Punktastaða: Góð Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 20. ágúst 2014 09:00 Það tók mig nokkrar mínútur að átta mig á þýðingu samtalsins eftir að ég lagði frá mér símann. Það hafði svo sem hljómað nógu sakleysislega, hversdagsleg fyrirspurn eða bón sem ég taldi mig geta leyst. „Ekkert mál,“ hafði ég sagt, fullkæruleysislega svona eftir á að hyggja. Nú rann það upp fyrir mér að þetta var langt frá því að vera „ekkert mál“. Hér mátti ekki stíga feilspor. Það að hitta tilvonandi tengdaforeldra í fyrsta skipti getur tekið á taugarnar. Margir kalla það eldraun. Þetta fólk mun vega þig og meta, með hag afkvæmis síns í huga frá fyrsta fundi, það er óhjákvæmilegt. Jafnvel þó áætlanir um hjónaband séu víðsfjarri öllum sem hlut eiga að máli þegar sá fundur verður og hann fari vel fram. Ef alvara færist í sambandið er leikurinn hafinn. Leynt og ljóst reynum við að koma okkur í mjúkinn. Vinna okkur inn punkta. Ég held ekki beinlínis skrá yfir punktastöðu mína. Skrifa hvorki hjá mér mínusstig né gef mér stjörnur þegar vel tekst til en ég hef hana bak við eyrað. Þetta er ákveðin kúnst. Það þarf að lesa rétt í aðstæður. Eftir sextán ára samband mitt við son tengdaforeldra minna skildi ég nú að hér var komið að tímamótum. Tengdamóður mína vantaði uppskrift. Tengdafaðir minn hafði beðið um bláberjaböku í eftirrétt á afmælisdaginn sinn, „eins og Heiða gerir hana“, ímynda ég mér að hann hafi sagt. Þó sannfæring mín segi mér að það sé úrelt hugsun og beinlínis röng, að meta kosti konu út frá hæfileikum hennar í bakstri og eldamennsku, sá ég þarna tækifæri. Tækifæri til þess að vinna mér inn punkta hjá karli tengdaföður mínum með sykri og rjóma. Einhverjum gæti þótt það lúalegt bragð að spila þannig á blessaða bragðlaukana. En matarást er merkilegt fyrirbæri og samfélagslega viðurkennd, er það ekki? Í lok dags var ég með fullt hús stiga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Það tók mig nokkrar mínútur að átta mig á þýðingu samtalsins eftir að ég lagði frá mér símann. Það hafði svo sem hljómað nógu sakleysislega, hversdagsleg fyrirspurn eða bón sem ég taldi mig geta leyst. „Ekkert mál,“ hafði ég sagt, fullkæruleysislega svona eftir á að hyggja. Nú rann það upp fyrir mér að þetta var langt frá því að vera „ekkert mál“. Hér mátti ekki stíga feilspor. Það að hitta tilvonandi tengdaforeldra í fyrsta skipti getur tekið á taugarnar. Margir kalla það eldraun. Þetta fólk mun vega þig og meta, með hag afkvæmis síns í huga frá fyrsta fundi, það er óhjákvæmilegt. Jafnvel þó áætlanir um hjónaband séu víðsfjarri öllum sem hlut eiga að máli þegar sá fundur verður og hann fari vel fram. Ef alvara færist í sambandið er leikurinn hafinn. Leynt og ljóst reynum við að koma okkur í mjúkinn. Vinna okkur inn punkta. Ég held ekki beinlínis skrá yfir punktastöðu mína. Skrifa hvorki hjá mér mínusstig né gef mér stjörnur þegar vel tekst til en ég hef hana bak við eyrað. Þetta er ákveðin kúnst. Það þarf að lesa rétt í aðstæður. Eftir sextán ára samband mitt við son tengdaforeldra minna skildi ég nú að hér var komið að tímamótum. Tengdamóður mína vantaði uppskrift. Tengdafaðir minn hafði beðið um bláberjaböku í eftirrétt á afmælisdaginn sinn, „eins og Heiða gerir hana“, ímynda ég mér að hann hafi sagt. Þó sannfæring mín segi mér að það sé úrelt hugsun og beinlínis röng, að meta kosti konu út frá hæfileikum hennar í bakstri og eldamennsku, sá ég þarna tækifæri. Tækifæri til þess að vinna mér inn punkta hjá karli tengdaföður mínum með sykri og rjóma. Einhverjum gæti þótt það lúalegt bragð að spila þannig á blessaða bragðlaukana. En matarást er merkilegt fyrirbæri og samfélagslega viðurkennd, er það ekki? Í lok dags var ég með fullt hús stiga.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun