Snýst ekki um almannarétt segir landeigandi um gjaldtöku í Námaskarði Sveinn Arnarsson skrifar 19. júní 2014 07:00 Frá og með gærdeginum rukka landeigendur 800 krónur fyrir að skoða hverina í Námaskarði og Leirhnúk við Kröflu. Nauðsyn segja landeigendur en oddviti Skútustaðahrepps og fulltrúar ferðaþjónustunnar eru ósáttir. Mynd/Völundur Jónsson Mynd/Völundur Landeigendafélag Reykjahlíðar ehf. hefur hafið gjaldtöku af ferðamönnum á tveimur svæðum í landi sínu austan Mývatns. Ferðamannastaðirnir sem um ræðir eru Leirhnjúkur við Kröflu og hverirnir austan Námaskarðs. Til stóð í upphafi að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss, en landeigendafélagið og Vatnajökulsþjóðgarður komust að samkomulagi um að fresta gjaldtöku þar um eitt ár. Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf., segir gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldið verður 800 krónur á hvorn stað fyrir sig.Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður eigenda Reykjahlíðar.Mynd/VölundurSnýst ekki um frjálsa för segir landeigandi „Þetta snýst ekkert um frjálsa för fólks heldur flutning á fólki inn á okkar svæði þar sem einhverjir græða á meðan við þurfum að borga alla uppbyggingu. Þetta er löngu komið út fyrir einhvern almannarétt,“ segir Ólafur. Samtök aðila í ferðaþjónustu (SAF) áttu í gær fund með Landeigendafélagi Reykjahlíðar. „Við teljum það ekki vera æskilega þróun að hver landeigandi fyrir sig hefji gjaldtöku á sínu svæði heldur á að reyna að finna heildstæða lausn á viðfangsefninu,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps.Oddvitinn vill ekki „varðturnamenningu“ Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps, er ósáttur við framgöngu landeigendafélagsins. „Við í sveitarstjórn erum alfarið á móti gjaldtöku af ferðamönnum í þessu formi. Ég vil ekki sjá einhverja varðturnamenningu hér á þessu svæði,“ segir Yngvi. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og eigandi fjórðungshlutar í landi Reykjahlíðar, vill ekki tjá sig um málið, hvorki fyrir hönd sveitarfélagsins né landeigendafélagsins, þar sem hún situr sem formaður.Sjá nánar í Fréttablaðinu í dag. Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Mosfellsbæ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira
Landeigendafélag Reykjahlíðar ehf. hefur hafið gjaldtöku af ferðamönnum á tveimur svæðum í landi sínu austan Mývatns. Ferðamannastaðirnir sem um ræðir eru Leirhnjúkur við Kröflu og hverirnir austan Námaskarðs. Til stóð í upphafi að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss, en landeigendafélagið og Vatnajökulsþjóðgarður komust að samkomulagi um að fresta gjaldtöku þar um eitt ár. Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf., segir gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldið verður 800 krónur á hvorn stað fyrir sig.Ólafur H. Jónsson, forsvarsmaður eigenda Reykjahlíðar.Mynd/VölundurSnýst ekki um frjálsa för segir landeigandi „Þetta snýst ekkert um frjálsa för fólks heldur flutning á fólki inn á okkar svæði þar sem einhverjir græða á meðan við þurfum að borga alla uppbyggingu. Þetta er löngu komið út fyrir einhvern almannarétt,“ segir Ólafur. Samtök aðila í ferðaþjónustu (SAF) áttu í gær fund með Landeigendafélagi Reykjahlíðar. „Við teljum það ekki vera æskilega þróun að hver landeigandi fyrir sig hefji gjaldtöku á sínu svæði heldur á að reyna að finna heildstæða lausn á viðfangsefninu,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps.Oddvitinn vill ekki „varðturnamenningu“ Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps, er ósáttur við framgöngu landeigendafélagsins. „Við í sveitarstjórn erum alfarið á móti gjaldtöku af ferðamönnum í þessu formi. Ég vil ekki sjá einhverja varðturnamenningu hér á þessu svæði,“ segir Yngvi. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og eigandi fjórðungshlutar í landi Reykjahlíðar, vill ekki tjá sig um málið, hvorki fyrir hönd sveitarfélagsins né landeigendafélagsins, þar sem hún situr sem formaður.Sjá nánar í Fréttablaðinu í dag.
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Mosfellsbæ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Sjá meira