Snýst ekki um almannarétt segir landeigandi um gjaldtöku í Námaskarði Sveinn Arnarsson skrifar 19. júní 2014 07:00 Frá og með gærdeginum rukka landeigendur 800 krónur fyrir að skoða hverina í Námaskarði og Leirhnúk við Kröflu. Nauðsyn segja landeigendur en oddviti Skútustaðahrepps og fulltrúar ferðaþjónustunnar eru ósáttir. Mynd/Völundur Jónsson Mynd/Völundur Landeigendafélag Reykjahlíðar ehf. hefur hafið gjaldtöku af ferðamönnum á tveimur svæðum í landi sínu austan Mývatns. Ferðamannastaðirnir sem um ræðir eru Leirhnjúkur við Kröflu og hverirnir austan Námaskarðs. Til stóð í upphafi að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss, en landeigendafélagið og Vatnajökulsþjóðgarður komust að samkomulagi um að fresta gjaldtöku þar um eitt ár. Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf., segir gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldið verður 800 krónur á hvorn stað fyrir sig.Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður eigenda Reykjahlíðar.Mynd/VölundurSnýst ekki um frjálsa för segir landeigandi „Þetta snýst ekkert um frjálsa för fólks heldur flutning á fólki inn á okkar svæði þar sem einhverjir græða á meðan við þurfum að borga alla uppbyggingu. Þetta er löngu komið út fyrir einhvern almannarétt,“ segir Ólafur. Samtök aðila í ferðaþjónustu (SAF) áttu í gær fund með Landeigendafélagi Reykjahlíðar. „Við teljum það ekki vera æskilega þróun að hver landeigandi fyrir sig hefji gjaldtöku á sínu svæði heldur á að reyna að finna heildstæða lausn á viðfangsefninu,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps.Oddvitinn vill ekki „varðturnamenningu“ Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps, er ósáttur við framgöngu landeigendafélagsins. „Við í sveitarstjórn erum alfarið á móti gjaldtöku af ferðamönnum í þessu formi. Ég vil ekki sjá einhverja varðturnamenningu hér á þessu svæði,“ segir Yngvi. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og eigandi fjórðungshlutar í landi Reykjahlíðar, vill ekki tjá sig um málið, hvorki fyrir hönd sveitarfélagsins né landeigendafélagsins, þar sem hún situr sem formaður.Sjá nánar í Fréttablaðinu í dag. Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Landeigendafélag Reykjahlíðar ehf. hefur hafið gjaldtöku af ferðamönnum á tveimur svæðum í landi sínu austan Mývatns. Ferðamannastaðirnir sem um ræðir eru Leirhnjúkur við Kröflu og hverirnir austan Námaskarðs. Til stóð í upphafi að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss, en landeigendafélagið og Vatnajökulsþjóðgarður komust að samkomulagi um að fresta gjaldtöku þar um eitt ár. Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf., segir gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldið verður 800 krónur á hvorn stað fyrir sig.Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður eigenda Reykjahlíðar.Mynd/VölundurSnýst ekki um frjálsa för segir landeigandi „Þetta snýst ekkert um frjálsa för fólks heldur flutning á fólki inn á okkar svæði þar sem einhverjir græða á meðan við þurfum að borga alla uppbyggingu. Þetta er löngu komið út fyrir einhvern almannarétt,“ segir Ólafur. Samtök aðila í ferðaþjónustu (SAF) áttu í gær fund með Landeigendafélagi Reykjahlíðar. „Við teljum það ekki vera æskilega þróun að hver landeigandi fyrir sig hefji gjaldtöku á sínu svæði heldur á að reyna að finna heildstæða lausn á viðfangsefninu,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps.Oddvitinn vill ekki „varðturnamenningu“ Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps, er ósáttur við framgöngu landeigendafélagsins. „Við í sveitarstjórn erum alfarið á móti gjaldtöku af ferðamönnum í þessu formi. Ég vil ekki sjá einhverja varðturnamenningu hér á þessu svæði,“ segir Yngvi. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og eigandi fjórðungshlutar í landi Reykjahlíðar, vill ekki tjá sig um málið, hvorki fyrir hönd sveitarfélagsins né landeigendafélagsins, þar sem hún situr sem formaður.Sjá nánar í Fréttablaðinu í dag.
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira