Gramsaði í kössum hjá alls konar fólki Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. ágúst 2014 11:00 Hönnun Rakelar er ávallt mjög litrík og skemmtileg. „Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að sjá hvaða karaktera fólk sér úr printinu sem vekja barnið innra með þeim og auðvitað brosið sem fylgir,“ segir fatahönnuðurinn Rakel Blom. Hún sendi nýverið frá sér nýja línu, I Don't Want to Grow Up, sem er innblásin af gömlum leikföngum. „Innblásturinn að mynstrinu kemur upphaflega frá gömlum leikföngum sem ég fékk æði fyrir og fór á flest öll dótasöfn í London og fékk að gramsa í kössum hjá alls konar söfnurum og á mörkuðum. Ég notaði svo gamalt, franskt veggfóður sem ég fann í einum af þessum leiðöngrum sem grunn til að byggja upp printið svo það flæðir í samhverfu yfir flíkina og til að búa til heildarmynd. Þegar rýnt er í mynstrið má finna alls konar skemmtilega karaktera, hluti og munstur,“ segir Rakel. „Karakterarnir í mynstrinu koma alls staðar að úr minni æsku, æsku vina minna og kunningja og barna þeirra. Frá fólki á öllum aldri. Karakterarnir eiga það allir sameiginlegt að kalla fram nostalgíu, gleði og bros,“ bætir Rakel við og segist hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur við línunni.Í línunni eru kjólar, toppar, leggings og buxur.Rakel hefur verið búsett í London síðan hún útskrifaðist sem fatahönnuður árið 2012 og líkar borgin vel. Hún útilokar þó ekki frekari landvinninga. „Ég er alltaf með augun opin fyrir nýjum löndum og tækifærum svo það er aldrei að vita hvert stefnan verður tekin í framtíðinni,“ segir hún brosandi. Varðandi framtíðina er nóg í pípunum hjá fagurkeranum. „Ég er að vinna með öðrum listamönnum og það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því. Svo er ég að fara að selja í nokkrum pop-up-búðum hér í London en hugurinn er auðvitað kominn af stað í að undirbúa næstu línu sem verður spennandi vinna.“Kjóll úr línunni.Skemmtilegur fílíngur. Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að sjá hvaða karaktera fólk sér úr printinu sem vekja barnið innra með þeim og auðvitað brosið sem fylgir,“ segir fatahönnuðurinn Rakel Blom. Hún sendi nýverið frá sér nýja línu, I Don't Want to Grow Up, sem er innblásin af gömlum leikföngum. „Innblásturinn að mynstrinu kemur upphaflega frá gömlum leikföngum sem ég fékk æði fyrir og fór á flest öll dótasöfn í London og fékk að gramsa í kössum hjá alls konar söfnurum og á mörkuðum. Ég notaði svo gamalt, franskt veggfóður sem ég fann í einum af þessum leiðöngrum sem grunn til að byggja upp printið svo það flæðir í samhverfu yfir flíkina og til að búa til heildarmynd. Þegar rýnt er í mynstrið má finna alls konar skemmtilega karaktera, hluti og munstur,“ segir Rakel. „Karakterarnir í mynstrinu koma alls staðar að úr minni æsku, æsku vina minna og kunningja og barna þeirra. Frá fólki á öllum aldri. Karakterarnir eiga það allir sameiginlegt að kalla fram nostalgíu, gleði og bros,“ bætir Rakel við og segist hafa fengið gríðarlega góðar viðtökur við línunni.Í línunni eru kjólar, toppar, leggings og buxur.Rakel hefur verið búsett í London síðan hún útskrifaðist sem fatahönnuður árið 2012 og líkar borgin vel. Hún útilokar þó ekki frekari landvinninga. „Ég er alltaf með augun opin fyrir nýjum löndum og tækifærum svo það er aldrei að vita hvert stefnan verður tekin í framtíðinni,“ segir hún brosandi. Varðandi framtíðina er nóg í pípunum hjá fagurkeranum. „Ég er að vinna með öðrum listamönnum og það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því. Svo er ég að fara að selja í nokkrum pop-up-búðum hér í London en hugurinn er auðvitað kominn af stað í að undirbúa næstu línu sem verður spennandi vinna.“Kjóll úr línunni.Skemmtilegur fílíngur.
Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira