Um næstu mánaðamót tekur gildi fríverslunarsamningur Íslands og Kína og líklegt verður að telja að æ fleiri uppgötvi þá kosti þess að sniðganga milliliði í innflutningi sem virðast stunda ofurálagningu. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvaða áhrif það hefur á verslun hér heima. Hitt er víst að á meðan fólk lætur okrið yfir sig ganga, þá breytist ekkert, nema kannski til hins verra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun
Ósjaldan heyrist fólk kvarta yfir dýrtíð hér á landi. Eitthvert lögmál virðist segja til um að gallabuxur (merkjavara) séu á um tíföldu því verði sem gerist í Bandaríkjunum til dæmis– svipað á við um annan fatnað. Barnaföt eru gjarnan á uppsprengdu verði. Bílaumboð verðleggja varahluti líkt og þeir væru gerðir úr skíragulli, fjöldaframleiddir hlutir á borð við ljósaperur sem oft þarf að skipta um eru á fleiri hundruð krónur og hafa rokið upp í verði eftir að hér voru innleiddar reglur sem gera gömlu góðu glóperuna útlæga. Á sumum sviðum sér maður hvar orsökin liggur. Þannig liggur fyrir að álögur hins opinbera sprengja verð á eldsneyti og áfengi upp úr öllum kvörðum og því skiljanlegur sá munur sem er á verðinu hér á landi annars vegar og í útlöndum hins vegar. Á öðrum sviðum er torveldara að sjá muninn. Stundum er munur á útlendu verði og innlendu svo mikill að maður veltir fyrir sér hvort verslanir og jafnvel heildsalar hér á landi kaupi varninginn fullu verði í verslunum í útlöndum og eigi svo eftir að leggja á hann sinn skerf áður en hann ratar í hillurnar hér. Nema að veltan sé svo takmörkuð að álagningin þurfi að vera fleiri hundruð prósent. Eða græðgin svo mikil, fyrst fólk virðist láta ósköpin yfir sig ganga. Tækniframfarir síðustu ára gera hins vegar að valkostum fólks hefur fjölgað og þeim heldur áfram að fjölga stórum skrefum. Mætti því ætla að um leið lækkuðu þolmörk fólks gagnvart ofurverðlagningu, af hvaða orsök sem hún annars er. Undirritaður hefur nýverið reynt þetta á eigin skinni. Ekki fyrir löngu skoðaði hann í fyrsta sinn vef AliExpress, en svo nefnist kínverskur söluvefur með margvíslegan varning, af ekki ósvipaðri uppsetningu og Amazon.com. Taldi hann sig þá vanta loftflæðisskynjara í gamla Toyota-bifreið sína. Umboðið gaf upp verð sem var vel yfir tuttugu þúsund krónum þannig að smágrúsk á netinu virtist geta borgað sig. Rétti hluturinn fannst á kínverska vefnum og kostaði hingað kominn rétt um þrjú þúsund krónur. Steininn tók svo úr þegar nýja aðalljósaperu þurfti líka í farkostinn. Pungað var út rétt tæpum 2.400 krónum fyrir eina slíka hjá stórri varahlutaverslun. (Bíllinn tekur nefnilega sérlega dýrar perur af H4B tegund.) Verðið er svipað á bensínstöðvum, með ísetningu. Núna tók minn sig aftur til og leitaði á kínverska söluvefnum og með góðum árangri. Eftir hálfan mánuð komu í pósti fjórar ljósaperur, sem greiða þurfti 700 krónur fyrir, með sendingarkostnaði. Það gerir 175 krónur stykkið. Fyrir verð einnar ljósaperu á klakanum er hægt að panta fjórtán frá Kína. Rétt er að taka fram að um ágætisperur er að ræða, þótt ekki heiti þær Osram. Á þessum kjörum var hægt að leyfa sér þann lúxus að skipta um í báðum framljósum og perur eftir til skiptanna. Núna bíður undirritaður eftir USB-tengdu utanáliggjandi geisladrifi/-skrifara á þriðjungi þess verðs sem rukkað er í lágvöruverslunum með tölvuhluti hér á landi. Um næstu mánaðamót tekur gildi fríverslunarsamningur Íslands og Kína og líklegt verður að telja að æ fleiri uppgötvi þá kosti þess að sniðganga milliliði í innflutningi sem virðast stunda ofurálagningu. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvaða áhrif það hefur á verslun hér heima. Hitt er víst að á meðan fólk lætur okrið yfir sig ganga, þá breytist ekkert, nema kannski til hins verra.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun