Stríðsfréttaritarar á Facebook Mikael Torfason skrifar 24. júlí 2014 07:00 Stjórnvöld í Ísrael hafa uppgötvað að nær ómögulegt er fyrir nokkurt ríki að komast upp með hernaðarbrölt sem til dæmis felur í sér morð á saklausum borgurum án þess að það spyrjist. Þótt það séu truflanir á símasambandi til Gasa fáum við nú fréttir beint af kúnni; frá sjónarhorni hins almenna borgara. Íbúar á Gasa eru vopnaðir snjallsímum sem fylla alla samfélagsmiðla af skelfilegum myndum og myndskeiðum beint af vettvangi. Fjölmiðlar eiga þannig auðveldara með að segja sögu almennings og við eigum auðveldara með að miðla þeirri sögu sjálf í okkar eigin tölvu eða síma í gegnum Facebook og Twitter. Ef við berum innrás Ísraelshers á Gasa nú saman við innrás hans í janúar 2009 vekur athygli hversu tækniframfarir síðari ára hafa verið miklar. Fyrir rúmlega fimm árum sögðust yfirvöld í Ísrael ætla að stöðva eldflaugaárásir frá Gasa og ruddust inn með herlið. Á milli þúsund og fimmtán hundruð palestínskir borgarar lágu í valnum og þrettán Ísraelar. Auðvitað snertu fréttir af Gasa okkur þá en stökkbreyting hefur orðið hvað varðar allt aðgengi að upplýsingum vegna þess að nú eigum við mun auðveldara með að segja sögu venjulegs fólks. Þessi staðreynd mun breyta stríðsrekstri til framtíðar. Krafa á hendur þeim sem hafa á valdi sínu að beita sér gegn slíkum hörmungum mun verða meira afgerandi en nokkru sinni fyrr. Nú fáum við miklu gleggri mynd af ástandinu og þeirri skelfingu sem hernaður hefur í för með sér. Við erum í beinu sambandi við almenna borgara. Árið 2009 var fréttamönnum gert að yfirgefa Gasa og erfitt gat reynst að draga upp raunhæfa mynd í fjölmiðlum. Samkvæmt nýjustu tölum er búið að drepa um sex hundruð manns í Palestínu. Hundrað fimmtíu og fimm af þeim eru börn. Já, hundrað fimmtíu og fimm börn hafa verið myrt í þessum átökum. Fleiri börn á Gasa hafa verið drepin en sem nemur fjölda fallinna palestínskra vígamanna. Á þriðjudag tjáðu embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum sig um þessa staðreynd. Þá var reyndar ekki búið að drepa „nema“ hundrað fjörutíu og níu börn og áttatíu og sjö vopnaða uppreisnarmenn. Samtökin Save the Children bæta því við í þessu samhengi að þriðjungur sé börn en samkvæmt nýjustu tölum eru mun færri vopnaðir Hamas-liðar særðir. Auðvitað hlýtur þessi tölfræði að vekja upp gildar spurningar: Gegn hverjum beinast þessar hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna? En, þegar tölfræðinni fylgja frásagnir og myndir beint af vettvangi er erfiðara að setja kíkinn fyrir blinda augað. Fjölmiðlar munu eftir sem áður ritstýra efni sínu í samræmi við sína ritstjórnarstefnu en netinu verður ekki stýrt – það verður ekki ritskoðað og viðmiðin hafa færst til. Hressilega. Það getur ekki verið hlutverk fjölmiðla að hlífa fólki við óþægilegum upplýsingum og sú krafa, sem hefur verið uppi lengi, hljómar hjárænulega nú þegar fyrir liggur að samfélagsmiðlar hafa gerbylt allri upplýsingagjöf. Hlutverk fjölmiðla hefur breyst; þeir eru ekki lengur hliðverðir í sama skilningi og áður heldur færist hlutverk þeirra í auknum mæli inn á þær brautir að vinsa það úr upplýsingaflæðinu sem vert er að beina kastljósi að og setja í samhengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Stjórnvöld í Ísrael hafa uppgötvað að nær ómögulegt er fyrir nokkurt ríki að komast upp með hernaðarbrölt sem til dæmis felur í sér morð á saklausum borgurum án þess að það spyrjist. Þótt það séu truflanir á símasambandi til Gasa fáum við nú fréttir beint af kúnni; frá sjónarhorni hins almenna borgara. Íbúar á Gasa eru vopnaðir snjallsímum sem fylla alla samfélagsmiðla af skelfilegum myndum og myndskeiðum beint af vettvangi. Fjölmiðlar eiga þannig auðveldara með að segja sögu almennings og við eigum auðveldara með að miðla þeirri sögu sjálf í okkar eigin tölvu eða síma í gegnum Facebook og Twitter. Ef við berum innrás Ísraelshers á Gasa nú saman við innrás hans í janúar 2009 vekur athygli hversu tækniframfarir síðari ára hafa verið miklar. Fyrir rúmlega fimm árum sögðust yfirvöld í Ísrael ætla að stöðva eldflaugaárásir frá Gasa og ruddust inn með herlið. Á milli þúsund og fimmtán hundruð palestínskir borgarar lágu í valnum og þrettán Ísraelar. Auðvitað snertu fréttir af Gasa okkur þá en stökkbreyting hefur orðið hvað varðar allt aðgengi að upplýsingum vegna þess að nú eigum við mun auðveldara með að segja sögu venjulegs fólks. Þessi staðreynd mun breyta stríðsrekstri til framtíðar. Krafa á hendur þeim sem hafa á valdi sínu að beita sér gegn slíkum hörmungum mun verða meira afgerandi en nokkru sinni fyrr. Nú fáum við miklu gleggri mynd af ástandinu og þeirri skelfingu sem hernaður hefur í för með sér. Við erum í beinu sambandi við almenna borgara. Árið 2009 var fréttamönnum gert að yfirgefa Gasa og erfitt gat reynst að draga upp raunhæfa mynd í fjölmiðlum. Samkvæmt nýjustu tölum er búið að drepa um sex hundruð manns í Palestínu. Hundrað fimmtíu og fimm af þeim eru börn. Já, hundrað fimmtíu og fimm börn hafa verið myrt í þessum átökum. Fleiri börn á Gasa hafa verið drepin en sem nemur fjölda fallinna palestínskra vígamanna. Á þriðjudag tjáðu embættismenn hjá Sameinuðu þjóðunum sig um þessa staðreynd. Þá var reyndar ekki búið að drepa „nema“ hundrað fjörutíu og níu börn og áttatíu og sjö vopnaða uppreisnarmenn. Samtökin Save the Children bæta því við í þessu samhengi að þriðjungur sé börn en samkvæmt nýjustu tölum eru mun færri vopnaðir Hamas-liðar særðir. Auðvitað hlýtur þessi tölfræði að vekja upp gildar spurningar: Gegn hverjum beinast þessar hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna? En, þegar tölfræðinni fylgja frásagnir og myndir beint af vettvangi er erfiðara að setja kíkinn fyrir blinda augað. Fjölmiðlar munu eftir sem áður ritstýra efni sínu í samræmi við sína ritstjórnarstefnu en netinu verður ekki stýrt – það verður ekki ritskoðað og viðmiðin hafa færst til. Hressilega. Það getur ekki verið hlutverk fjölmiðla að hlífa fólki við óþægilegum upplýsingum og sú krafa, sem hefur verið uppi lengi, hljómar hjárænulega nú þegar fyrir liggur að samfélagsmiðlar hafa gerbylt allri upplýsingagjöf. Hlutverk fjölmiðla hefur breyst; þeir eru ekki lengur hliðverðir í sama skilningi og áður heldur færist hlutverk þeirra í auknum mæli inn á þær brautir að vinsa það úr upplýsingaflæðinu sem vert er að beina kastljósi að og setja í samhengi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun