Gramsaði í kössum hjá alls konar fólki Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2014 11:00 Hönnun Rakelar er ávallt mjög litrík og skemmtileg. „Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að sjá hvaða karaktera fólk sér úr printinu sem vekja barnið innra með þeim og auðvitað brosið sem fylgir,“ segir fatahönnuðurinn Rakel Blom. Hún sendi nýverið frá sér nýja línu, I Don't Want to Grow Up, sem er innblásin af gömlum leikföngum. „Innblásturinn að mynstrinu kemur upphaflega frá gömlum leikföngum sem ég fékk æði fyrir og fór á flest öll dótasöfn í London og fékk að gramsa í kössum hjá alls konar söfnurum og á mörkuðum. Ég notaði svo gamalt, franskt veggfóður sem ég fann í einum af þessum leiðöngrum sem grunn til að byggja upp printið svo það flæðir í samhverfu yfir flíkina og til að búa til heildarmynd. Þegar rýnt er í mynstrið má finna alls konar skemmtilega karaktera, hluti og munstur,“ segir Rakel. „Karakterarnir í mynstrinu koma alls staðar að úr minni æsku, æsku vina minna og kunningja og barna þeirra. Frá fólki á öllum aldri. Karakterarnir eiga það allir sameiginlegt að kalla fram nostalgíu, gleði og bros,“ bætir Rakel við og segist hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur við línunni.Í línunni eru kjólar, toppar, leggings og buxur.Rakel hefur verið búsett í London síðan hún útskrifaðist sem fatahönnuður árið 2012 og líkar borgin vel. Hún útilokar þó ekki frekari landvinninga. „Ég er alltaf með augun opin fyrir nýjum löndum og tækifærum svo það er aldrei að vita hvert stefnan verður tekin í framtíðinni,“ segir hún brosandi. Varðandi framtíðina er nóg í pípunum hjá fagurkeranum. „Ég er að vinna með öðrum listamönnum og það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því. Svo er ég að fara að selja í nokkrum pop-up-búðum hér í London en hugurinn er auðvitað kominn af stað í að undirbúa næstu línu sem verður spennandi vinna.“Kjóll úr línunni.Skemmtilegur fílíngur. Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Sjá meira
„Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að sjá hvaða karaktera fólk sér úr printinu sem vekja barnið innra með þeim og auðvitað brosið sem fylgir,“ segir fatahönnuðurinn Rakel Blom. Hún sendi nýverið frá sér nýja línu, I Don't Want to Grow Up, sem er innblásin af gömlum leikföngum. „Innblásturinn að mynstrinu kemur upphaflega frá gömlum leikföngum sem ég fékk æði fyrir og fór á flest öll dótasöfn í London og fékk að gramsa í kössum hjá alls konar söfnurum og á mörkuðum. Ég notaði svo gamalt, franskt veggfóður sem ég fann í einum af þessum leiðöngrum sem grunn til að byggja upp printið svo það flæðir í samhverfu yfir flíkina og til að búa til heildarmynd. Þegar rýnt er í mynstrið má finna alls konar skemmtilega karaktera, hluti og munstur,“ segir Rakel. „Karakterarnir í mynstrinu koma alls staðar að úr minni æsku, æsku vina minna og kunningja og barna þeirra. Frá fólki á öllum aldri. Karakterarnir eiga það allir sameiginlegt að kalla fram nostalgíu, gleði og bros,“ bætir Rakel við og segist hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur við línunni.Í línunni eru kjólar, toppar, leggings og buxur.Rakel hefur verið búsett í London síðan hún útskrifaðist sem fatahönnuður árið 2012 og líkar borgin vel. Hún útilokar þó ekki frekari landvinninga. „Ég er alltaf með augun opin fyrir nýjum löndum og tækifærum svo það er aldrei að vita hvert stefnan verður tekin í framtíðinni,“ segir hún brosandi. Varðandi framtíðina er nóg í pípunum hjá fagurkeranum. „Ég er að vinna með öðrum listamönnum og það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því. Svo er ég að fara að selja í nokkrum pop-up-búðum hér í London en hugurinn er auðvitað kominn af stað í að undirbúa næstu línu sem verður spennandi vinna.“Kjóll úr línunni.Skemmtilegur fílíngur.
Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Enginn Logi á veggspjaldi Star Wars Bíó og sjónvarp 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Sjá meira