„Ég veit að þetta hljómar eins og klisja en ég bjóst alls ekki við þessu“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. júlí 2014 09:30 Þessa mynd tók systir Kötlu, ljósmyndarinn Saga Sig, af Kötlu við útskriftarverkefnið. Mynd/Saga Sig „Það er fyrst og fremst heiður að hljóta þessi verðlaun. Ég veit að þetta hljómar eins og klisja en ég bjóst alls ekki við þessu,“ segir arkitektinn Katla Maríudóttir. Hún útskrifaðist nýlega úr meistaranámi frá KTH-arkitektaskólanum í Stokkhólmi í Svíþjóð og hlaut verðlaunin Offecct Prize 2014 fyrir lokaverkefni sitt, Jarðnæði. Verðlaunin eru veitt af sænska húsgagnafyrirtækinu Offecct. „Þetta eru verðlaun sem Offecct veitir besta útskriftarverkefninu, eins og þeir kalla það, í KTH á hverju ári. Dómnefnd fyrirtækisins tilnefnir fimm verkefni sem sýnd eru í galleríinu þeirra. Síðan halda þeir viðburð þar sem besta verkefnið er valið,“ segir Katla en hún hlaut tíu þúsund sænskar krónur í verðlaun, tæplega 170 þúsund krónur. Minnstu munaði að hún gæti ekki verið viðstödd viðburðinn þegar sigurvegarinn var kynntur. „Ég átti að vera farin heim kvöldið áður en viðburðurinn var haldinn. En ég frestaði fluginu og ákvað að vera viðstödd fyrst ég var tilnefnd. Það var skemmtilegt þar sem ég fékk síðan verðlaunin,“ segir Katla hlæjandi. Katla fékk einnig heiðursviðurkenningu dómnefndar KTH fyrir verkefnið sem fjallar um tengsl á milli heimilis og lifandi náttúrunnar. „Ég var í raun ekki að hanna hús heldur er þetta meira rannsóknarverkefni til að skilja aðeins betur þessi tengsl. Mig langaði að skilja hvaða áhrif það hefur að búa í lifandi landslagi. Hvaða áhrif hefur það til dæmis að þurfa að færa heimili sitt út af hraunflæði, öskugosi eða flóði og hvernig fólk setur heimili sín upp á nýjum stað,“ segir Katla en í umsögn dómnefndar Offecct stendur að Katla hafi sýnt þessi tengsl á fallegan og ljóðrænan hátt. Þá er því einnig fagnað hve óttalausa nálgun Katla hefur þegar hún fjallar um rými. „Ég einbeitti mér að því að gera sýningu í stað þess að fara hefðbundnu leiðina að prenta út plaköt og gera módel. Ég tyrfði til dæmis hluta af sýningarrýminu og dimmaði ljósin sem skapaði dulrænt andrúmsloft. Dómnefndin hefur greinilega fallið að einhverju leyti fyrir því,“ segir Katla. Hún segir verðlaunin opna einhverjar dyr fyrir sér, til dæmis verði verkefnið hennar sett upp á sýningu í Stokkhólmi næsta vor. „Offecct hefur einnig kynnt verkefnið þannig að ýmsir aðilar eru búnir að hafa samband við mig, meðal annars stærri tímarit sem vilja spyrjast fyrir um þetta,“ segir Katla en hún er flutt aftur til Íslands eftir tveggja ára meistaranám og stefnir á að finna sér vinnu hér. „Mig langar að vinna á Íslandi, að minnsta kosti til að byrja með. Hér er mitt heima. Ég hef ekki útilokað að flytja aftur út.“ Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Það er fyrst og fremst heiður að hljóta þessi verðlaun. Ég veit að þetta hljómar eins og klisja en ég bjóst alls ekki við þessu,“ segir arkitektinn Katla Maríudóttir. Hún útskrifaðist nýlega úr meistaranámi frá KTH-arkitektaskólanum í Stokkhólmi í Svíþjóð og hlaut verðlaunin Offecct Prize 2014 fyrir lokaverkefni sitt, Jarðnæði. Verðlaunin eru veitt af sænska húsgagnafyrirtækinu Offecct. „Þetta eru verðlaun sem Offecct veitir besta útskriftarverkefninu, eins og þeir kalla það, í KTH á hverju ári. Dómnefnd fyrirtækisins tilnefnir fimm verkefni sem sýnd eru í galleríinu þeirra. Síðan halda þeir viðburð þar sem besta verkefnið er valið,“ segir Katla en hún hlaut tíu þúsund sænskar krónur í verðlaun, tæplega 170 þúsund krónur. Minnstu munaði að hún gæti ekki verið viðstödd viðburðinn þegar sigurvegarinn var kynntur. „Ég átti að vera farin heim kvöldið áður en viðburðurinn var haldinn. En ég frestaði fluginu og ákvað að vera viðstödd fyrst ég var tilnefnd. Það var skemmtilegt þar sem ég fékk síðan verðlaunin,“ segir Katla hlæjandi. Katla fékk einnig heiðursviðurkenningu dómnefndar KTH fyrir verkefnið sem fjallar um tengsl á milli heimilis og lifandi náttúrunnar. „Ég var í raun ekki að hanna hús heldur er þetta meira rannsóknarverkefni til að skilja aðeins betur þessi tengsl. Mig langaði að skilja hvaða áhrif það hefur að búa í lifandi landslagi. Hvaða áhrif hefur það til dæmis að þurfa að færa heimili sitt út af hraunflæði, öskugosi eða flóði og hvernig fólk setur heimili sín upp á nýjum stað,“ segir Katla en í umsögn dómnefndar Offecct stendur að Katla hafi sýnt þessi tengsl á fallegan og ljóðrænan hátt. Þá er því einnig fagnað hve óttalausa nálgun Katla hefur þegar hún fjallar um rými. „Ég einbeitti mér að því að gera sýningu í stað þess að fara hefðbundnu leiðina að prenta út plaköt og gera módel. Ég tyrfði til dæmis hluta af sýningarrýminu og dimmaði ljósin sem skapaði dulrænt andrúmsloft. Dómnefndin hefur greinilega fallið að einhverju leyti fyrir því,“ segir Katla. Hún segir verðlaunin opna einhverjar dyr fyrir sér, til dæmis verði verkefnið hennar sett upp á sýningu í Stokkhólmi næsta vor. „Offecct hefur einnig kynnt verkefnið þannig að ýmsir aðilar eru búnir að hafa samband við mig, meðal annars stærri tímarit sem vilja spyrjast fyrir um þetta,“ segir Katla en hún er flutt aftur til Íslands eftir tveggja ára meistaranám og stefnir á að finna sér vinnu hér. „Mig langar að vinna á Íslandi, að minnsta kosti til að byrja með. Hér er mitt heima. Ég hef ekki útilokað að flytja aftur út.“
Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira