Trúin getur flutt fjöll Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. júlí 2014 08:00 Atli Jóhannsson skaut Stjörnunni áfram gegn Motherwell með mögnuðu marki. Fréttablaðið/Daníel „Við erum spenntir – ekkert of spenntir samt,“ segir Atli Jóhannsson, miðjumaður Stjörnunnar, við Fréttablaðið, en Stjörnumenn mæta Lech Poznan frá Póllandi í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Gengi Stjörnunnar í hennar fyrstu Evrópukeppni hefur verið ævintýri líkast, en liðið er búið að leggja velska liðið Bangor að velli sem og skoska liðið Motherwell sem hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í fyrra á eftir Celtic.Vildu mun fleiri miða „Við erum algjörlega pressulausir og því er bara gaman að spila þessa leiki,“ segir Atli, sem sjálfur er reyndur þegar kemur að Evrópuleikjum eftir að hafa spilað með ÍBV og KR áður en hann kom til Stjörnunnar. „Ég á einhverja 13 eða 14 leiki núna – alveg hokinn af reynslu á íslenskum mælikvarða,“ segir hann léttur. „Maður er bara virkilega spenntur fyrir þessum leik enda höfum við engu að tapa.“ Spennan fyrir leiknum er eðlilega mikil í Garðabænum, en uppselt er á völlinn. Stjarnan tók þó ákvörðun um að spila leikinn á Samsung-vellinum þrátt fyrir að hafa getað fyllt hann fjórum sinnum bara með stuðningsmönnum Poznan. „Þeir báðu um 4.000 miða fyrir stuðningsmennina sína. Þeir eru ekki alveg að átta sig á aðstæðum hérna,“ segir Atli, en Poznan-liðið hafnaði í öðru sæti pólsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og varð síðast meistari fyrir fjórum árum. Það hefur á undanförnum misserum velgt stórliðum á borð við Man. City og Juventus undir uggum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Þetta er gott lið, en möguleikarnir eru alveg fyrir hendi. Við erum búnir að sjá klippur af þeim og þeir eru með ákveðna veikleika sem hægt er að nýta sér. Ætli við beitum ekki svipaðri taktík og á móti Motherwell; liggjum til baka og verjum okkar mark. Það gekk kannski ekkert frábærlega á móti Skotunum, en við fengum fullt af færum og unnum það einvígi sanngjarnt fannst mér,“ segir Atli.Kraftaverkin gerast Eðlilega er Atli bjartsýnn enda sjálfstraustið mikið í Stjörnuliðinu sem er aðeins búið að tapa einum leik í allt sumar; gegn Þrótti í bikarnum. Atli skoraði svo auðvitað þetta magnaða sigurmark gegn Motherwell með skoti af 30 metra færi. „Það er svona þegar kraftaverkin gerast. Svona skot hafa oft flogið yfir gervigrasvöllinn sem er fyrir aftan aðalvöllinn. Mikið lifandis ósköp var sætt að sjá boltann inni,“ segir Atli, en hann bendir á að gott gengi í Evrópu haldist í hendur við velgengni í deildinni. „Mín reynsla af Evrópukeppnum er að ef maður spilar á móti betri leikmönnum verður maður betri sjálfur. Þegar maður vinnur svona leiki vex sjálfstraustið og samverkandi þættir verða til þess að sjálfstraustið er í botni. Trúin getur flutt fjöll,“ segir hann.Barátta stuðningsmanna Stuðningsmenn Lech Poznan eru frábærir og svo frægir fyrir stuðning sinn að fagnaðarlæti hafa verið nefnd eftir þeim. Þegar stuðningsmenn snúa baki í völlinn, halda utan um hver annan og hoppa upp og niður heitir „að taka Poznan“. Þetta gerðu þeir frægt í leik gegn Manchester City. Silfurskeiðin mun því eiga fullt í fangi með að verja sitt heimavígi. „Motherwell-menn létu vel í sér heyra og þessir verða öflugir líka. Þetta verður bara gaman. Það er uppselt og leikurinn rétt fyrir byrjun verslunarmannahelgarinnar,“ segir Atli. Evrópudeild UEFA Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
„Við erum spenntir – ekkert of spenntir samt,“ segir Atli Jóhannsson, miðjumaður Stjörnunnar, við Fréttablaðið, en Stjörnumenn mæta Lech Poznan frá Póllandi í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Gengi Stjörnunnar í hennar fyrstu Evrópukeppni hefur verið ævintýri líkast, en liðið er búið að leggja velska liðið Bangor að velli sem og skoska liðið Motherwell sem hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í fyrra á eftir Celtic.Vildu mun fleiri miða „Við erum algjörlega pressulausir og því er bara gaman að spila þessa leiki,“ segir Atli, sem sjálfur er reyndur þegar kemur að Evrópuleikjum eftir að hafa spilað með ÍBV og KR áður en hann kom til Stjörnunnar. „Ég á einhverja 13 eða 14 leiki núna – alveg hokinn af reynslu á íslenskum mælikvarða,“ segir hann léttur. „Maður er bara virkilega spenntur fyrir þessum leik enda höfum við engu að tapa.“ Spennan fyrir leiknum er eðlilega mikil í Garðabænum, en uppselt er á völlinn. Stjarnan tók þó ákvörðun um að spila leikinn á Samsung-vellinum þrátt fyrir að hafa getað fyllt hann fjórum sinnum bara með stuðningsmönnum Poznan. „Þeir báðu um 4.000 miða fyrir stuðningsmennina sína. Þeir eru ekki alveg að átta sig á aðstæðum hérna,“ segir Atli, en Poznan-liðið hafnaði í öðru sæti pólsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og varð síðast meistari fyrir fjórum árum. Það hefur á undanförnum misserum velgt stórliðum á borð við Man. City og Juventus undir uggum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. „Þetta er gott lið, en möguleikarnir eru alveg fyrir hendi. Við erum búnir að sjá klippur af þeim og þeir eru með ákveðna veikleika sem hægt er að nýta sér. Ætli við beitum ekki svipaðri taktík og á móti Motherwell; liggjum til baka og verjum okkar mark. Það gekk kannski ekkert frábærlega á móti Skotunum, en við fengum fullt af færum og unnum það einvígi sanngjarnt fannst mér,“ segir Atli.Kraftaverkin gerast Eðlilega er Atli bjartsýnn enda sjálfstraustið mikið í Stjörnuliðinu sem er aðeins búið að tapa einum leik í allt sumar; gegn Þrótti í bikarnum. Atli skoraði svo auðvitað þetta magnaða sigurmark gegn Motherwell með skoti af 30 metra færi. „Það er svona þegar kraftaverkin gerast. Svona skot hafa oft flogið yfir gervigrasvöllinn sem er fyrir aftan aðalvöllinn. Mikið lifandis ósköp var sætt að sjá boltann inni,“ segir Atli, en hann bendir á að gott gengi í Evrópu haldist í hendur við velgengni í deildinni. „Mín reynsla af Evrópukeppnum er að ef maður spilar á móti betri leikmönnum verður maður betri sjálfur. Þegar maður vinnur svona leiki vex sjálfstraustið og samverkandi þættir verða til þess að sjálfstraustið er í botni. Trúin getur flutt fjöll,“ segir hann.Barátta stuðningsmanna Stuðningsmenn Lech Poznan eru frábærir og svo frægir fyrir stuðning sinn að fagnaðarlæti hafa verið nefnd eftir þeim. Þegar stuðningsmenn snúa baki í völlinn, halda utan um hver annan og hoppa upp og niður heitir „að taka Poznan“. Þetta gerðu þeir frægt í leik gegn Manchester City. Silfurskeiðin mun því eiga fullt í fangi með að verja sitt heimavígi. „Motherwell-menn létu vel í sér heyra og þessir verða öflugir líka. Þetta verður bara gaman. Það er uppselt og leikurinn rétt fyrir byrjun verslunarmannahelgarinnar,“ segir Atli.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira