Ofsakvíði og kvíðaköst Teitur Guðmundsson skrifar 15. júlí 2014 07:00 Þú ert úti að ganga í skóginum og átt þér einskis ills von, sallaróleg/ur og nýtur góða veðursins og sólarinnar þar sem þú ert í sumarleyfi í fjarlægu landi. Skyndilega staðnæmist þú og það hvolfist yfir þig gífurleg hræðsla og spenna þar sem þú stendur augliti til auglitis við ljón sem sér þig líka og býst til árásar. Hjartað berst á fullum krafti, vöðvarnir spennast upp og sjáöldrin víkka út, þú svitnar og ferð að anda ótt og títt. Allt gerist þetta mjög hratt þar sem þú ert að undirbúa flóttann frá ljóninu. Lífeðlis- og efnafræðilega eiga sér stað mjög margir hlutir á sama tíma, líkaminn tekur stjórn hálfpartinn og það hellast út streituhormón og sömuleiðis adrenalín auk fjölda annarra ferla. Þú ert tilbúin/n í hvað sem er og þú þarft alla þína orku á svipstundu eigir þú að eiga möguleika á að lifa af.Svæsin einkenni Þarna er um að ræða eðlileg viðbrögð við lífshættu sem við getum öll tengt okkur við og myndum líklega flest finna sömu líðan undir sömu kringumstæðum. En hvað ef öll þessi líðan kemur skyndilega og fyrirvaralaust þegar þú stendur í röðinni að borga í verslun, þú ert á fundi eða í prófi, jafnvel bara steinsofandi heima uppi í rúmi. Á sama tíma er engin ástæða fyrir því að reyna að bjarga lífi og limum á núll einni? Ef svo er þá ertu að öllum líkindum að upplifa kvíðakast. Einkennin geta verið svæsin og einnig staðið í einhvern tíma svo þeir sem aldrei hafa upplifað slíkt geta talið sig vera að fá hjartaáfall eða viðlíka og þurfa oft á tíðum að leita sér aðstoðar á sjúkrahúsi. Ofsakvíði eða kvíðaköst sem koma fram með þessum hætti ná yfirleitt hámarki á nokkrum mínútum og ganga svo niður með eða án meðferðar. Það sem einkennir þá sem fá slík köst er að það myndast mikill kvíði og hræðsla fyrir því að fá aftur kast. Sérstaklega þegar það liggur fyrir að ekki sé um annan sjúkdóm að ræða og þessi lamandi ótti geti komið án fyrirvara nánast hvar sem er upp að nýju. Margir þróa með sér kvíðasjúkdóm vegna þessa, enn aðrir fá aldrei aftur kast. Ekki er vitað með vissu hvað veldur en það er fjölþætt. Að einhverju leyti spila erfðir þarna inn í og ytri aðstæður eins og streita, álag, áföll sem jafnvel áttu sér stað fyrir löngu síðan, breytingar á lífsháttum, missir ástvina og þannig mætti telja áfram. Þá er einnig lýst slíku ástandi undir áhrifum áfengis og vímuefna. Mjög mikilvægt er að greina þennan sjúkdóm og átta sig á honum þar sem hann getur haft veruleg áhrif á líf viðkomandi. Hann getur leitt til félagsfælni, vandamála í skóla eða vinnu, þunglyndis, fjárhagsvanda, áfengis- og vímuefnavanda og jafnvel sjálfsvígs í verstu tilfellum. Það er því mikilvægt að leita sér aðstoðar og í samvinnu við fagaðila átta sig á eðli vandans og mögulegum meðferðarúrræðum. Þeir sem upplifa kvíðaköst ættu helst að reyna að taka saman undir hvaða kringumstæðum slíkt á sér stað, hversu oft og lengi einkennin vörðu. Þá er gott að hafa í huga fyrri áföll og ytri aðstæður sem gætu hafa leitt til slíks og vera reiðubúin/n að ræða það.Margvísleg úrræði Sem betur fer eru til margvísleg úrræði sem virka oft á tíðum mjög vel svo það er engin ástæða til að burðast með ofsakvíða og kvíðaköst og vil ég hvetja þá sem glíma við þennan vanda að leita sér hjálpar. Greiningin fer að vissu leyti fram með því að útiloka líkamlegar ástæður og til þess getur þurft einhverjar rannsóknir, en hin eiginlega greining er fyrst og fremst bundin við samtal og lýsingu einstaklings á einkennum sínum auk spurningalista í völdum tilvikum. Helstu meðferðarúrræði eru samtalsmeðferð og hugræn atferlismeðferð sem hafa dugað mjög vel. Er þar bæði verið að kenna viðkomandi einstaklingi hvernig hann geti tekist á við vandann og ekki síst komið í veg fyrir að hann brjótist út. Lyfjameðferð er vel þekkt og hefur einnig dugað vel hjá mörgum og er þar fyrst og fremst verið að beita svokallaðri þunglyndis- og kvíðalyfjameðferð, SSRI eða SNRI. Þá er vel þekkt að notkun róandi lyfja er talsverð og virkar ágætlega tímabundið, en er fyrst og fremst einkenna- og bráðameðferð og getur leitt til ávana. Því er mesta áherslan á langverkandi lyf sem hafa sýnt betri virkni. Blanda af samtals- og lyfjameðferð er líklega algengust allra en áherslan ætti að vera á sjálfshjálp og styrkingu einstaklingsins og reyna að nota sem minnst af lyfjum nema nauðsynlegt reynist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þú ert úti að ganga í skóginum og átt þér einskis ills von, sallaróleg/ur og nýtur góða veðursins og sólarinnar þar sem þú ert í sumarleyfi í fjarlægu landi. Skyndilega staðnæmist þú og það hvolfist yfir þig gífurleg hræðsla og spenna þar sem þú stendur augliti til auglitis við ljón sem sér þig líka og býst til árásar. Hjartað berst á fullum krafti, vöðvarnir spennast upp og sjáöldrin víkka út, þú svitnar og ferð að anda ótt og títt. Allt gerist þetta mjög hratt þar sem þú ert að undirbúa flóttann frá ljóninu. Lífeðlis- og efnafræðilega eiga sér stað mjög margir hlutir á sama tíma, líkaminn tekur stjórn hálfpartinn og það hellast út streituhormón og sömuleiðis adrenalín auk fjölda annarra ferla. Þú ert tilbúin/n í hvað sem er og þú þarft alla þína orku á svipstundu eigir þú að eiga möguleika á að lifa af.Svæsin einkenni Þarna er um að ræða eðlileg viðbrögð við lífshættu sem við getum öll tengt okkur við og myndum líklega flest finna sömu líðan undir sömu kringumstæðum. En hvað ef öll þessi líðan kemur skyndilega og fyrirvaralaust þegar þú stendur í röðinni að borga í verslun, þú ert á fundi eða í prófi, jafnvel bara steinsofandi heima uppi í rúmi. Á sama tíma er engin ástæða fyrir því að reyna að bjarga lífi og limum á núll einni? Ef svo er þá ertu að öllum líkindum að upplifa kvíðakast. Einkennin geta verið svæsin og einnig staðið í einhvern tíma svo þeir sem aldrei hafa upplifað slíkt geta talið sig vera að fá hjartaáfall eða viðlíka og þurfa oft á tíðum að leita sér aðstoðar á sjúkrahúsi. Ofsakvíði eða kvíðaköst sem koma fram með þessum hætti ná yfirleitt hámarki á nokkrum mínútum og ganga svo niður með eða án meðferðar. Það sem einkennir þá sem fá slík köst er að það myndast mikill kvíði og hræðsla fyrir því að fá aftur kast. Sérstaklega þegar það liggur fyrir að ekki sé um annan sjúkdóm að ræða og þessi lamandi ótti geti komið án fyrirvara nánast hvar sem er upp að nýju. Margir þróa með sér kvíðasjúkdóm vegna þessa, enn aðrir fá aldrei aftur kast. Ekki er vitað með vissu hvað veldur en það er fjölþætt. Að einhverju leyti spila erfðir þarna inn í og ytri aðstæður eins og streita, álag, áföll sem jafnvel áttu sér stað fyrir löngu síðan, breytingar á lífsháttum, missir ástvina og þannig mætti telja áfram. Þá er einnig lýst slíku ástandi undir áhrifum áfengis og vímuefna. Mjög mikilvægt er að greina þennan sjúkdóm og átta sig á honum þar sem hann getur haft veruleg áhrif á líf viðkomandi. Hann getur leitt til félagsfælni, vandamála í skóla eða vinnu, þunglyndis, fjárhagsvanda, áfengis- og vímuefnavanda og jafnvel sjálfsvígs í verstu tilfellum. Það er því mikilvægt að leita sér aðstoðar og í samvinnu við fagaðila átta sig á eðli vandans og mögulegum meðferðarúrræðum. Þeir sem upplifa kvíðaköst ættu helst að reyna að taka saman undir hvaða kringumstæðum slíkt á sér stað, hversu oft og lengi einkennin vörðu. Þá er gott að hafa í huga fyrri áföll og ytri aðstæður sem gætu hafa leitt til slíks og vera reiðubúin/n að ræða það.Margvísleg úrræði Sem betur fer eru til margvísleg úrræði sem virka oft á tíðum mjög vel svo það er engin ástæða til að burðast með ofsakvíða og kvíðaköst og vil ég hvetja þá sem glíma við þennan vanda að leita sér hjálpar. Greiningin fer að vissu leyti fram með því að útiloka líkamlegar ástæður og til þess getur þurft einhverjar rannsóknir, en hin eiginlega greining er fyrst og fremst bundin við samtal og lýsingu einstaklings á einkennum sínum auk spurningalista í völdum tilvikum. Helstu meðferðarúrræði eru samtalsmeðferð og hugræn atferlismeðferð sem hafa dugað mjög vel. Er þar bæði verið að kenna viðkomandi einstaklingi hvernig hann geti tekist á við vandann og ekki síst komið í veg fyrir að hann brjótist út. Lyfjameðferð er vel þekkt og hefur einnig dugað vel hjá mörgum og er þar fyrst og fremst verið að beita svokallaðri þunglyndis- og kvíðalyfjameðferð, SSRI eða SNRI. Þá er vel þekkt að notkun róandi lyfja er talsverð og virkar ágætlega tímabundið, en er fyrst og fremst einkenna- og bráðameðferð og getur leitt til ávana. Því er mesta áherslan á langverkandi lyf sem hafa sýnt betri virkni. Blanda af samtals- og lyfjameðferð er líklega algengust allra en áherslan ætti að vera á sjálfshjálp og styrkingu einstaklingsins og reyna að nota sem minnst af lyfjum nema nauðsynlegt reynist.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun