Hvetja hvor aðra áfram Álfrún Pálsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 20:00 Bríet Ósk segir gaman að vera komin í samstarf með hressum konum í búðinni Unikat þar sem er að finna íslenska og erlenda hönnun. Vísir/Vilhelm Þegar ég flutti heim úr námi frá Barcelona var það draumur hjá mér að opna hönnunarbúð en ég sá fljótt að sá markaður var mettur hérna heima. Nema hvað varðaði vörur fyrir börn og því opnaði ég netverslunina Mjólkurbúið, sem einbeitir sér að hönnun fyrir börn. Draumurinn var samt alltaf að opna alvöru verslun og þá kom hönnuðurinn Sonja Bent að máli við mig og úr varð þetta frábæra samstarfsverkefni,“ segir Bríet Ósk Guðrúnardóttir innanhússhönnuður og ein af aðstandendum verslunarinnar Unikat sem var opnuð í miðbænum fyrir stuttu. Ásamt Bríeti koma þær Steinunn Vala Sigfúsdóttir hjá Hring eftir hring, Elín Hrund Þorgeirsdóttir hjá Dýrindi, Elena Pétursdóttir hjá Hjarn.is, Sonja Bent fatahönnuður og Nína Björk Hlöðversdóttir ljósmyndari að búðinni. Vöruval verslunarinnar er hönnun úr smiðju þeirra í bland við vel valda hönnunarvöru utan úr heimi. Þær Bríet og Elena reka hvor sína vefverslunina; Mjólkurbúið og Hjarn, sem nú eru með sitt vöruúrval í Unikat. Sonja Bent, Steinunn Vala og Elín eru svo með sín merki til sölu í búðinni ásamt því að aðstoða við vöruval og standa vaktina við búðarborðið. Búðin er á Laugavegi 42b en gengið er inn frá Frakkastíg. Bríet segir húsnæðið passa vel við vöruúrvalið. „Við erum allar smekkkonur með svipaðan stíl sem er frekar skandinavískur en líka smá bóhem. Við erum allar að gera þetta í fyrsta sinn og þetta er búið að vera skemmtilegt ferli í alla staði og svo erum við duglegar að hvetja hver aðra áfram.“ Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Þegar ég flutti heim úr námi frá Barcelona var það draumur hjá mér að opna hönnunarbúð en ég sá fljótt að sá markaður var mettur hérna heima. Nema hvað varðaði vörur fyrir börn og því opnaði ég netverslunina Mjólkurbúið, sem einbeitir sér að hönnun fyrir börn. Draumurinn var samt alltaf að opna alvöru verslun og þá kom hönnuðurinn Sonja Bent að máli við mig og úr varð þetta frábæra samstarfsverkefni,“ segir Bríet Ósk Guðrúnardóttir innanhússhönnuður og ein af aðstandendum verslunarinnar Unikat sem var opnuð í miðbænum fyrir stuttu. Ásamt Bríeti koma þær Steinunn Vala Sigfúsdóttir hjá Hring eftir hring, Elín Hrund Þorgeirsdóttir hjá Dýrindi, Elena Pétursdóttir hjá Hjarn.is, Sonja Bent fatahönnuður og Nína Björk Hlöðversdóttir ljósmyndari að búðinni. Vöruval verslunarinnar er hönnun úr smiðju þeirra í bland við vel valda hönnunarvöru utan úr heimi. Þær Bríet og Elena reka hvor sína vefverslunina; Mjólkurbúið og Hjarn, sem nú eru með sitt vöruúrval í Unikat. Sonja Bent, Steinunn Vala og Elín eru svo með sín merki til sölu í búðinni ásamt því að aðstoða við vöruval og standa vaktina við búðarborðið. Búðin er á Laugavegi 42b en gengið er inn frá Frakkastíg. Bríet segir húsnæðið passa vel við vöruúrvalið. „Við erum allar smekkkonur með svipaðan stíl sem er frekar skandinavískur en líka smá bóhem. Við erum allar að gera þetta í fyrsta sinn og þetta er búið að vera skemmtilegt ferli í alla staði og svo erum við duglegar að hvetja hver aðra áfram.“
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira