Ískaldur húmor í norrænni goðafræði Baldvin Þormóðsson skrifar 25. ágúst 2014 09:39 Selma segir söngleikinn hafa verið í bígerð í dágóðan tíma. „Þetta eru þekktar sögur í norrænni goðafræði sem Hugleikur tengir saman í bland við sinn ískalda húmor,“ segir Selma Björnsdóttir en hún kemur til með að leikstýra nýjum rokksöngleik í Þjóðleikhúsinu á næsta ári í samstarfi við Hugleik Dagsson og Sigurjón Kjartansson. „Söngleikurinn ber nafnið Loki læðist en enn sem komið er erum við að fínpússa, bæta og breyta. Þeir sem hafa gluggað í goðafræðina ættu að kannast við margar senurnar þarna en þær verða með örlítið breyttu sniði.“ Sigurjón Kjartansson sér um tónlist rokksöngleiksins en Selma segir að á sviðinu verði rokkhljómsveit allt verkið. „Inn í sögurnar mun tónlist Sigurjóns tvinnast og þarna munu vera bæði glæný lög og líka stærstu smellir Ham og jafnvel Ólympíu,“ segir leikstjórinn. „Við erum nú þegar komin með tvo Skálmaldarmeðlimi í sveitina, Jón Geir og Baldur Ragnars, en síðan eigum við eftir að fullmanna bandið,“ segir Selma en hún er á höttunum eftir söngvara og bassaleikara til þess að fullkomna hljómsveitina. Selma segir söngleikinn hafa verið í bígerð í dágóðan tíma en þau Hugleikur hafa verið að vinna að honum síðan í vor þegar sú ákvörðun var tekin að setja söngleikinn upp í Þjóðleikhúsinu. „Þetta verður stærsta og veigamesta sýningin á leikárinu, öllu til tjaldað. Eins og gefur að skilja býður þessi heimur upp á mjög marga möguleika,“ segir hún og ýjar að því að sýningargestir megi eiga von á því að hitta Fenrisúlfinn og Miðgarðsorminn. „Síðan förum við til Heljar, Niflheima, Ásgarðs og allt í bland við gott þungarokk og magnaðar bardagasenur.“ Meðal leikara sem koma til með að leika í söngleiknum eru til dæmis Stefán Karl Stefánsson sem fer með titilhlutverk sýningarinnar sem Loki Laufeyjarson.Eggert Þorleifsson leikur Óðinn, Saga Garðarsdóttir fer með hlutverk jötunsins Skaða, Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur Frigg, Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur Þór og Nanna Kristín Magnúsdóttir fer með hlutverk Freyju. Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
„Þetta eru þekktar sögur í norrænni goðafræði sem Hugleikur tengir saman í bland við sinn ískalda húmor,“ segir Selma Björnsdóttir en hún kemur til með að leikstýra nýjum rokksöngleik í Þjóðleikhúsinu á næsta ári í samstarfi við Hugleik Dagsson og Sigurjón Kjartansson. „Söngleikurinn ber nafnið Loki læðist en enn sem komið er erum við að fínpússa, bæta og breyta. Þeir sem hafa gluggað í goðafræðina ættu að kannast við margar senurnar þarna en þær verða með örlítið breyttu sniði.“ Sigurjón Kjartansson sér um tónlist rokksöngleiksins en Selma segir að á sviðinu verði rokkhljómsveit allt verkið. „Inn í sögurnar mun tónlist Sigurjóns tvinnast og þarna munu vera bæði glæný lög og líka stærstu smellir Ham og jafnvel Ólympíu,“ segir leikstjórinn. „Við erum nú þegar komin með tvo Skálmaldarmeðlimi í sveitina, Jón Geir og Baldur Ragnars, en síðan eigum við eftir að fullmanna bandið,“ segir Selma en hún er á höttunum eftir söngvara og bassaleikara til þess að fullkomna hljómsveitina. Selma segir söngleikinn hafa verið í bígerð í dágóðan tíma en þau Hugleikur hafa verið að vinna að honum síðan í vor þegar sú ákvörðun var tekin að setja söngleikinn upp í Þjóðleikhúsinu. „Þetta verður stærsta og veigamesta sýningin á leikárinu, öllu til tjaldað. Eins og gefur að skilja býður þessi heimur upp á mjög marga möguleika,“ segir hún og ýjar að því að sýningargestir megi eiga von á því að hitta Fenrisúlfinn og Miðgarðsorminn. „Síðan förum við til Heljar, Niflheima, Ásgarðs og allt í bland við gott þungarokk og magnaðar bardagasenur.“ Meðal leikara sem koma til með að leika í söngleiknum eru til dæmis Stefán Karl Stefánsson sem fer með titilhlutverk sýningarinnar sem Loki Laufeyjarson.Eggert Þorleifsson leikur Óðinn, Saga Garðarsdóttir fer með hlutverk jötunsins Skaða, Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur Frigg, Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur Þór og Nanna Kristín Magnúsdóttir fer með hlutverk Freyju.
Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira