Ískaldur húmor í norrænni goðafræði Baldvin Þormóðsson skrifar 25. ágúst 2014 09:39 Selma segir söngleikinn hafa verið í bígerð í dágóðan tíma. „Þetta eru þekktar sögur í norrænni goðafræði sem Hugleikur tengir saman í bland við sinn ískalda húmor,“ segir Selma Björnsdóttir en hún kemur til með að leikstýra nýjum rokksöngleik í Þjóðleikhúsinu á næsta ári í samstarfi við Hugleik Dagsson og Sigurjón Kjartansson. „Söngleikurinn ber nafnið Loki læðist en enn sem komið er erum við að fínpússa, bæta og breyta. Þeir sem hafa gluggað í goðafræðina ættu að kannast við margar senurnar þarna en þær verða með örlítið breyttu sniði.“ Sigurjón Kjartansson sér um tónlist rokksöngleiksins en Selma segir að á sviðinu verði rokkhljómsveit allt verkið. „Inn í sögurnar mun tónlist Sigurjóns tvinnast og þarna munu vera bæði glæný lög og líka stærstu smellir Ham og jafnvel Ólympíu,“ segir leikstjórinn. „Við erum nú þegar komin með tvo Skálmaldarmeðlimi í sveitina, Jón Geir og Baldur Ragnars, en síðan eigum við eftir að fullmanna bandið,“ segir Selma en hún er á höttunum eftir söngvara og bassaleikara til þess að fullkomna hljómsveitina. Selma segir söngleikinn hafa verið í bígerð í dágóðan tíma en þau Hugleikur hafa verið að vinna að honum síðan í vor þegar sú ákvörðun var tekin að setja söngleikinn upp í Þjóðleikhúsinu. „Þetta verður stærsta og veigamesta sýningin á leikárinu, öllu til tjaldað. Eins og gefur að skilja býður þessi heimur upp á mjög marga möguleika,“ segir hún og ýjar að því að sýningargestir megi eiga von á því að hitta Fenrisúlfinn og Miðgarðsorminn. „Síðan förum við til Heljar, Niflheima, Ásgarðs og allt í bland við gott þungarokk og magnaðar bardagasenur.“ Meðal leikara sem koma til með að leika í söngleiknum eru til dæmis Stefán Karl Stefánsson sem fer með titilhlutverk sýningarinnar sem Loki Laufeyjarson.Eggert Þorleifsson leikur Óðinn, Saga Garðarsdóttir fer með hlutverk jötunsins Skaða, Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur Frigg, Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur Þór og Nanna Kristín Magnúsdóttir fer með hlutverk Freyju. Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum Sjá meira
„Þetta eru þekktar sögur í norrænni goðafræði sem Hugleikur tengir saman í bland við sinn ískalda húmor,“ segir Selma Björnsdóttir en hún kemur til með að leikstýra nýjum rokksöngleik í Þjóðleikhúsinu á næsta ári í samstarfi við Hugleik Dagsson og Sigurjón Kjartansson. „Söngleikurinn ber nafnið Loki læðist en enn sem komið er erum við að fínpússa, bæta og breyta. Þeir sem hafa gluggað í goðafræðina ættu að kannast við margar senurnar þarna en þær verða með örlítið breyttu sniði.“ Sigurjón Kjartansson sér um tónlist rokksöngleiksins en Selma segir að á sviðinu verði rokkhljómsveit allt verkið. „Inn í sögurnar mun tónlist Sigurjóns tvinnast og þarna munu vera bæði glæný lög og líka stærstu smellir Ham og jafnvel Ólympíu,“ segir leikstjórinn. „Við erum nú þegar komin með tvo Skálmaldarmeðlimi í sveitina, Jón Geir og Baldur Ragnars, en síðan eigum við eftir að fullmanna bandið,“ segir Selma en hún er á höttunum eftir söngvara og bassaleikara til þess að fullkomna hljómsveitina. Selma segir söngleikinn hafa verið í bígerð í dágóðan tíma en þau Hugleikur hafa verið að vinna að honum síðan í vor þegar sú ákvörðun var tekin að setja söngleikinn upp í Þjóðleikhúsinu. „Þetta verður stærsta og veigamesta sýningin á leikárinu, öllu til tjaldað. Eins og gefur að skilja býður þessi heimur upp á mjög marga möguleika,“ segir hún og ýjar að því að sýningargestir megi eiga von á því að hitta Fenrisúlfinn og Miðgarðsorminn. „Síðan förum við til Heljar, Niflheima, Ásgarðs og allt í bland við gott þungarokk og magnaðar bardagasenur.“ Meðal leikara sem koma til með að leika í söngleiknum eru til dæmis Stefán Karl Stefánsson sem fer með titilhlutverk sýningarinnar sem Loki Laufeyjarson.Eggert Þorleifsson leikur Óðinn, Saga Garðarsdóttir fer með hlutverk jötunsins Skaða, Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikur Frigg, Jóhannes Haukur Jóhannesson leikur Þór og Nanna Kristín Magnúsdóttir fer með hlutverk Freyju.
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum Sjá meira