Dýrari strætó, takk Pawel Bartoszek skrifar 4. júlí 2014 07:00 Það er alltaf eins og köld vatnsgusa framan í andlitið þegar maður gengur út á strætóstoppistöð í upphafi sumars og uppgötvar að ferðatíðnin er orðin eins og næturtíðni í mörgum evrópskum höfuðborgum. Þótt einstaka stofnleiðir á höfuðborgarsvæðinu keyri enn á korters fresti er langalgengast að leiðir detti sjálfkrafa í 30 mínútna tíðni í byrjun júní. Til að gæta sanngirni þá er það auðvitað ekki einsdæmi að þjónustutímar, jafnvel fyrirtækja í einkaeigu, séu misjafnir eftir árstíma. Vel má því vera að skynsamlegasta nýting þeirra peninga sem Strætó hefur til umráða feli einfaldlega í sér lægri ferðatíðni á sumrin. En auðvitað er þetta samt fúlt.Ekki væl Fólk sem notar eitthvað sem hið opinbera styrkir mun auðvitað sjaldnast væla yfir því að styrkirnir séu of lágir. En meiri niðurgreiðsla er ekki krafa hér. Eðlilegt er að stjórnmálamenn leyfi notendum að borga almennilegt verð fyrir þjónustuna. En því miður: Menn fresta alltaf hækkunum og skera frekar niður þjónustuna vegna þess að þeir líta enn á strætó sem aðstoð við aumingja. Gjaldskrárhækkunum Strætó sem taka áttu gildi 1. desember síðastliðinn var frestað. Þannig gátu menn farið í kosningabaráttu án þess að fá gagnrýni út á hækkun gjalda. Ég óttast að menn þurfi að borga þetta með „hagræðingu“ næsta haust. Þannig var það á seinasta kjörtímabili. Það er ekki gott að þjónustustig almenningssamgangna skuli vera háð því hve langt sé í næstu kosningar. Þeir sem búa á suðvesturhorninu geta þó prísað sig sæla með sína hálftímatíðni á helstu leiðum. Á Akureyri hafa menn nánast gefist upp, þjónustan léleg en höfð ókeypis. En vegna þess að hún er ókeypis þá er ekki peningur til að hafa hana viðunandi. Nýlega var tilkynnt að ein af fjórum leiðum bæjarins, leið 2, sú leið sem keyrði þó með einhverri tíðni, myndi falla niður í sumar vegna þess að ekki tókst að manna sumarafleysingar. Þessi punktur heyrist af og til: Að erfitt sé að manna strætó á sumrin vegna þess að þeir sem kunni að stýra stórum vögnum séu uppteknir við að keyra túrista upp í einhvern foss. En í grunninn er þetta bara spurning um peninga eins og allt annað. Þar sem jafnmargir kunna að keyra rútur í desember og júlí en meiri þörf er á vinnu þeirra á sumrin hækkar verð fyrir vinnu þessa fólks. Síðan má alveg benda fólki á að Ísland, Akureyri þar á meðal, er hluti af 500 milljóna manna atvinnumarkaði sem heitir „EES“. Einhverjir íbúar þar hljóta að kunna að keyra stóra bíla og þótt ég efist ekki um kosti þess að strætóbílstjórar kunni að ræða við farþega um landsins gagn og nauðsynjar á hinu ylhýra, þá kýs ég samt bílstjóra sem notast stundum við handabendingar og ensku fram yfir engan bílstjóra.Skömmtunarstefna Í fæstum borgum eru almenningssamgöngur reknar með blússandi gróða. En samt væri gott að hugsa strætó eins og fyrirtæki, fyrirtæki sem vill stækka markaðshlutdeild sína, en ekki eins og sjálfboðaliða sem skammtar brauð í hungursneyð. Dæmi: Þegar fólk vill taka hjól í strætó ætti að hugsa: „Frábært, hvernig græðum við á því?“ En ekki: „Agalegt, hvernig stoppum við þetta?“ eins og gert var á Akureyri. Smá hliðarspor: Þegar ég bjó í smábænum Berlín í Þýskalandi var fólki leyft að taka hjól í strætó, það var einfaldlega skýrt út með stórum og hnitmiðuðum plakötum að barnavagnar og hjólastólar hefðu algeran forgang og hjólreiðamenn yrðu að yfirgefa vagninn ef einhverjir farþegar sem notuðust við slík farartæki þyrftu á rýminu að halda. Pæling?Að lokum „Ég myndi taka strætó en það er of dýrt. Þjónustan mætti vera verri mín vegna.“ Hafa margir sagt það? Nei, fólk kvartar undan þjónustunni, ekki verðinu. Stjórnmálamenn þurfa að skilja það. Og sé ráðamönnum, á Akureyri sem annars staðar, alvara með að efla þennan samgöngukost þá þarf að hætta að líta hann sem fríkeypis lágmarksþjónustu fyrir fólk sem sökum aldurs, fátæktar eða heilsuleysis getur ekki keyrt bíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Það er alltaf eins og köld vatnsgusa framan í andlitið þegar maður gengur út á strætóstoppistöð í upphafi sumars og uppgötvar að ferðatíðnin er orðin eins og næturtíðni í mörgum evrópskum höfuðborgum. Þótt einstaka stofnleiðir á höfuðborgarsvæðinu keyri enn á korters fresti er langalgengast að leiðir detti sjálfkrafa í 30 mínútna tíðni í byrjun júní. Til að gæta sanngirni þá er það auðvitað ekki einsdæmi að þjónustutímar, jafnvel fyrirtækja í einkaeigu, séu misjafnir eftir árstíma. Vel má því vera að skynsamlegasta nýting þeirra peninga sem Strætó hefur til umráða feli einfaldlega í sér lægri ferðatíðni á sumrin. En auðvitað er þetta samt fúlt.Ekki væl Fólk sem notar eitthvað sem hið opinbera styrkir mun auðvitað sjaldnast væla yfir því að styrkirnir séu of lágir. En meiri niðurgreiðsla er ekki krafa hér. Eðlilegt er að stjórnmálamenn leyfi notendum að borga almennilegt verð fyrir þjónustuna. En því miður: Menn fresta alltaf hækkunum og skera frekar niður þjónustuna vegna þess að þeir líta enn á strætó sem aðstoð við aumingja. Gjaldskrárhækkunum Strætó sem taka áttu gildi 1. desember síðastliðinn var frestað. Þannig gátu menn farið í kosningabaráttu án þess að fá gagnrýni út á hækkun gjalda. Ég óttast að menn þurfi að borga þetta með „hagræðingu“ næsta haust. Þannig var það á seinasta kjörtímabili. Það er ekki gott að þjónustustig almenningssamgangna skuli vera háð því hve langt sé í næstu kosningar. Þeir sem búa á suðvesturhorninu geta þó prísað sig sæla með sína hálftímatíðni á helstu leiðum. Á Akureyri hafa menn nánast gefist upp, þjónustan léleg en höfð ókeypis. En vegna þess að hún er ókeypis þá er ekki peningur til að hafa hana viðunandi. Nýlega var tilkynnt að ein af fjórum leiðum bæjarins, leið 2, sú leið sem keyrði þó með einhverri tíðni, myndi falla niður í sumar vegna þess að ekki tókst að manna sumarafleysingar. Þessi punktur heyrist af og til: Að erfitt sé að manna strætó á sumrin vegna þess að þeir sem kunni að stýra stórum vögnum séu uppteknir við að keyra túrista upp í einhvern foss. En í grunninn er þetta bara spurning um peninga eins og allt annað. Þar sem jafnmargir kunna að keyra rútur í desember og júlí en meiri þörf er á vinnu þeirra á sumrin hækkar verð fyrir vinnu þessa fólks. Síðan má alveg benda fólki á að Ísland, Akureyri þar á meðal, er hluti af 500 milljóna manna atvinnumarkaði sem heitir „EES“. Einhverjir íbúar þar hljóta að kunna að keyra stóra bíla og þótt ég efist ekki um kosti þess að strætóbílstjórar kunni að ræða við farþega um landsins gagn og nauðsynjar á hinu ylhýra, þá kýs ég samt bílstjóra sem notast stundum við handabendingar og ensku fram yfir engan bílstjóra.Skömmtunarstefna Í fæstum borgum eru almenningssamgöngur reknar með blússandi gróða. En samt væri gott að hugsa strætó eins og fyrirtæki, fyrirtæki sem vill stækka markaðshlutdeild sína, en ekki eins og sjálfboðaliða sem skammtar brauð í hungursneyð. Dæmi: Þegar fólk vill taka hjól í strætó ætti að hugsa: „Frábært, hvernig græðum við á því?“ En ekki: „Agalegt, hvernig stoppum við þetta?“ eins og gert var á Akureyri. Smá hliðarspor: Þegar ég bjó í smábænum Berlín í Þýskalandi var fólki leyft að taka hjól í strætó, það var einfaldlega skýrt út með stórum og hnitmiðuðum plakötum að barnavagnar og hjólastólar hefðu algeran forgang og hjólreiðamenn yrðu að yfirgefa vagninn ef einhverjir farþegar sem notuðust við slík farartæki þyrftu á rýminu að halda. Pæling?Að lokum „Ég myndi taka strætó en það er of dýrt. Þjónustan mætti vera verri mín vegna.“ Hafa margir sagt það? Nei, fólk kvartar undan þjónustunni, ekki verðinu. Stjórnmálamenn þurfa að skilja það. Og sé ráðamönnum, á Akureyri sem annars staðar, alvara með að efla þennan samgöngukost þá þarf að hætta að líta hann sem fríkeypis lágmarksþjónustu fyrir fólk sem sökum aldurs, fátæktar eða heilsuleysis getur ekki keyrt bíl.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun