Rabarbara-kokteill
2 góðir bátar af lime1 tsk. hrásykur
1 tsk. ferskur rabarbari
3 cl ljóst romm
6 cl rabarbarasíróp
8 myntulauf
Mulinn klaki
Toppað með sódavatni
Rabarbarasíróp
200 g sykur
100 g vatn
2 stilkar af nýjum rabarbara
Smá grenadine
Lime og hrásykur er marið saman og svo er rommi og sírópi bætt við ásamt myntulaufunum. Muldum klaka bætt við upp í hálft glas og hrært vel til að leysa upp hrásykurinn og vekja myntuna. Að lokum er sett sódavatn upp í topp á glasinu og smakkað til. Ef hann bragðast frábærlega þá má bæta aðeins meiri klaka út í ef það er pláss og skreyta með fallegri toppmyntu.
Rabarbarasíróp Sykur leystur upp í vatni og grenadine. Rabarbari hreinsaður og lagður í pott með sykrinum. Látið malla í góðan hálftíma. Sírópið er svo sigtað og kælt og rabarbarinn tekinn til hliðar til að bæta svo í kokteilinn.

Eldhúsinu er stjórnað af hinum unga og metnaðarfulla Gísla Matthíasi Auðunssyni. Gísli Matthías útskrifaðist með hæstu einkunn frá Hótel- og matvælaskólaskólanum árið 2011 og hefur síðan þá sótt sér reynslu víða, m.a. í frönsku ölpunum og á stöðunum Skál, Aska, Luksus og Acme í New York.