„Þetta er grafalvarlegt mál“ Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 6. ágúst 2014 22:35 Vill skýrari svör Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir nánari skýringum frá innanríkisráðherra varðandi lekamálið. „Þetta er grafalvarlegt mál. Það að umboðsmaður Alþingis óski eftir því að fá nánari upplýsingar frá innanríkisráðherra um lekamálið undirstrikar mikilvægi þess að við fáum að sjá efnislegar niðurstöður í málinu þegar þær liggja fyrir,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra bréf í framhaldi af svari ráðherrans 1. ágúst sl. við bréfi umboðsmanns frá 30. júlí sl. Í bréfinu er óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Umboðsmaður óskar eftir svari við bréfinu eigi síðar en 15. ágúst. Árni Páll segir að það sama gildi raunar um ríkissaksóknara, þegar hann hafi lokið umfjöllun sinni um lekamálið verði menn að fá að sjá niðurstöðurnar vegna þess að það sem fólk hafi séð í blaðafregnum bendi til að gefnar hafi verið misvísandi skýringar á hlutunum og það sé alvarlegt. Árni Páll ítrekar þá afstöðu sína að Hanna Birna eigi að víkja tímabundið. „Það er óeðlilegt að ráðherra lögreglumála sitji í embætti á meðan lögreglurannsókn er í gangi. Ég sé ekki betur en formaður Sjálfstæðisflokksins hafi hálfgildings tekið undir það sjónarmið í fréttum undanfarna daga,“ segir Árni Páll. Hvorki náðist í formann VG, formann þingsflokks né fyrrverandi ráðherra flokksins í gær.Lilja RAfney Magnúsdóttir„Það sýnir alvarleika málsins að umboðsmaður skuli óska eftir nánari upplýsingum frá ráðherranum,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG. Hún segir að að hennar mati eigi Hanna Birna að stíga til hliðar, það hefði hún átt að gera í upphafi málsins. „Það er aldrei of seint að verða skynsamur, ef hún stigi til hliðar núna væri það til marks um bætta dómgreind hennar,“ segir Lilja Rafney. Hún segir löngu tímabært að breyta þeirri hefð að ráðherrar stígi ekki til hliðar sæti þeir rannsókn. Það sé eðlilegt að bíða niðurstöðu rannsóknarinnar, þegar hún liggur fyrir geti viðkomandi ráðherra metið stöðu sína. „Hefðin hér er önnur en það er kominn tími til að breyta þessu. Þó að ráðherra stígi til hliðar um stund þarf það ekki að vera neinn endanlegur dómur yfir honum eða hans ferli,“ segir Lilja Rafney. Lekamálið Tengdar fréttir Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins styður Hönnu Birnu. 5. ágúst 2014 19:15 Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00 Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48 Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
„Þetta er grafalvarlegt mál. Það að umboðsmaður Alþingis óski eftir því að fá nánari upplýsingar frá innanríkisráðherra um lekamálið undirstrikar mikilvægi þess að við fáum að sjá efnislegar niðurstöður í málinu þegar þær liggja fyrir,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Umboðsmaður Alþingis hefur ritað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra bréf í framhaldi af svari ráðherrans 1. ágúst sl. við bréfi umboðsmanns frá 30. júlí sl. Í bréfinu er óskað eftir nánari upplýsingum og gögnum um samskipti innanríkisráðherra við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu. Umboðsmaður óskar eftir svari við bréfinu eigi síðar en 15. ágúst. Árni Páll segir að það sama gildi raunar um ríkissaksóknara, þegar hann hafi lokið umfjöllun sinni um lekamálið verði menn að fá að sjá niðurstöðurnar vegna þess að það sem fólk hafi séð í blaðafregnum bendi til að gefnar hafi verið misvísandi skýringar á hlutunum og það sé alvarlegt. Árni Páll ítrekar þá afstöðu sína að Hanna Birna eigi að víkja tímabundið. „Það er óeðlilegt að ráðherra lögreglumála sitji í embætti á meðan lögreglurannsókn er í gangi. Ég sé ekki betur en formaður Sjálfstæðisflokksins hafi hálfgildings tekið undir það sjónarmið í fréttum undanfarna daga,“ segir Árni Páll. Hvorki náðist í formann VG, formann þingsflokks né fyrrverandi ráðherra flokksins í gær.Lilja RAfney Magnúsdóttir„Það sýnir alvarleika málsins að umboðsmaður skuli óska eftir nánari upplýsingum frá ráðherranum,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG. Hún segir að að hennar mati eigi Hanna Birna að stíga til hliðar, það hefði hún átt að gera í upphafi málsins. „Það er aldrei of seint að verða skynsamur, ef hún stigi til hliðar núna væri það til marks um bætta dómgreind hennar,“ segir Lilja Rafney. Hún segir löngu tímabært að breyta þeirri hefð að ráðherrar stígi ekki til hliðar sæti þeir rannsókn. Það sé eðlilegt að bíða niðurstöðu rannsóknarinnar, þegar hún liggur fyrir geti viðkomandi ráðherra metið stöðu sína. „Hefðin hér er önnur en það er kominn tími til að breyta þessu. Þó að ráðherra stígi til hliðar um stund þarf það ekki að vera neinn endanlegur dómur yfir honum eða hans ferli,“ segir Lilja Rafney.
Lekamálið Tengdar fréttir Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins styður Hönnu Birnu. 5. ágúst 2014 19:15 Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00 Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48 Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Bjarni segir innanríkisráðherra vera í óþægilegri stöðu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins styður Hönnu Birnu. 5. ágúst 2014 19:15
Tvísýn staða Hönnu Birnu Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik. 4. ágúst 2014 20:00
Ráðherra sem hefur glatað trausti tekur pokann sinn Bjarni Benediktsson segir fráleitt að hann þurfi að gefa út traustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í hverju skrefi lekamálsins. 5. ágúst 2014 13:48
Segir lögregluna fara offari í rannsókn á lekamálinu Brynjar Níelsson furðar sig á því að fyrirskipuð hafi verið lögreglurannsókn í málinu og segir að gengið hafi verið á friðhelgi innanríkisráðherra við rannsóknina. 5. ágúst 2014 14:39