„Protected by a silver spoon…“ Friðrika Benónýsdóttir skrifar 31. júlí 2014 07:00 Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, er klár maður eins og hann hefur sannað í Útsvari. Líklega hefur honum þó aldrei tekist betur upp en með birtingu Bítlalagsins Bathroom Window á Twitter í vikunni. Þar gaf hann fullyrðingum um það að innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefði reynt að hafa áhrif á rannsókn lekamálsins svokallaða byr undir báða vængi án þess þó að segja af eða á um það hvort hún hefði gert það. Ekki er hægt að ásaka hann um trúnaðarbrest vegna orða Bítlanna en í ljósi þeirra upplýsinga sem fram hafa komið er nánast ómögulegt að skilja þennan póst lögreglustjórans öðruvísi en svo að innanríkisráðherrann hafi reynt að koma að rannsókn málsins bakdyramegin eða, svo þýtt sé bókstaflega, inn um baðherbergisgluggann. Hanna Birna hefur auðvitað neitað því að hafa haft óeðlileg afskipti af málinu, en ekki hvað, en hún hefur reyndar neitað öllu sem upp á hana hefur verið borið í þessu máli frá upphafi. Staðið í ræðustól Alþingis og logið blákalt að þingi og þjóð án þess að blikna, hvað þá annað. Og komist upp með það. Auðvitað hefði hún átt að stíga til hliðar um leið og ljóst var að málið yrði rannsakað sem sakamál og ekkert sem fram hefur komið síðan réttlætir þá ákvörðun hennar að sitja sem fastast. Það er líka illskiljanlegt að sjálfstæðisforystan skuli ekki hafa krafist þess að hún tæki sér frí frá störfum á meðan rannsókn stæði yfir, þó ekki væri meira. Ekki er langt að sækja fordæmi fyrir slíku þar sem samráðherra Hönnu Birnu, Illugi Gunnarsson, vék af þingi árið 2010 á meðan rannsókn stóð yfir á málefnum Sjóðs 9 sem hann var stjórnarmaður í. Er það alvarlegra að þingmaður sæti rannsókn en ráðuneyti innanríkisráðherra? Hví þegir flokkurinn þunnu hljóði þegar Hanna Birna á í hlut? Var það ekki sjálfsagt að hún viki sem ráðherra lögreglumála um leið og ljóst var að ráðuneyti hennar og starfsfólk sættu sakamálarannsókn? Við þessum spurningum, sem svo sannarlega voru ekki að spretta upp fyrst í fyrradag, fást engin svör, en nú hefur umboðsmaður Alþingis tekið á sig rögg og krafist svara frá innanríkisráðherra varðandi afskipti hennar af rannsókn lekamálsins. Vonandi sér hún sóma sinn í að svara. Málið verður nefnilega vandræðalegra fyrir Sjálfstæðisflokkinn með hverjum deginum sem líður án svara og þótt Heimdellingar reyni að leiða athyglina frá umræðunni með því að skora á flokkinn að endurskoða samstarfið við Framsókn þá breytir það engu um það að þetta mál er alfarið klúður Sjálfstæðishelmings ríkisstjórnarinnar og þótt Framsókn hafi vissulega verið þeim erfiður rekkjunautur í ýmsum málum þá er þessi valdahroki heimaræktaður í Sjálfstæðisflokknum og alfarið á hans ábyrgð að hrista af sér slyðruorðið og láta Hönnu Birnu víkja, með góðu eða illu. Það er löngu tímabært að silfurskeiðin hætti að vernda fólk sem laumast inn um baðherbergisglugga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun
Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóri, er klár maður eins og hann hefur sannað í Útsvari. Líklega hefur honum þó aldrei tekist betur upp en með birtingu Bítlalagsins Bathroom Window á Twitter í vikunni. Þar gaf hann fullyrðingum um það að innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefði reynt að hafa áhrif á rannsókn lekamálsins svokallaða byr undir báða vængi án þess þó að segja af eða á um það hvort hún hefði gert það. Ekki er hægt að ásaka hann um trúnaðarbrest vegna orða Bítlanna en í ljósi þeirra upplýsinga sem fram hafa komið er nánast ómögulegt að skilja þennan póst lögreglustjórans öðruvísi en svo að innanríkisráðherrann hafi reynt að koma að rannsókn málsins bakdyramegin eða, svo þýtt sé bókstaflega, inn um baðherbergisgluggann. Hanna Birna hefur auðvitað neitað því að hafa haft óeðlileg afskipti af málinu, en ekki hvað, en hún hefur reyndar neitað öllu sem upp á hana hefur verið borið í þessu máli frá upphafi. Staðið í ræðustól Alþingis og logið blákalt að þingi og þjóð án þess að blikna, hvað þá annað. Og komist upp með það. Auðvitað hefði hún átt að stíga til hliðar um leið og ljóst var að málið yrði rannsakað sem sakamál og ekkert sem fram hefur komið síðan réttlætir þá ákvörðun hennar að sitja sem fastast. Það er líka illskiljanlegt að sjálfstæðisforystan skuli ekki hafa krafist þess að hún tæki sér frí frá störfum á meðan rannsókn stæði yfir, þó ekki væri meira. Ekki er langt að sækja fordæmi fyrir slíku þar sem samráðherra Hönnu Birnu, Illugi Gunnarsson, vék af þingi árið 2010 á meðan rannsókn stóð yfir á málefnum Sjóðs 9 sem hann var stjórnarmaður í. Er það alvarlegra að þingmaður sæti rannsókn en ráðuneyti innanríkisráðherra? Hví þegir flokkurinn þunnu hljóði þegar Hanna Birna á í hlut? Var það ekki sjálfsagt að hún viki sem ráðherra lögreglumála um leið og ljóst var að ráðuneyti hennar og starfsfólk sættu sakamálarannsókn? Við þessum spurningum, sem svo sannarlega voru ekki að spretta upp fyrst í fyrradag, fást engin svör, en nú hefur umboðsmaður Alþingis tekið á sig rögg og krafist svara frá innanríkisráðherra varðandi afskipti hennar af rannsókn lekamálsins. Vonandi sér hún sóma sinn í að svara. Málið verður nefnilega vandræðalegra fyrir Sjálfstæðisflokkinn með hverjum deginum sem líður án svara og þótt Heimdellingar reyni að leiða athyglina frá umræðunni með því að skora á flokkinn að endurskoða samstarfið við Framsókn þá breytir það engu um það að þetta mál er alfarið klúður Sjálfstæðishelmings ríkisstjórnarinnar og þótt Framsókn hafi vissulega verið þeim erfiður rekkjunautur í ýmsum málum þá er þessi valdahroki heimaræktaður í Sjálfstæðisflokknum og alfarið á hans ábyrgð að hrista af sér slyðruorðið og láta Hönnu Birnu víkja, með góðu eða illu. Það er löngu tímabært að silfurskeiðin hætti að vernda fólk sem laumast inn um baðherbergisglugga.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun