Með boltann undir búðarborðinu Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. júlí 2014 10:00 Stefán Gíslason og Harpa Lind Harðardóttir opna verslun með ítölsk húsgögn í vikunni. Vísir/Arnþór „Maður er jú orðinn 34 ára gamall og því farið að síga á seinni hluta fótboltaferilsins,“ segir Stefán Gíslason en hann opnar í vikunni húsgagnaverslunina Willamia, ásamt eiginkonu sinni Hörpu Lind Harðardóttur. Stefán spilar fótbolta fyrir Breiðablik en hefur komið víða við á sínum langa atvinnumannsferli og kom aftur til Íslands á árinu eftir að hafa dvalið ytra í fjölda ára. „Ég hef séð og kynnst ýmsu á mínum ferli og hafði lengi pælt í því hvað ég vildi gera eftir ferilinn og mér fannst alveg vera markaður fyrir svona verslun,“ segir Stefán. Hin umrædda verslun mun innihalda ítölsk húsgögn en vörurnar eru að mestu leyti fyrir stofnanir, hótel, fyrirtæki og annars konar starfsemi. „Við verðum líka með línur fyrir heimilið. Þetta eru gæðavörur með svokallaðan Bifma-gæðastimpil. Við getum sérsniðið húsgögnin að þörfum og óskum hvers og eins, þar sem hægt er að velja á milli óteljandi lappa, sessna, efnis, lita og gerða. Hér á landi er mikið af hótelum og annars konar starfsemi þannig að ég held það sé markaður fyrir svona vörur,“ bætir Stefán við. Sýningarsalur þeirra hjóna verður opnaður á föstudaginn en hann stendur við Ármúla 44. „Ætli maður geymi ekki boltann undir búðarborðinu svo maður geti gripið í hann inn á milli,“ segir Stefán og hlær en hann stendur vaktina með Breiðabliki í sumar. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Maður er jú orðinn 34 ára gamall og því farið að síga á seinni hluta fótboltaferilsins,“ segir Stefán Gíslason en hann opnar í vikunni húsgagnaverslunina Willamia, ásamt eiginkonu sinni Hörpu Lind Harðardóttur. Stefán spilar fótbolta fyrir Breiðablik en hefur komið víða við á sínum langa atvinnumannsferli og kom aftur til Íslands á árinu eftir að hafa dvalið ytra í fjölda ára. „Ég hef séð og kynnst ýmsu á mínum ferli og hafði lengi pælt í því hvað ég vildi gera eftir ferilinn og mér fannst alveg vera markaður fyrir svona verslun,“ segir Stefán. Hin umrædda verslun mun innihalda ítölsk húsgögn en vörurnar eru að mestu leyti fyrir stofnanir, hótel, fyrirtæki og annars konar starfsemi. „Við verðum líka með línur fyrir heimilið. Þetta eru gæðavörur með svokallaðan Bifma-gæðastimpil. Við getum sérsniðið húsgögnin að þörfum og óskum hvers og eins, þar sem hægt er að velja á milli óteljandi lappa, sessna, efnis, lita og gerða. Hér á landi er mikið af hótelum og annars konar starfsemi þannig að ég held það sé markaður fyrir svona vörur,“ bætir Stefán við. Sýningarsalur þeirra hjóna verður opnaður á föstudaginn en hann stendur við Ármúla 44. „Ætli maður geymi ekki boltann undir búðarborðinu svo maður geti gripið í hann inn á milli,“ segir Stefán og hlær en hann stendur vaktina með Breiðabliki í sumar.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira