Ekki fengið á sig mark síðan Þóra samdi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2014 06:30 íris Dögg Gunnarsdóttir hélt hreinu fjórða leikinn í röð á móti Val. vísir/Daníel Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, hélt enn á ný hreinu í fyrrakvöld þegar Fylkir vann 2-0 útisigur á Val í 6. umferð Pepsi-deildar kvenna. Íris hefur haldið hreinu í öllum leikjum nema einum í sumar og það eru aðeins Íslandsmeistarar Stjörnunnar sem hafa skorað hjá henni. Nýliðar Fylkis sitja líka í 3. sæti deildarinnar og eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Stjörnunnar þegar þriðjungur er búinn af mótinu. Fylkismenn ákváðu samt sem áður að semja við landsliðsmarkvörðinn Þóru B. Helgadóttur í byrjun júní. Íris Dögg var þá nýbúin að fá á sig þrjú mörk í tapleik á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar en hefur haldið marki sínu hreinu síðan fréttist af komu Þóru. „Ég reyni helst ekki að hugsa um þetta. Ég tek bara einn leik í einu og vona það besta,“ sagði Íris Dögg í viðtali við Valtý Björn Valtýsson á Stöð 2 í gærkvöldi. Nú eru liðnar 362 mínútur síðan Íris Dögg fékk síðast á sig mark í Pepsi-deildinni eða Borgunarbikarnum. Stjörnukonan MaeganKelly skoraði það mark sem og hin tvö sem Íris fékk á sig í Garðabænum. „Það hefur verið rosalega góð hvatning til að skoða hlutina hjá sjálfri sér, gera sitt besta og auglýsa sig smá,“ segir hún sallaróleg í samtalinu við Valtý en Íris býst samt ekki við að vera mikið lengur hjá Fylki. „Það má ekkert lið á Íslandi hafa tvo svona góða markmenn þannig það verður eitthvað að gerast,“ segir hún og brosir. Íris Dögg á því kannski bara tvo deildarleiki eftir með Fylki. „Það getur vel verið að ég fari [þegar glugginn opnast]. Ég hef reynt að standa mig vel þannig að vonandi opnast einhverjir gluggar hjá mér. Ég vil halda mér í toppbaráttunni í Pepsi-deildinni en það hefur enginn haft samband ennþá. Mér líður vel hjá Fylki og ég vil ekki fara í neinum leiðindum en ég vil ekki missa af þessu tækifæri og sitja á bekknum það sem eftir er af sumrinu. Það kemur ekki til greina,“ segir Íris Dögg Gunnarsdóttir.Fæst mörk á sig í leik í Pepsi-deildinni: Íris Dögg Gunnarsdóttir, Fylki (3 mörk á sig/ 6 leikir) - 0,5 Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni (6/6) - 1,0 Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (6/6) - 1,0 Roxanne Kimberly Barker, Þór/KA (7/6) - 1,2Oftast haldið hreinu í Pepsi-deildinni: Íris Dögg Gunnarsdóttir, Fylki - 5 sinnum Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki - 4 sinnum Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni - 3 sinnum Roxanne Kimberly Barker, Þór/KA - 2 sinnum Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Fylkis, hélt enn á ný hreinu í fyrrakvöld þegar Fylkir vann 2-0 útisigur á Val í 6. umferð Pepsi-deildar kvenna. Íris hefur haldið hreinu í öllum leikjum nema einum í sumar og það eru aðeins Íslandsmeistarar Stjörnunnar sem hafa skorað hjá henni. Nýliðar Fylkis sitja líka í 3. sæti deildarinnar og eru aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Stjörnunnar þegar þriðjungur er búinn af mótinu. Fylkismenn ákváðu samt sem áður að semja við landsliðsmarkvörðinn Þóru B. Helgadóttur í byrjun júní. Íris Dögg var þá nýbúin að fá á sig þrjú mörk í tapleik á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar en hefur haldið marki sínu hreinu síðan fréttist af komu Þóru. „Ég reyni helst ekki að hugsa um þetta. Ég tek bara einn leik í einu og vona það besta,“ sagði Íris Dögg í viðtali við Valtý Björn Valtýsson á Stöð 2 í gærkvöldi. Nú eru liðnar 362 mínútur síðan Íris Dögg fékk síðast á sig mark í Pepsi-deildinni eða Borgunarbikarnum. Stjörnukonan MaeganKelly skoraði það mark sem og hin tvö sem Íris fékk á sig í Garðabænum. „Það hefur verið rosalega góð hvatning til að skoða hlutina hjá sjálfri sér, gera sitt besta og auglýsa sig smá,“ segir hún sallaróleg í samtalinu við Valtý en Íris býst samt ekki við að vera mikið lengur hjá Fylki. „Það má ekkert lið á Íslandi hafa tvo svona góða markmenn þannig það verður eitthvað að gerast,“ segir hún og brosir. Íris Dögg á því kannski bara tvo deildarleiki eftir með Fylki. „Það getur vel verið að ég fari [þegar glugginn opnast]. Ég hef reynt að standa mig vel þannig að vonandi opnast einhverjir gluggar hjá mér. Ég vil halda mér í toppbaráttunni í Pepsi-deildinni en það hefur enginn haft samband ennþá. Mér líður vel hjá Fylki og ég vil ekki fara í neinum leiðindum en ég vil ekki missa af þessu tækifæri og sitja á bekknum það sem eftir er af sumrinu. Það kemur ekki til greina,“ segir Íris Dögg Gunnarsdóttir.Fæst mörk á sig í leik í Pepsi-deildinni: Íris Dögg Gunnarsdóttir, Fylki (3 mörk á sig/ 6 leikir) - 0,5 Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni (6/6) - 1,0 Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki (6/6) - 1,0 Roxanne Kimberly Barker, Þór/KA (7/6) - 1,2Oftast haldið hreinu í Pepsi-deildinni: Íris Dögg Gunnarsdóttir, Fylki - 5 sinnum Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki - 4 sinnum Sandra Sigurðardóttir, Stjörnunni - 3 sinnum Roxanne Kimberly Barker, Þór/KA - 2 sinnum
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
Kemur ekki til greina að sitja á bekknum Markvörður kvennaliðs Fylkis fær varla á sig mark en missir samt líklega stöðuna þegar landsliðsmarkvörðurinn fær félagaskipti. 25. júní 2014 19:00